Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Hestar, flekar, bakteríur og mús sem syndir

Nokkrir fyrirlestrar eru á döfunni.

Nú á fimmtudaginn 18 september, fer fram meistaravörn um félagsatferli hrossa. Daginn eftir er meistaravörn um fleka í frumuhimnum sem höfðar líklega ekki til sama markhóps en er vel þess virði að sjá.

Sama dag mun Líffræðistofnun HÍ og Örverufræðifélag Íslands bjóða upp á erindi örverufræðingsins Simon Silver, prófessor við örverufræði- og ónæmisfræðideild háskólans í Illinois í Chicago, USA. Erindið fjallar um tengsl örvera og málma, bæði í tengslum við mengun, efnaskipti oglíftækni. Erindið kallast " A Bacterial view of the chemical Periodic Table: genes for all elements." sem gæti útlagst sem "Sýn gerla á lotukerfið: gen fyrir hvert frumefni. Erindið verður í Öskju, Sturlugötu 7, sal 132, föstudaginn 19. september 2008 kl. 15:30.

Hámúsin vafðist fyrir mér, sérstaklega útbreiðsla hennar í hafinu við Ísland. Í ljós kemur að um er að ræða fiskitegund sem heldur til á botni hafsins í mjög forvitnilegu vistkerfi (sem Daniel Desbruyères kynnti í erindi sínu 16 september, sjá sjávarútvegsstofnunina í Brest). Erna Karen Óskarsdóttir hefur rannsakað hámúsina og kynnir í meistaraverkefni sínu 22 september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband