Leita í fréttum mbl.is

Maís með fleiri gen en maður

Maís er eitt af undrum landbúnaðar. Á nokkrum árþúsunum tókst forfeðrum okkar að beisla villtar plöntur og velja úr afbrigði sem gáfu miklar afurðir. Bændurnir nýttu sér grundvallaratriði þróunarlögmáls Darwins, mannkyninu til hagsbóta.

Tilurð maís úr villtu plöntunni Teosinte er dæmi um mikilfenglegar breytingar vegna ræktunar.

25_EVOW_CH11 Munurinn er mjög afdrifaríkur eins og sjá má mynd úr kennslubók Barton og félaga, teosinte er vinstra megin, maís hægra megin, og blendingur í miðið (www.evolution-textbook.org).

Nú er svo komið að erfðamengi maísplöntunar hefur verið raðgreint að mjög stórum hluta, sjá greinar í Science vikunnar. Erfðamengi hennar er með um 32000 gen, sem er um 7000 fleiri en það sem finna má í erfðamengi mannsins.

Lengi vel var talið að fyrst að maðurinn væri svona flókinn og fullkominn hlyti hann að vera með 100000 gen.

ZeaMaysScience

Myndin hér til hliðar er af forsíðu Science þar sem nokkrar greinar um erfðamengi og breytileika í Maís voru birtar í dag.

Maís hefur lengi verið eftirlæti erfðafræðinga, þeirra þekktust er e.t.v. Barbara MacClintock sem fann í þeim stökkvandi gen (transposable genes - einnig kallað stökklar á íslensku) - og hlaut Nóbelsverðlaunin 1983 fyrir uppgötvun sína.

Stökklar taka þátt í að mynda hina ævintýralegu litadýrð sem einkennir indjánakornið (indian corn). Þakkir hafi þeir fyrir "gjörðir" sínar.

Ítarefni:

Schnable o.fl. The B73 Maize Genome: Complexity, Diversity, and Dynamics Science 20 November 2009: Vol. 326. no. 5956, pp. 1112 - 1115

Uppruni hænsna og nautgripa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband