Leita í fréttum mbl.is

Pastaóður Kristins

Þið verðið að kíkja á óð Kristins Theodórssonar til fljúgandi spaghetti skrímslisins.

Kveikjan að þessu er vitanlega skrif og samræður (frekar en rökræður!) Kristins og félaga við sköpunarsinna og "trúarfugla" eins og hann kallar þá (sjá t.d. Um heimildanotkun trúfugla - fyrsti hluti).

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mér þykir löstur á málflutningi þeirra sem ekki trúa á guð eða guði, eða yfirhöfuð nokkuð sem þeir geta ekki náð utan um með skynsemi sinni, að draga ályktanir um geðheilsu, gáfnafar, og félagslegt heilbrigði þeirra sem trúa af því einu að þeir eru trúaðir.

Trúaðir einstaklingar eru eins misjafnir og þeir eru margir, ekkert síður en hinir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.4.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hólmfríður,

Hvar er verið að tala um gáfnafar, geðheilsu og félagslegt heilbrigði fólks í þessum greinum?

Kristinn Theódórsson, 15.4.2010 kl. 09:18

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hólmfríður,

Mér þóttu orð þín svo skemmtileg að ég skrifaði um þau smá pistil:

Að ná utan um trú með skynsemi

Kristinn Theódórsson, 15.4.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl frænka

Ertu að vísa í athugasemd mína við pistil Kristins?

Ég vísaði þar í Robert Sapolsky, sem leiðir að því líkur (ekki óyggjandi sannanir!) að þeir sem hafi fundið upp margar af mest krassandi sögum biblíunar hafi verið Schizotypal einstaklingar.

Ég var að lesa bók eftir Robert Sapolsky, the trouble with testosterone.

Einn kafli hennar fjallar um líffræðilegar skýringar á trúhneigð. Þar ræðir hann nokkur atriði. T.d.

- hvernig skipulögð trúarbrögð hafa reynst gott skjól fólki með ákveðin geðræn vandamál.

- hvernig schizotypal  einstaklingar gætu hafa samið sögur um talandi runna

- hvernig einstaklingar með "obsessive compulsive disorder" gætu hafa komið á sérkennilegum númerískum hefðum og reglum í söfnuðum (af nógu er að taka, í Hindu, kristni, gyðingdómi...nema hvað  FSM söfnuðurinn á eftir að koma sér upp flóknum reglum!)

Saplosky er ekki að segja að allir sem eru trúaðir séu geðsjúkir, bara að fólk með ákveðin geðröskunareinkenni gæti hafa lagt sitt af mörkum við að byggja upp sagnir og hefðir trúarlegra texta.

Einnig benti hann á að hefðir og reglur skipulagðra trúarbragða veita fólki fróun, og séu kannski einmitt meðalið sem sumir með geðröskun þurfa (til að finna takt og tilgang í lífinu).

Engar alhæfingar, bara spurningar um tilhneygingar og mynstur.

Arnar Pálsson, 15.4.2010 kl. 09:57

5 Smámynd: Arnar

Hólmfríður:
Mér þykir löstur á málflutningi þeirra sem ekki trúa á guð eða guði, eða yfirhöfuð nokkuð sem þeir geta ekki náð utan um með skynsemi sinni, að draga ályktanir um geðheilsu, gáfnafar, og félagslegt heilbrigði þeirra sem trúa af því einu að þeir eru trúaðir.

Þar sem ég flokkast sem einn af "málflutningi þeirra sem ekki trúa á guð eða guði" þá verð ég að segja að ég sé ósammála "að draga ályktanir um geðheilsu, gáfnafar, og félagslegt heilbrigði þeirra sem trúa af því einu að þeir eru trúaðir".  Slíkar ályktanir eru ekki dregnar af því einu að viðkomandi sé trúaður heldur oftast byggt á langri reynslu af (oft árangurslausum) viðræðum við viðkomandi.

En þó eru þó sumir sem eru gjarnari en aðrir að alhæfa.

Arnar, 15.4.2010 kl. 10:43

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Arnarar, við menn eins og ykkur er gaman að ræða. Athugasemdin mín var viðbragð við  athugasemdum á síðu Kristins og fleirum skyldum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.4.2010 kl. 11:38

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú ert sem sagt að amast við athugasemdum annarra á bloggi mínu og viðlíka bloggum, en ekki við skrifum mínum, Hólmfríður?

Kristinn Theódórsson, 15.4.2010 kl. 11:54

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Hólmfríður

Takk fyrir hrósið.

Kristinn

Það er gaman tala um geðheilsu, gáfur og félagslegt heilbrigði. Bloggin þín skapa alltaf hinar fjörugustu umræður, þótt á köflum missi umræðan við tengingu við raunveruleikann.

Það er í sjálfusér ekki slæmt, óraunveruleikinn er mjög spennandi...mikið af bleikugrænum álfum og lyktin eins og af sítrónugosi.

Arnar Pálsson, 15.4.2010 kl. 12:29

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ekki dettur mér í hug að verja alla umræðuna sem fer fram á þessu bloggi mínu. Athugasemdirnar eru eins misjafnar og þær eru margar ;-)

Kristinn Theódórsson, 15.4.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband