13.10.2010 | 10:02
Arfleifð Darwins: á 30% afslætti í Bóksölu stúdenta
Fyrir rúmri viku var haldin útgáfuhátíð bókarinnar Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning. Bókin er gefin út í tilefni þess að í fyrra voru 150 ár liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna og 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwin. Markmið bókarinnar er að kynna íslendingum þróunarkenninguna, sem varpar ljósi á flest líffræðileg fyrirbæri og hefur vægi í læknisfræði, jarðfræði og jafnvel tölvunarfræði. Eins og við segjum í inngangi:
Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur. Þróunarkenning Darwins er samsett úr fjölmörgum prófanlegum tilgátum sem fjalla t.d. um byggingu þróunartrésins, náttúrulegt val, tilurð aðlagana og áhrif annarra krafta. Um ástæður þróunar, byggingu þróunartrésins og breytingar, t.d. í steingervingasögu, má setja fram tilgátur sem hægt er bæði að styðja og hafna. Þróunarkenningin hefur staðist öll próf, og því má tala um hana sem staðreynd. [skáletrun AP]
Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út og býður í samstarfi við Bóksölu stúdenta upp á tilboðsverð á bókinni allan októbermánuð.
Fjallað hefur verið um bókina í Vísindaþætti Útvarps sögu, Víðsjá og Samfélaginu í nærmynd.
Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2010 | 15:09
BMI og erfðaþættir
BMI er skammstöfun fyrir body mass index, sem er mælikvarði á hlutfallið á milli hæðar og breiddar mannfólks. Til að reikna út BMI er deilt í þyngdina með hæð í öðru veldi. Maður sem væri 80 kg og 1,60 m, myndi vera með BMI = 80 kg / (1,60 x 1,60) = 31,25. Önnur leið er að deila fyrst í þyngdina með 1,60 og síðan aftur í þá útkomu með 1,60. Það liti út svona í dæminu okkar 80 kg / 1,60 = 40. Og 40 / 1,60 = 31,25. Einnig er hægt að nota reiknivélar á netinu...en það er ekki jafn gaman og að reikna sjálfur.
BMI er einföld stærð í mælingu, til þarf vog og málband, og það er athyglisvert að hún hefur meira forspár gildi en 1000 dollara erfðapróf fyrir líkurnar á sykursýki af gerð 2. Miklar framfarir hafi orðið í mannerfðafræði á síðustu árum, þ.e. margir erfðaþættir sem auka líkurnar á tilteknum sjúkdómum hafa fundist. Flestir þessara þátta hafa hins vegar væg áhrif - auka líkurnar á sjúkdómum um tugi prósenta í mesta falli.
Þó nokkrir erfðaþættir hafa fundist sem auka líkurnar á sykursýki af gerð 2, frá því að decode birti grein um TCF2L7 árið 2006. Samt útskýra þessir erfðaþættir einungis 5-10% af arfgengi sjúkdómsins. Þetta er þrátt fyrir gríðarlega stórar rannsóknir, með þúsundum sjúklinga þar sem hundruðir þúsunda stökkbreytinga (erfðamarkar) var skoðaður í hverjum einstaklingi.
Staðan er sú að erfðafræðingar eru farnir að tala um hið dulda arfgengi (hidden heritability), og eru margar uppástungur á því hvað útskýrir hið dulda arfgengi.
Það sem er mikilvægast við rannsóknina sem decode tók þátt í er að finna erfðaþætti sem liggja til grundvallar mun á fitusöfnun, stærð og breidd. Einnig er forvitninlegt, þótt fyrirsjáanlegt, að sumir þættir hafa bara áhrif í öðru kyninu. Þetta er það sem talað er um sem sex-by-gene interaction.
Leiðrétting: Fyrsta jafnan og útreikningarnir fyrir BMI voru rangir. Deilt var í gegn með rangri stærð. Bestu þakkir til Ólafs Guðlaugssonar fyrir ábendingu og leiðréttingu.
Ítarfefni:
Genetic Architecture of Type 2 Diabetes: Recent Progress and Clinical Implications Richard W. Grant,ofl Diabetes care.
Meta-analysis identifies 13 new loci associated with waist-hip ratio and reveals sexual dimorphism in the genetic basis of fat distribution Iris M Heid ofl. Nature Genetics 2010 (bara ágripið er aðgengilegt).
What is the body mass index (BMI)? á vefsíðu NHS í UK.
![]() |
Uppgötva arfgenga breytanleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 12.10.2010 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2010 | 11:02
Rannsóknarþing Verkfræði og náttúruvísindasviðs HÍ
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 10:27
Grunnannsóknir á tímum kreppu og hlutverk háskóla
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó