Leita í fréttum mbl.is

Alger ráðgáta

Finnst rétt að leggja erfðafræði orð í belg því aðalatriðið virðist hafa farið fram hjá blessuðum fréttamanninum.

Stökkbreytingin sem sýnir sterkasta fylgni við þvagblöðrukrabbamein er 30.000 bösum fyrir ofan myc genið. Það er í sjálfu sér frásögu færandi því myc er svokallað krabbagen (oncogen) sem getur ýtt undir vöxt frumna.

Einnig er forvitnilegt að svæðið fyrir ofan myc er skilgreint sem gena eyðimörk, þar sem engin önnur gen finnast á svæðinu. Ráðgátan er hins vegar sú að áður hafa fundist stökkbreytingar í þessari genaeyðimörk sem auka líkurnar á þremur öðrum krabbameinum, í blöðruhálskirtli, brjóstum og ristli. Hið undarlega er að nýja stökkbreytingin hefur ekki áhrif á neinn af þessum sjúkdómum. Og engar af þeim stökkbreytingum sem hafa áhrif á hin krabbameinin þrjú auka líkurnar á þvagblöðrukrabba.

Hvernig má það vera? Svæðið skiptir greinilega máli fyrir margar gerðir krabbameina en hvernig og hvers vegna...það er fyrir ötula vísindamenn að svara. Mín tilgáta er að stökkbreytingarnar raska á vefja sérhæfðan hátt starfsemi einhver erfðaþáttar, sem er nauðsynlegur til að hefta frumuskiptingar. Aðrar tilgátur?

Greinin birtist í Nature Genetics og einnig má sjá samræður Kára og Simons um pappírinn á decodeyou.com.


mbl.is Áhættuþáttur krabbameins í þvagblöðru fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

þetta meikaði meiri sens... heldur en fréttin sjáfl!

Guðný Lára, 17.9.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband