Leita í fréttum mbl.is

Þraut sem þarf að leysa

Hrun í býflugnastofnum víða um heim hefur vakið mikla undrun. Á sumum svæðum hafa heilu búin lagst af, en annarstaðar fækkar í þeim um fleiri prósent.

Hvað gæti verið orsökin, eða orsakirnar?

Í frétt mbl.is er rætt um alþjóðlega býfluguráðstefnum sem fram fer í Frakklandi. Þar kynna vísindamenn niðurstöður rannsókna, þar sem leitast er við að kasta ljósi á ráðgátuna. Prófaðar eru tilgátur um sýkingar, afrán, stofnerfðafræðilegt hrun (vegna ónógs kynlífs) og þar fram eftir götunum.

Ég vill benda fólki á að það er ENGINN á þessari ráðstefnu að velta alvarlega fyrir sér þeim möguleika að erfðabreyttar plöntur eigi þar hlut að máli. Ástæðan er sú að þeirri tilgátu hefur verið hafnað með óyggjandi rökum (sjá meðan annars opið bréf Ólafs Andréssonar og frumheimild Duan JJ, Marvier M, Huesing J, Dively G, Huang ZY (2008) A Meta-Analysis of Effects of Bt Crops on Honey Bees (Hymenoptera: Apidae). PLoS ONE 3(1): e1415. doi:10.1371/journal.pone.0001415).

Engu að síður lifir þessi meinloka, erfðabreyttar plöntur drepa býflugur, góðu lífi.

Okkar hlutverk er að benda á slík mistök, rétt eins og við bendum vinum okkar á að kvef sé orsakað af veirum (en sé ekki karma) og neysla frauðplasts sé ekki heppileg leið til megrunar (í tilefni föstudagsins verð ég að benda á dúndur myndband á lauknum - "non food diet").


mbl.is Hvers vegna hrynja býflugnasamfélögin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"If the bee disappears from the surface of the earth, man would have no more than four years to live."

Þessi hugljúfa tilvitnun er höfð eftir Albert Einstein. Nú hef ég ekki skoðað hvort rétt sé með farið eða hvort hann hafi nokkru sinni sagt þetta (það er jú alltaf verið að vitna í þekkta menn og ekki alltaf sannleikanum samkvæmt) en ef svo er þá staldrað maður nú aðeins við.

Haraldur (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hef fylgst með umræðu um þessi mál og full ástæða til.  Maður heyrir oftast þá skýringu að um sýkingu í stofni sé að ræða !

Og hvað með erfðabreyttar flugur og skordýr - eins og með plönturnar - skyldi það geta haft áhrif ?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.9.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Arnar

Áhugaverðast finnst mér að ræktun hafi gert býið erfðafræðilega einhæft svo þær séu viðkvæmari fyrir áföllum.  Svoleiðis dæmi eru þekkt úr annari ræktun.

Skrítið samt að dauðar býflugur finnist ekki í grend við búin.

Arnar, 18.9.2009 kl. 13:08

4 identicon

Snopes um Einstein kommentið. Það hafa hvergi fundist vísbendingar um að hann hafi sagt þetta og sennilega er það uppspuni.

Engu að síður alvarlegt mál.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Býflugurnar eru eiginlega ekki villtur stofn, heldur nokkurskonar húsdýr, býflugnabúshúsdýr ef við leyfum okkur að misþyrma málinu.

Orsakanna er enn leitað, en ég hallast að því að aðferðirnar notaðar við að rækta og viðhalda flugunum hafi ýtt undir þennan möguleika. Stofnarnir eru einsleitir, og e.t.v. er rétt að einhvers konar innræktunar-byrði sé að baga þá. Þetta er bara hugmynd án efnislegs rökstuðnings!

Arnar Pálsson, 18.9.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þetta er ekki misþyrming á Íslenskunni Arnar,   það er endalaust hægt að setja saman orð í Íslensku án þess að þau verða málfræðilega eða stningarfræðilega röng.

 Hellisheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr er gott dæmi

Jóhannes H. Laxdal, 19.9.2009 kl. 01:32

7 identicon

Hvað með geislun? Rafmengun. Allir þessir sendar fyrir fjarskipti. Hefur það áhrif? Og hvernig er hægt að kanna það? Benda má á að þráðlaus fjarskipti hafa margfaldast á undanförnum árum og tóku kipp upp á við um svipað leiti og býflugunum fór að hraka.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:29

8 Smámynd: Agný

Hvað með ef að örbylgjur og allt þráðlausa netkerfið sé að trufla "sendir" býflugnanna þannig að þær rati ekki heim?

Sama og með að sonar (bergmáls, segulsviðs) tilraunir neðansjávar séu að trufla sendi/staðsetningar nema höfrunga og hvala þannig að þeir syndi upp á land og drepast þar..

Lethal Sounds: Deadly Sonar Harms Whales

http://vodpod.com/watch/2217139-lethal-sounds-deadly-sonar-harms-whales?pod=ingaorama

Þessi hátækni er jú orðin allstaðar og hefur áhrif það held ég að enginn efist um..

Eru GM / erfðabreyttar nytjaplöntur að drepa hunangsflugur?

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=4365

Engin löggjöf um erfðabreyttar lífverur er til staðar hér á landi ., Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.......

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=5014

ÞARFTU AÐ SJÓÐA EGG?, notaðu þá gemsann þinn

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=3671

Þráðlausir símar varasamir?, geislar sem geta leitt til heilaæxla

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=2942

Agný, 23.9.2009 kl. 21:08

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Þorstein og sæl Agný

Ég hef ekki sett mig mikið inn í rannsóknir á því hvort að rafvirki eða símar gefi frá sér geislun sem geti haft skaðleg áhrif á fólk eða aðrar lífverur. Þau yfirlit sem ég hef lesið færa rök fyrir því að áhrifin séu lítil. Myndskeiðið þar sem fjórir gemsar poppa poppkornið er bara brella.

Agný

Þú veltir upp nokkrum punktum. 

Eins og rakið hefur verið hér eru engin haldbær rök fyrir því að halda að aukin ræktun á erfðabreyttum plöntum hafi áhrif á vöxt og viðgang býflugnanna. Fyrstu mistök sem fólk gerir er að túlka fylgni sem merki um orsakasamband.

Ræktun á erfðabreyttum plöntum hefur aukist á undanförnum áratug, og á sama tíma eykst dauði hjá býflugum. 

Það eru fleiri breytur sem hafa breyst á undanförnum áratug, t.d. fjöldi iPoda, útbreiðsla lúpínu á Íslandi, fjöldi fólks í heiminum. Það dettur engum í hug að segja að lúpína á Íslandi leiði til dauða býflugna!

Staðhæfing þín um að það sé engin löggjöf um erfðabreyttar lífverur er röng.

http://www.ust.is/LogOgReglur/Reglugerdir/FlokkadarReglugerdir/flokkur/46/

Ég vill þakka þér kærlega fyrir að bera upp dæmið um hvalina. Þar er ég sammála þér, því skip margra flota nota tæki sem senda út á sömu tíðni og hvalir nota til tjáskipta. Það er raunveruleiki, sem getur svo sannarlega haft áhrif á samskipti hvalanna og þar með vöxt, viðgang og tilveru þeirra.

Þú veist e.t.v. að hæstiréttur Bandaríkjanna tók nýlega fyrir mál sem var höfðað hvölunum til verndar, þar sem þess var krafist að bandaríski flotinn minnkaði (eða hætti, ég man ekki alveg) notkun á ómsjám sem senda út á sömu tíðni og hvalir. Hæstiréttur dæmdi flotanum í hag, en það er ákveðinn sigur fyrir okkur sem berum hag náttúrunnar fyrir brjósti að málið hafi í raun farið fyrir dómstóla. (tengill á frétt NY Times, og óð minn til hvala)

Það er gott að fólk sé vakandi fyrir ógnum í umhverfinu, en við megum ekki byggja málflutning okkar á vitleysum eða staðlausum stöfum.

Arnar Pálsson, 24.9.2009 kl. 09:20

10 Smámynd: josira

Sá þetta myndband um óþekktar býflugur og vakti það hjá mér spurningar um hvort þetta væri nýr veiklaður stofn, sem lifað hefur af eitranir frá úðunum... What bees are these?

http://www.youtube.com/watch?v=JzId3gH_Rys

josira, 4.10.2009 kl. 19:02

11 Smámynd: josira

Ætlaði nu að láta þessar hugleiðingar mínar fylgja með;

Hvað með býflugurnar ?

http://josira.blog.is/blog/josira/entry/957234/

josira, 4.10.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband