Færsluflokkur: Dægurmál
29.8.2012 | 09:37
Þróun í hellum
Rannsóknir á þróun lífsins eru stundaðar á margvíslegan hátt. Hægt er að kanna hvernig skyldar tegundirnar eða stofnar breytast vegna umhverfisþátta. Nálgunin byggist á því að fylgjast með þróuninni þegar hún gerist.
Spurningin sem eftir stendur er hvort að þróunin leiti alltaf á sömu brautir, eða hvort að það geti verið tilviljun háð hvaða lausn verður ofan á. Þetta má skýra með dæmi. Hvað gerist þegar stofn fiska kemur í nýtt umhverfi, þar sem lítil fæða er í boði og hitinn lágur? Búast má við hraðari kynþroska, að fiskarnir verði minni og e.t.v. breytingum á formi þeirra.
Þetta er einmitt það sem gerist í bleikjustofnum hérlendis, í litlum tjörnum og hellum. Bjarni Kr. Kristjánsson, Prófessor við Hólaskóla, hefur rannsakað dvergbleikjur hérlendis undanfarin ár, og nú byrjað að kanna hellableikjuna við Mývatn sem Árni Einarsson og félagar við Náttúrurannsóknarstöðina á Mývatni hafa kortlagt.
Hellableikjan er sérstök að því leyti að umhverfis Mývatn eru margar tjarnir í hraunhellum, og í mjög mörgun finnast dvergvaxta hellableikjur. Þetta er sérstaklega heppilegt fyrir rannsóknir á þróun, af því að mögulegt er að í hverjum helli hafi einangrast stofn sem þróist sjálfstætt. Hellableikjan gæti því verið nokkurskonar náttúruleg tilraun í þróunarfræði, svona dálítið eins og þegar fólk gerir tilraunir í 10 aðskildum túbum af bakteríum á tilraunastofunni.
Fyrstu niðurstöður úr rannsókn Bjarna og félaga voru ræddar í fréttum Rúv 26. ágúst síðastliðinn (Hellableikja rannsökuð í Mývatni.). Þar segir Bjarni frá því að erfðafræðilegur munur hafi fundist milli hellana (25 voru skoðaðir), sem bendir til þess að í þeim séu "erfðafræðilega aðgreindir stofnar af bleikju, þeir eru margir hverjir mjög litlir (50 veiddir)". Fiskarnir eru einnig frekar svipaðir að útliti, sem er vísbending um að samskonar aðlaganir hafi orðið í mismunandi hellum við vatnið.
Spurningarnar sem fyrirhugað er að rannsaka í framhaldinu (með orðum fréttamans RÚV) er "Hvenær og hvernig bleikjan komst í hellana?" og "Hvernig eru hún erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu og innbyrðis?"
Bjarni er ungur og upprennandi vísindamaður sem fékk einmitt nýstirnisverðlaun Líffræðifélagsins árið 2011.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2010 | 16:48
Pastaóður Kristins
Þið verðið að kíkja á óð Kristins Theodórssonar til fljúgandi spaghetti skrímslisins.
Kveikjan að þessu er vitanlega skrif og samræður (frekar en rökræður!) Kristins og félaga við sköpunarsinna og "trúarfugla" eins og hann kallar þá (sjá t.d. Um heimildanotkun trúfugla - fyrsti hluti).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.4.2010 | 12:14
Meðvitund undir
Bjarni Helgason - listamaðurinn sem hannaði veggspjald Darwin daganna, Darwin bolina og kápu á bókina um Arfleifð Darwins, mun halda listasýningu í Iðu.
Hún hefst fimmtudaginn 15 apríl, kl 18.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 14:14
Athyglisvert orðalag
Yfirhylming kaþólsku kirkjunar á kynferðisglæpum sem hempuklæddir fulltrúar hennar hafa stundað er einn mesti skandall samtímans.
Sinead O´connor var fórnarlamb slíks ofbeldis, og reif mynd af páfa í beinni útsendingu í sjónvarpi, til að benda fólki á að æðsti valdhafi kaþólsku kirkjunar gerði ekkert fyrir fórnarlömbin. Hún varð fyrir ofsóknum fyrir gjörningin, en sannleikurinn er hennar megin.
I ask Americans to understand why an Irish Catholic woman who survived child abuse would want to rip up the pope's picture. Sinead O´Conner - í Washington Post - 2010.
Blaðamenn New York Times hafa verið að rannsaka störf Joseph Ratzinger (núna Benedikts páfa númer eitthvað) á níunda áratugnum. Þau hafa sannarnir fyrir því að páfi hafi forðast það að refsa prestum, sýnt þeim mikla linkind og hugsað fyrst og fremst um hagsmuni kirkjunar, EKKI um velferð þolenda. Fréttin sem mbl.is vísar til er Pope Put Off Punishing Abusive Priest.
Áður hafði páfagarður haldið því fram að páfinn væri með hreinan skjöld, hefði ekki komið nálægt þessum (vandræðalegu) málum.
NY Times sýndi í mars að páfi hafði fylgst með slíkum málum, fengið bréf um þau og stjórnað fundum þar sem þau voru rædd.
Það er borðleggjandi að kaþólska kirkjan stendur þéttan vörð um mikilvægasta fólkið, þá hempuklæddu.
Kveikjan að pistli þessum er orðalag fréttarinnar á mbl.is. Þar segir:
Dawkins og Hitchens halda því fram að Benedikt páfi hafi í störfum sínum innan kaþólsku kirkjunnar, áður en hann kom í Vatikanið, ítrekað reynt að koma í veg fyrir að kynferðisbrot kæmust upp á yfirborðið eða reynt að gera lítið úr þeim. [skáletrun mín]
Samkvæmt mbl er sem sagt einhver spurning um að páfinn hafi gert lítið úr kynferðiafbrotamálum innar kirkjunar og reynt að hylma yfir þeim. Mér finnst athyglisvert að mbl skuli taka svona veikt til orða, eru þeir hallir undir páfagarð?
Aukaatriði.
Mér finnst fáranlegt að hafa fjórar málsgreinar af enskum texta neðst í fréttinni, og þar undir copyright Árvakur 2010. Þegar ég límdi þessar setningar inn í google fundust tugir síða með nákvæmlega sama orðalag. Núna hefur Árvakur einkarétt á annsi miklu, eða helduru kannski að þeir hafi stolið textanum?
Starfsmenn mbl.is hafa nú fjarlægt enska textann, en segja samt ekki frá leiðréttingunni.
Sönnunargagn:
Hyggjast handtaka páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 12.4.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 17:37
Brjálaða býflugan frændi minn
Hér er aðallega fjallað um vísindaleg efni, af mismikilli visku og vandvirkni. Í þessu hliðarspori langar mig að kynna ykkur fyrir býflugunni frænda mínum, Agli Sæbjörnsyni.
Hann er listamaður, tónvalskur með afbrigðum og forvitnileg mannvera á flesta kanta.
Egill er foráttuduglegur piltur, sendi frá sér plötu í sumar hljóðritaða með einvalaliði (sjá borgina, á fésbók og Myspace.) opnaði sýningu í Hafnarhúsinu í fyrriviku (er meðal annars með myndir af tveimur veggjum að ræðast við, m.a. um laaaaaaaangan tíma) og gaf út bók.
Myndin er af vef listasafns Íslands, tekin af Anu Vahtra.
Egill hefur komið fram í nokkrum viðtölum, á rás 1 og 2, og þriðja nóvember í kastljósinu þar sem hann náði að segja orðin "þú veist" allavega 12 sinnum.
Mæli eindregið með því að fólk hlýði á Crazy like a bee, sem Egill tók ásamt hljómsveitinni í kastljósi. Nánar um plötuna og hljómsveitina, sem er alveg fantagóð, á borgin.
Dægurmál | Breytt 10.11.2009 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó