Leita í fréttum mbl.is

Vélmenni prófar vísindalegar tilgátur

Félagi minn í menntaskóla sagði mér einu sinni frá smásögu (ég man ekki hvern!) um veröld framtíðarinnar, þar sem tölvur og vélmenni sjá um alla útreikninga. Enginn kann lengur að reikna, hvað þá leysa jöfnur. Síðan (endur)uppgötvar einhver aðferðir til útreikninga, og það sem áður var gleymt lifnar aftur við.

Ástæðan fyrir því að þessi saga rifjaðist upp fyrir mér er tveimur greinum í tímaritinu Science í síðustu viku,

Í þeirri grein er lýst þróun vélmenna til að búa til og prófa vísindalegar tilgátur. Eitt forritið tók inn gögn og spáði fyrir um lögmál Newtons. Vélmennið ADAM var matað á frumgögnum um líffræði gersveppsins og gat búið til tilgátur um starfsemi gena sem áður höfðu ekki verið rannsökuð. Adam býr einnig yfir tækjum til að rækta sveppi og skoða vöxt þeirra, sem hann notaði til að prófa tilgátur sínar.

Við lítum oft á vísindi sem eitt af þeim eiginleikum (ásamt t.d. skopskyni, tónlistargáfu og almennri sköpunaráráttu) sem skilja okkur frá dýrunum. En hér höfum við hannað vél sem getur búið til tilgátur, hannað tilraunir og lesið úr niðurstöðum.

Fréttin um þessi vélmenni birtist 2 apríl, og verður að viðurkennast ég hélt að um gabb væri að ræða. Eftir að hafa lesið mér til og kíkt á birtingalista viðkomandi höfunda þá er ég sannfærður um að svo sé ekki.

Vissulega eru slík apparöt takmörkuð og mannskepnurnar hafa enn eitthvað í vísindum að gera. En þetta er einnig áminning til okkar sem vísindafólks, við verðum að hafa vit á því að velja viðfangsefni sem eru virkilega djúp og krefjandi. Sumar spurningar sem við rannsökum eru í raun verkefni fyrir vélmennin Adam og Evu.

Umfjöllun fréttamiðla:

Victoria Gill ritar á síðu BBC Robo-scientist's first findings

Ian Sample setur saman mjög áleitinn texta í the Guardian 'Eureka machine' puts scientists in the shade by working out laws of nature 2  Apríl 2009

Frumheimildir:

Michael Schmidt og Hod Lipson, Distilling Free-Form Natural Laws from Experimental Data Science 3 April 2009: 81-85.

Ross D. King og 12 félagar, The Automation of Science, Science 3 April 2009: 85 - 89.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband