Leita í fréttum mbl.is

Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu?

Við höfum fylgt eftir skrifum Steindórs J. Erlingssonar um geðlæknisfræðina, bæði hérlendis og erlendis. Steindór er vaskur vísindasagnfræðingur en hefur um áratugabil tekist á við þunglyndi. Undanfarin ár hefur hann einhent sér í rannsóknir á uppruna geðlæknisfræðinnar, tíðni geðsjúkdóma og lyfjanotkun hérlendis og ytra.

Hann birti nýverið ritrýnda yfirlitsgrein í Tímariti félagsráðgjafa, sem heitir "Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu? Um vísindi og hagsmuni".

Ágrip greinarinnar (greinina í heild sinni má nálgast á vefsíðu Steindórs):

Á undanförnum árum hefur sú mynd framfara, sem dregin hefur verið af geðlæknisfræðinni undanfarna þrjá áratugi, sætt vaxandi gagnrýni. Sumir geðlæknar ganga raunar svo langt að tala um að hugmyndafræðileg kreppa ríki innan greinarinnar. Er þetta m.a. rakið til ofuráherslu á líffræðilegar skýringar á orsökum geðraskana og mikillar notkunar geðlyfja. Flokkunarkerfi geðlæknisfræðinnar virðist einnig vera hluti af vandanum. Það virðist hafa valdið því að fjöldi þeirra einstaklinga, sem hægt er að greina með geðröskun, hefur aukist verulega og við það hefur markaður lyfjafyrirtækja vaxið mjög. Á undanförnum áratugum hefur lyfjaiðnaðurinn farið fram með slíkum þunga við markaðssetningu nýrra lyfja að vísindalegur heiðarleiki hefur alltof oft vikið fyrir markaðshagsmunum. Með þessu móti hefur heilbrigðisstarfsfólk verið afvegaleitt, að ekki sé talað um almenning og þá sem neyta lyfjanna. Í þessari umfjöllun verður litið nánar á þessa þróun og kannað hvað hæft er í kreppuhugmyndinni. 

Aðrir pistlar og greina um þetta og skyld efni.

Fyrst ber að nefna greinar Steindórs um þessi efni - haldið til haga á vefsíðu hans.

Pistlar okkar, flestir skrifaðir í tengslum við greinar Steindórs (sjá viðeigandi tengla við hvern pistil)

Þunglyndislyf og léleg tölfræði

Geðröskun og lyfleysa

Lyfjafyrirtæki og blekkingar

Börn og geðlyf

Er ADHD ofgreint?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband