Leita í fréttum mbl.is

Jafn alvarlegt og lygar O´Reilly?

Blaðamenn, fréttamenn og ritstjórar bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa að segja frá því sem gerist á heiðarlegan og skýran hátt, til að lesendur skilji mikilvæg mál og veröldina betur. Ef þeir gera mistök, þurfa þeir að axla ábyrgð.

Á Íslandi fyrir aldamót voru flest blöð tengd stjórnmálaflokkum, með nokkrum athyglisverðum undantekningum. Í dag eru stærstu blöðin hérlendis, Fréttablaðið og Morgunblaðið bæði í eigu fjársterkra aðilla sem hafa hag af því að meira sé fjallað um sum mál og minna um önnur. Að mínu mati eru bestu fréttamiðlarnir hérlendis eru kjarninn.is, stundin.is og fréttastofa RÚV.

Erlendis eru margir prentmiðlar sjálfstæðari en útbreiddu íslensku blöðin, t.d. í bandaríkjunum NY Times (í eigu Ochs Sulzberger fjölskyldunar) og Washington post (Jeff Bezos - eigandi Amazon.com). En jafnvel stór og virt blöð geta gert mistök, eins og nýjustu fréttir af minningargöngunni í Selma bera með sér. Þá valdi NYTimes að klippa til myndir af viðburðinum, og sýna bara nýjasta forseta Bandaríkjanna (Obama) en ekki þann næstnýjasta (Bush jr). Í fréttinni er fjallað um ræðu Obama sem hann flutti af viðburðinum (sjá neðst).

Klippingin á myndinni hefur verið gagnrýnd, og það verður athyglisvert að sjá hvernig blaðið bregst við.

Fyrir nokkrum árum komst upp að blaðamaður hjá NY Times hafði spunnið upp viðtöl fyrir fréttir, og jafnvel logið til um að hafa verið á vettvangi. Hann var rekinn.

Fyrir skemmstu var sagt frá því að fréttamaðurinn Brian Williams á NBC hafi sagt ósatt um þyrluferð í Írak. Hann baðst afsökunar í sjónvarpi og sagði upp.

Nú eftir áramót bárust fréttir af því að Bill O´Reilly, sem þekktur er úr O´Reilly factor á Fox, hafi logið því að hann hafi lent í átökum. Hann slær iðullega um sig með yfirlýsingum um að hann hafi lent í skotbardaga í Falklandseyjastríðinu og átökum í borgastyrjöld í mið-ameríku. Blaðamenn á Motherjones komust að því að Bill hafi hreinlega logið, því nær engir fréttamenn fengu að koma til Falklandseyja í stríðinu. Bill hafði reyndar verið í Argentínu allan tíman og lent í einhverjum mótmælum, sem í minningu hans líta út eins og stríð.

O´Reilly hefur ekki beðist afsökunar eða viðurkennt lygarnar. Fox sjónvarpsstöðin stendur bak við sinn mann.

Tvöfalt siðgæði í praxís. Vonandi fjallar mbl.is og Morgunblaðið einnig um gloríur O´Reillys.

Ítarefni:

Motherjones Thu Feb. 19, 2015 David Corn and Daniel Schulman Bill O'Reilly Has His Own Brian Williams Problem


mbl.is Sakað um að fjarlægja Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, þegar þú sérð myndina þá er ljóst að til þess að hafa Obama fyrir miðju, sem þykir sjálfsagt, hann er nú einu sinni forsetinn, þá þarf að skera af myndinni og Bush varð að fjúka. Það hefði verið meira en lítið hallærislegt að hafa Obama til hliðar á myndinni svo hægt væri að koma Bush fyrir, hvað sem manni annars finnst um þá kumpána hvorn fyrir sig.

MLK (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 21:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessu er ég ósammála. Á myndinni eiga skilyrðislaust að sjást allir þeir sem þarna voru nógu framarlega til þess að vera á henni, annað er fréttafölsun í formi hálfsannleiks, en hálfsannleikur eða hvít lygi er oft verri en lygi. 

Skiptir þá einu hvað mig varðar, að ég hef minna álit á Georg W. Bush en flestum öðrum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2015 kl. 15:49

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Það er minnst á Bush í fréttinni sjálfri, sem fjallar að mestu um ræðu Obama og inntak hennar.

Ég geri ráð fyrir að MLK og líklega blaðamennirnir og ritstjórarnir hafi hugsað að það væri nægileg ástæða til að sníða myndina á þennan hátt.

Stóra myndin er ekki með góða uppbyggingu - en það á ekki að ráða úrslitum. Stundum verða lélegar myndir að duga, Omaha strönd t.d.

Í nútíma miðli hefði einhver freistast til að skipta fréttinni upp, fjalla um gönguna sem forsetarnir leiddu og ræðu Obama sem tók á stóru vandamálunum sem upprunalega Selma gangan lagði áherslu á, og hafa ekki verið leyst.

Ég held að NYTimes hafi gert mistök í þessu máli, en mér sýnist á vefsíðu tímaritsins að þeir hafi ekki viðurkennt það.

Arnar Pálsson, 12.3.2015 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband