Leita í fréttum mbl.is

Leiðir til að draga úr líkunum á erfðamengun frá laxeldi

Ef kynbættir stofnar sleppa úr eldisstöðvum geta þeir blandast við villta stofna og dregið úr lífslikum þeirra. Slík erfðamengun hefur verið kortlögð í Noregi, þar sem fiskeldi hefur verið stundað í stórum stíl um áratuga skeið.

Ein leið til að koma í veg fyrir slíka erfðamengun er að rækta fiskana í lokuðum kerjum, t.d. uppi á landi þar sem líkurnar á sleppingum eru engar.

Önnur leið er að nota þrílitna fiska í eldi. Í erfðafræðinni er vitað að afkvæmi þrílitna og tvílitna einstaklinga hafa lága hæfni miðað við villigerðir. *Þrílitna fiskar eru iðullega ófrjóir, vegna vandræða við rýriskiptingu. Ef þrílitna fiskar myndu sleppa, væru líkurnar á því að þeir myndu eignast frjó afkvæmi með villtum fiski mjög litlar.

Þessi aðferð er nú þegar notuð í laxeldi, m.a. í vaxandi mæli í Noregi. Stofnfiskur, íslenskt fyrirtæki sem selur smitfrí laxaegg um alla veröld, getur framleitt þrílitna laxa ungviði.

Einn af vísindamönnum Stofnfisks, Eduardo Rodriquez mun halda erindi um þríltna laxa í hádeginu föstudaginn 24. febrúar. Erindið verður í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ og er öllum opið. Erindið verður flutt á ensku. Nánari upplýsingar.

Sjá einnig eldri grein okkar: Mun norskt genaregn eyðileggja íslenska laxinn?

*Setningu bætt inn 26. feb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að þessa hætta sé ofmetin; smá genablöndun er alltaf nauðsynleg.

Alveg eins og að íslenskar konur hafa gott af því að fá sæði úr t.d. norskum karlmönnum og norskar konur hafa gott af því að fá sæði úr íslenskum karlmönnum.

=Sitt á hvað til að draga úr innræktun.

Jón Þórhallsson, 23.2.2017 kl. 18:05

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Eins og ég ræddi í greininni sem vísað er í lokin, þá er eldislax ekki venjulegur fiskur. Hann er dáldið eins og maís eða aligrís, mjög ræktaður og ekki heppilegur til lífs í villtri náttúru.

Því er hætta á að blendingar eldis og villtra laxa muni vera vanhæfir og að það grafi undir lífvænleika villtra stofna.

Annars er kynæxlun milli fjarskyldra heppileg til að draga úr innræktun, nema auðvitað að þeir séu of fjarskyldir.

Arnar Pálsson, 24.2.2017 kl. 08:45

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndum við ekki segja að frægasti stóðhestur landsins Sörli,

hans Sveins Guðmundssonar frá Skagafirði hefði verið "eldishestur" (sem að búið væri að kynbæta)  frekar en að hann hafi verið villi-hestur?

Ef að við hefðum síðan tekið þann hest og sett hann með einhverjum villtum merum í villi-hestastóði; 

hefði sú blöndun orðið til góðs eða ills?

Jón Þórhallsson, 24.2.2017 kl. 11:55

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Eins og ég hef alltaf skrifað hér í blogginu, upp á land með alla fiskirækt og þá ekki bara vegna blöndunar hættu, heldur vegna þrifnaðar í okkar  svo góðu fjörðum, úrgangurinn frá eldi í sjó drepur allt líf og þarámeðal, rækjuna og hringingabanka margra tegunda.

Eyjólfur Jónsson, 24.2.2017 kl. 12:16

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna er um að ræða svo fáa og afskekkta staði að ég get ekki séð að það breyti neinu í heildar-samhenginu.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2181825/

---------------------------------------------------------------

Það er talið að úrgangurinn frá Hólalax-fiskedlisstöðinni hafi haft  JÁKVÆÐ ÁHRIF á Hjaltadalsána sem að rennur við  við hliðina á stöðinni.

=Fóðurleyfar frá stöðinni  nýttust villtum seiðum í annars köldu og næringarsnauðu umhverfi.

=Úrgengurinn virkaði eins og áburður sem að settur er á tún.

=Þarna er um að ræða lífrænan úrgang en ekki nein hættuleg efni.

Jón Þórhallsson, 24.2.2017 kl. 12:52

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll JónÞað veltur á skyldleikanum hvort að æxlun Sörla við villtan hest væri til góðs. Síðan eigum við líka eftir að skilgreina "góðs", og fyrir hvern.Sæll EyjólfurSannarlega eru margvísleg áhrif frá laxeldi, en ég kaus að ræða erfðamengunina hér vegna þess að á henni hef ég skást vit.

Arnar Pálsson, 26.2.2017 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband