Leita í fréttum mbl.is

Háskóli unga fólksins 2010

Nú á mánudaginn og þriðjudagin var fjöldi ungs fólks í heimsókn í Háskóla Íslands. Í Öskju voru nemendurnir kynntir fyrir verkfræði, jarðvísindum, eðlisfræði, stjarnfræði og líffræði. Hér fylgja tvær myndir úr líffræðistofunni.

huf_2010_saebjuga.jpg

huf_2010_ph1.jpgEfri myndin sýnir sæbjúga í búri og fróðleiksfúsa gesti, og sú neðri hönd Péturs Halldórssonar sem einangraði DNA úr lauk fyrir börnin.

Fjallað var um Háskóla unga fólksins í fréttum RÚV mánudaginn 7. júní 2010. Pétur var spurður af því hvað lærir maður af því að einangra erfðaefni? Hann svaraði: við lærum bara hvernig lífið virkar.

Snaggarlegt svar, en ekki alveg nákvæmt. DNA er mikilvægur þáttur lífsins, en ekki sá eini. Eins og við vitum þá var fyrsta hermilífveran búin til með DNA úr vél, en umfrymi og prótín lifandi frumu. DNA eitt og sér er eins dautt og Oscar Wilde, en DNA í réttu samhengi getur gert "kraftaverk". Rétt eins og orð öðlast merkingu í samhengi. O. Wilde sagði í bókinni, Myndin af Dorian Gray.

I wonder who it was defined man as a rational animal. It was the most premature definition ever given. Man is many things, but he is not rational.
Vísindamenn eru oft álitnir rökfastir og stífir, en þeir eru mennskari en það. Þeir hrífast af undrum náttúrunnar og eru drifnir áfram af forvitni. Og það að verða vitni að hrifningu barnanna, yfir því að handfjatla loftstein, grjótkrabba eða túbu með DNA, eru sannkölluð forréttindi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég þekki einn sem bíður spenntur eftir því að verða nógu gamall til að komast í Háskóla unga fólksins.

Þetta framtak er til mikillar fyrirmyndar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.6.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Vendetta

Ha? Er Oscar Wilde dáinn? Og ég náði ekki einu sinni að kveðja hann.  En hann lifir áfram í hjörtum okkar.

Annars finnst mér þetta  mjög gott framtak til þess að vekja áhuga hjá grunnskólanemendum til að þeir velji framhaldsnám í raunvísindum. Námsráðgjafar hafa yfirleitt engan tæknilega menntun og geta þess vegna ekki gefið 9. og 10. bekkingum nein ráð um hagnýtt framhaldsnám. Kannski það sé auðveldara nú þegar viskiptanám er ekki "cool" lengur.

Vendetta, 9.6.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Hólmfríður og Vendetta

Krakkar eru margir hverjir mjög forvitnir og fróðleiksfúsir. Sumir eru eitthvað viðkvæmir fyrir blóði eða "ógeði", en það skrifast líklega á þá staðreynd að flest börn alast upp í borgum og hvorki skynja né skilja náttúruna almennilega.

Lífið er sjaldan álitið "cool" í samfélagslegum skilningi, en telst örugglega "klassískt" í jarðsögulegu ef ekki menningarlegu samhengi.

Arnar Pálsson, 10.6.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband