Leita í fréttum mbl.is

Allir í húsdýragarðinn

Þar sem Ísland vantar almennilegt náttúrugripa og vísindasafn taka aðrir upp kyndilinn. Náttúruminjasafn Kópavogs er hreinasta gersemi og Húsdýragarðurinn hefur gert stórkostlega hluti með fiskatjaldinu og núna skriðdýrasýningunni. Ég hvet alla til að kíkja í garðinn og berja eðlurnar augum.

Að auki vill ég minnast á nokkra forvitnileg náttúruvísindaleg atriði, afsakið hversu sundurlaust þetta er.

Í gær tilkynnti náttúrustofa Suðurlands að fjörtíu ára fýll hefði fundist í neti. Sjá umfjöllun mbl.is og viðtal í morgunútvarpi Rásar 2 við Sigurð S. Snorrason um hvað dýr verða gömul.

7 og 14. mars mun RÚV sýna þætti um uppruna lífsins.

Í þessari bresku heimildamynd, sem er í tveimur hlutum, veltir David Attenborough því fyrir sér hvernig fyrstu dýrin á jörðinni urðu til.

Á glæsilegum ferli sínum, sem spannar orðið meira en hálfa öld og fjölmargar glæsilegar þáttaraðir, er David Attenborough orðinn einn virtasti fræðimaður heims um lífið á jörðinni. Og nú fjallar hann í þessum tveimur þáttum um þau dýr sem eðlilega er hvað minnst vitað um, fyrstu lífverurnar á plánetunni. Þetta er mikil saga sem nær yfir milljónir ára, frá dögun lífsins í „djúpum vítis“ til fyrstu fótanna sem stigu á land.

Taugalíffræði og erfðabreyttar lífverur Vísindaþátturinn 22. febrúar 2011

Pétur Henry Petersen, líffræðingur við Háskóla Íslands, sagði okkur frá rannsóknum sínum í taugalíffræði, fjármögnun vísindarannsókna. Einnig var fjallað um glórulausa þingsályktunartillögu um erfðabreyttar lífverur.

Fyrir harða líffræðinga og aðra öfgamenn bendi ég að síðustu á fyrirlestur á vegum liffræðistofnunar HÍ, sem fram fer föstudaginn 4. mars 2011 (kl 12:30 í stofu 131 í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ). Tilkynning:

Í þessari viku mun Ubaldo Benitez Hernandez  halda erindi sem kallast Pan I genið í íslenskum þorski: rannsókn á þróunarfræðilegum og landfræðilegum þáttum. (The Pantophysin I (Pan I) Locus in Atlantic Cod (Gadus morhua) in Iceland: An Exploration of Evolutionary and Spatial Relations. - erindið verður flytt á ensku).

Ubaldo Benitez Hernandez er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ. Hann stundar rannsóknir á þorski, sérstaklega á Pan I geninu sem sýnir mjög sterka fylgni við dýpi. Þorskar með ákveðna arfgerð hafast aðallega við í djúpsjó, á meðan önnur arfgerð er í hærri tíðni á grunnslóð (sjá mynd úr grein Ubaldos í Plos One) Genið er sérstakt að því leiti að gerðirnar tvær eru mjög ólíkar, og ljóst er að genið hefur verið undir sterku náttúrulegu vali. Rannsókn Ubaldos miðar að því að rannsaka frekar áhrif náttúrulegs vals á genið, með því að bera saman tíðni arfgerða hringinn í kringum landið (af mismunandi dýpi) nokkur ár í röð, skoða DNA breytileika innan gensins í nokkrum einstaklingum og greina gögn um landfræðilega dreifingu, dýpi og þróunarsögu stofnsins.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema í þessu tilfelli).

Dagskrá í heild sinni má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

mbl.is Skriðdýrasýningin slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband