Leita í fréttum mbl.is

Virkilega náið samband

Lífverur tengjast öðrum lífverum misjafnlega sterkum böndum. Meðal félagsskordýra vinna ættingjar saman til að viðhalda búi og fóðra afkomendur ættmóðurinnar, að mestu í bróðerni (ræðum frávikin ekki hér, en þau eru virkilega subbuleg). Sjaldgæfara er að einstaklingar mismunandi tegunda starfi saman, en þess eru þó dæmi. Samlífi, samhjálp, gistilífi eru missterk birtingarform slíkrar samvinnu.

Fléttur sýna fádæma nána samvinnu, í flestum tilfellum svepps og grænþörungs eða blábakteríu (stundum eru 3 tegundir í samvinnu). Fléttur geta þraukað við erfið skilyrði og þrauka á yfirborði sem virkar oft einstaklega næringasnautt (klettum, trjám, og í seinni tíð mannvirkjum - sjá mynd frá Canada af vefsíðunni www.lobaria.ch).

Flettur_bryggja

 Fléttur eru ekki eingöngu forvitnilegar sem dæmi um samþróun lífvera, heldur hafa þær einnig merkilega fjölþætta efnaskipaeiginleika. Þær geta til dæmis numið steinefni úr grjóti, og nýmyndað fjölbreytileg efnasambönd með athyglisverða eiginleika.

Það leiddi til verkefnis sem miðar að því að raðgreina erfðamengi þeirra, sem nýtist til að einangara ensím sem geta hvatað sérstök efnahvörf. Höfuðpaurarnir eru Ólafur Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands og samstarfsmaður hans Vivian Miao frá háskólanum í Bresku Kólumbíu (British Columbia). Hún heldur einmitt erindi um erfðamengi flétta miðvikudaginn 24 september (kl 16:30 í Öskju, stofu 132).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband