Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands fyrir árið 2009 verður haldinn í Öskju þann 27. ágúst næstkomandi og hefst kl. 20.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.Starfsemi Líffræðifélagsins hefur verið með daufara móti undanfarin ár en nú liggur fyrir að ný stjórn mun taka við taumunum og gera tilraun til að blása lífi í starfsemina. Framundan er að halda afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins og Líffræðistofnunar H.Í. Skráning á ráðstefnuna erþegar hafin og gengur framar vonum. Einnig verða rædd framtíðaráform og horfur fyrir Líffræðifélagið og eru allir þeir sem vilja framgang félagsins sem mestan hvattir til að mæta á fundinn og leggja sitt lóð ávogarskálarnar.

Á meðan á fundi stendur mun verða boðið upp á léttar kaffiveitingar.

Með bestu kveðjum, fyrir hönd stjórnar Snorri Páll Davíðsson

Nánari upplýsingar á biologia.hi.is.

Munið einnig að skilafrestur fyrir ágrip á líffræðiráðstefnuna 2009 er 15 september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband