Leita í fréttum mbl.is

Harðsoðið undraland og heimsendir

Fyrst bókin sem ég las eftir Murakami var Hard-boiled wonderland and the end of the world, sem vinurinn Guðmundur Erlingsson lánaði mér. Titill bókarinnar gæti jafnvel átt við Japan og atburðina í Fukushima.

Um var að ræða tveggja þráða bók, annars vegar algera fantasíu um minnislausan mann sem lendir í mjög undarlegu þorpi, og hins vegar mann sem starfar í hátækni-upplýsinga-geira framtíðarinnar, þar sem heilinn hans er annað hvort verkfæri eða leyndarmál (ég var aldrei almennilega viss). Báðar sögurnar rekja dularfulla atburði, báðar veraldir eru á mörkum hins raunverulega og samskipti allra persóna eru mjög óræð. Óvissa, leyndardómar og fyrirbæri á mörkum hins skiljanlega einkenna skrif Murakamis, á milli þess sem hann fjallar um núðlur, konur og popptónlist.

Bókin er meistaralega skrifuð og í kjölfarið mjálmaði ég fleiri Murakami bækur út úr Guðmundi eða keypti sjálfur, og las með áfergju, Norwegian wood, Dance dance dance, A wild sheep chase, The elephant vanishes, Wind up bird Chronicle og Sputnik sweetheart. Þær eru reyndar allar góðar, en mér fannst Norwegian wood angurværust, rolluleitin skemmtilegust og Wind up bird Chronicle dularfyllst. Síst fannst mér Sputnic sweetheart, en það gæti verið vegna þess að ég var orðin mettaður af Murakami. Hann, eins og líklega flestir höfundar, skrifa oftast svipaðan stíl ef ekki áþekkar sögur. Sömu þemu og einkenna Harðsoðna undralandið má finna í öllum hinum bókunum, og verða því óhjákvæmilega leiðigjörn til lengdar. Á tímabili taldi ég Murakami eiga skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum, en efast um það nú. Kannski dæmi ég hann of hart, af því ég las hann of stíft og í of mikilli hrifningu.


mbl.is Murakami gagnrýnir kjarnorkustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Murakami er snillingur. Ég las fyrst Wind up bird Chronicle, á dönsku reyndar og síðan hef ég lesið nokkrar aðrar, m.a. Norwegian Wood og einhverjar smásögur. Wind up bird Chronicle er að mínu mati best af þeim sem ég hef lesið og textar Murakamis fljóta áfram og maður sekkur í hugarheim hans. Ég tel enn að hann eigi eftir að fá Nóbelsverðlaun...eða vona það allavega, enda hrifning mín enn til staðar, las hann kannski ekki eins stíft og þú virðist hafa gert.

Mæli allavega með honum og nú langar mig bara að fara að lesa meira með honum á næstunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Svatli

Ég ætti kannski að líta aftur Harðsoðna undralandið eða fjaðrafuglskróníkuna. Hef einhvernvegin fests í vísindabókum upp á síðkastið, en las þó Afleggjarann í fyrra (hún var ljómandi fín, ekkert sérstaklega dularfull eða spennandi, en samt ákaflega viðkunnanleg). Langaði alltaf að birta hér pistla um forvitnilegar bækur en verð að takmarka mig, dagvinnunar og fjölskyldunnar vegna.

Arnar Pálsson, 10.6.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband