Leita í fréttum mbl.is

Darwin bjargar mannslífum

Ofnotkun sýklalyfja leiðir til þróunar bakteríustofna, og stuðlar að tilurð sýklalyfjaónæmra baktería. Þetta er algerlega fyrirsjáanleg afleiðing náttúrulegra lögmála, sem Charles Darwin og Alfred Wallace settu fram fyrstir manna.

Lögmálið um þróun byggist á fjórum grunnatriðum. Ef

i) lífverur í stofni eru mismunandi,

ii) munur á milli þeirra er arfgengur að einhverju leyti,

iii) ef þær æxlast mishratt, og

iv) þar sem lífverurnar berjast fyrir lífinu,

þá munu sumar gerðir veljast úr, náttúrulega!

Ef við ímyndum okkur stofn baktería sem veldur sjúkdómum í mönnum. Einstakar bakteríur eru misþolnir gagnvart sýklalyfjum. Ef við notum sýklalyf til að meðhöndla sýkinga vegna þessara bakteríu, þá veljast úr þær gerðir sem eru þolnar. Ef við beitum sýklalyfinu stöðugt, mun með tíð og tíma sýklalyfjaþolnu gerðirnar veljast úr, alveg vélrænt.  

Kastljós var með ítarlega og vandaða umfjöllun um Lífshættulegar og ónæmar ofurbakteríur
(12. Mar 2013). Vandamálið er aðkallandi og mun kosta líf og fjármagn. 

Það er hægt að draga úr vandanum og reyna að komast fyrir hann á nokkra vegu.

1. Draga úr notkun sýklalyfja, sérstaklega í léttvægum tilfellum (bólum eða til að friða fólk með veirusýkingar).

2. Fræða fólk um mikilvægi þess að klára sýklalyfjaskammta.

3. Draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði, sérstaklega eins og gert er í BNA þar sem lyf eru notuð til að auka framleiðni (ekki bara til að meðhöndla veik dýr).

4. Veita fjármagni í þróun nýrra lyfja.

5. Ef til vill má losa um regluverk vegna nýrra sýklalyfja, eða meðhöndlana gegn sýklalyfjum og setja ávísanir á ný lyf upp sem blinda tilraun (Randomized control trial), eins og t.d. Ben Goldacre hefur mælt fyrir.

6. Auka skilining heilbrigðisstétta á lögmálum þróunar, því þau skipta öllu máli fyrir tilurð og viðhald ónæmra og fjölónæmra bakteríustofna.

Ítarefni.

Kastljós Lífshættulegar og ónæmar ofurbakteríur (12. Mar 2013)

Skýrsla alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization) 2012 - The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action

Mikilvægi þróunkenningarinnar fyrir læknisfræði

Bakteríuland

Ónæmi fyrir býflugum og sýklalyfjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband