Leita í fréttum mbl.is

Í boði leiðréttingarinnar?

Eins og kjarninn hefur fjallað um er leiðréttingin ansi sérkennilega útfærð.

Þórður Snær Júlíusson fjallað um þetta 11. nóvember, í pistlinum leiðréttingin leiðrétt.

Þá fengu 3.281 aðilar, 539 einstaklingar 2.742 hjón eða sambúðarfólk, sem skulduðu yfir 45 milljónir króna samþykkta leiðréttingu. Ef þú skuldar yfir 45 milljónir króna í íbúðarhúsnæði, og hefur ekki nýtt þér önnur skuldaniðurfellingarúrræði hingað til, þá ertu væntanlega í mjög dýru húsnæði og með helvíti fínar tekjur til að þjónusta skuldirnar sem því fylgja...

Glærurnar urðu síðan bara skrýtnari og skrýtnari. Þar var til að mynda sett fram sem jákvæð niðurstaða að um 70 prósent millifærslunnar fari til hjóna sem eiga minna en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga minna en ellefu milljónir króna í eigið fé.

Það þýðir að 30 prósent fara til hjóna sem eiga meira en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga meira en ellefu milljónir króna í eigið fé. 24 milljarðar króna af skattfé renna til þessa hóps.

Og að auki kyndir leiðréttingin undir fasteignaverð og þannig verðbólgu, sem kemur verst niður á þeim sem minnst hafa.

Það þarf ekki að fjölyrða um forgangsröð ríkistjórnar.


mbl.is Mikil aukning í sölu lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband