Leita í fréttum mbl.is

Staða þekkingar á fiskeldi í sjó

Hvað vitum við um fiskeldi í sjó og hugsanleg áhrif þess á umhverfið?

Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til málstofu um fiskeldi í sjó mánudaginn 25. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Markmiðið er að kynna stöðu vísindalegrar þekkingar um hugsanleg áhrif fiskeldis á umhverfið. Ekki er leitað eftir afstöðu fræðimanna til málaflokksins heldur er fyrst og fremst boðið upp á upplýsingar, fróðleik og tækifæri til umræðna. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal.

Flutt verða þrjú stutt kynningarerindi en síðan verða umræður á pallborði og úr sal.

Málstofan tekur tvær klukkustundir í heildina. Þetta verður því knappur en fyrst og fremst upplýsandi og spennandi fræðslufundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna kemur mitt framlag til þessa málaflokks: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3380/

Jón Þórhallsson, 20.3.2019 kl. 11:06

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Aha.

Arnar Pálsson, 20.3.2019 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband