Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki mikilvćgi vísinda

Fyrir rúmri viku stóđ fyrir dyrum ţriđja umrćđa fjárlaga ríkisins. Í ţeirri útgáfu fjárlagafrumvarpsins var gert ráđ fyrir 146.6 milljón króna niđurskurđi á framlagi til Rannsóknasjóđi Vísinda og tćkniráđs. Af ţví tilefni var efnt til undirskriftarlista og mótmćla. Viđ og nokkrir félagar í vísindasamfélaginu rituđu opiđ bréf sem sent var á ţorra ţingheims. Ákall til ţingmanna: Kröftug fjárfesting í vísindarannsóknum er forsenda framţróunar.

Hluti bréfsins birtist hér ađ neđan.

Sú fregn hefur borist ađ til standi ađ lćkka framlag í Rannsóknasjóđ um 146.6 milljónir í fjárlagafrumvarpi fyrir áriđ 2019. Í stefnu Vísinda- og tćkniráđs 2017-2019 segir „Leiđarljós í stefnu Vísinda- og tćkniráđs er ađ fjárfesting í rannsóknum og ţróun nái 3% af vergri landsframleiđslu fyrir áriđ 2024.“ Til ţess ţarf fjörutíu prósent aukningu miđađ viđ áriđ 2017, eđa tćpa fjóra milljarđa króna á ári. Framlag ríkisins til samkeppnissjóđa ćtti ţessu samkvćmt ađ margfaldast. Ţví er međ öllu óskiljanlegt ađ nú sé lagt til ađ minnka framlag til Rannsóknasjóđs Vísinda- og tćkniráđs, sem er hornsteinn grunnrannsókna á Íslandi.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir áriđ 2019 segir viđ liđ 7.1: „Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir áriđ 2019 er áćtluđ 8.350,2 m.kr. og hćkkar um 650,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum ađ frátöldum almennum launa- og verđlagsbreyting um en ţćr nema 51,2 m.kr. “ Helsta breyting á fjárheimildum málaflokksins er hćkkun á framlagi til rammaáćtlana ESB um menntun, rannsóknir og tćkniţróun, um 807 m.kr. milli ára. Viđ fögnum aukinni fjárfestingu í sameiginlegum áćtlunum ESB, sem íslenskir vísindamenn sćkja einnig í en aukningin undir ţessum liđ skýrist líklega af samningsbundnu framlagi beintengdu vergri ţjóđarframleiđslu. Viđ höfum hins vegar verulegar áhyggjur af almennum mótvćgisađgerđum til ađ draga úr útgjaldavexti upp á 181,6 millj. kr. Spurst hefur út ađ niđurskurđurinn muni allur bitna á Rannsóknasjóđi Vísinda- og tćkniráđs, sem styrkir grunnrannsóknir á öllum frćđasviđum allt frá sjúkdómum, eldgosum og annarri náttúruvá, Íslandssögu ađ gervigreind og máltćkni. Viđ teljum rangt ađ almenn ađhaldskrafa bitni eingöngu á innlendum grunnrannsóknum. Sérstaklega í ljósi ţess ađ aukning í sameiginlegar áćtlanir ESB spanna mun fleiri flokka en grunnrannsóknir. Rannsóknasjóđur styrkir innlendar grunnrannsóknir, bćđa á viđfangsefnum međ alţjóđlega og íslenska skírskotun.

Reyndar var ţessi niđurskurđur á Rannsóknasjóđi tekinn til baka, samkvćmt yfirlýsingu formanns fjármálanefndar viđ upphaf ţriđju umrćđu fjárlaga. Ţetta var gert međ aukningu á fjárlögum til Rannsóknasjóđs og međ tilfćrslum innan liđa í fjárlaga frumvarpinu (sem ţýđir ađ peningar voru teknir af öđrum liđum einnig mikilvćgum í stađinn!)

Veruleiki íslenskra vísinda er ađ á hverju ári ţarf ađ minna stjórnvöld á mikilvćgi vísinda. Og ađ framlög til háskóla eru ekki nćgileg til ađ styrkja rannsóknir. Óháđir sjóđir eru nauđsynlegir. Í bréfinu til ţingmanna stóđ.

Framlag til háskóla eflir ekki grunnrannsóknir á sama hátt og samkeppnissjóđir Rannsóknaumhverfiđ á Íslandi er ţess eđlis ađ styrkir úr Rannsóknasjóđi er eina haldreipi flestra vísindamanna til ađ stunda rannsóknir. Ţví var haldiđ fram ađ lćkkun til sjóđa Vísinda- og tćkniráđs vćri réttlćtanleg vegna fyrirhugađrar 4% aukningar (skv. krónutölu) á fjárframlögum til háskóla landsins. Ţetta er mikill misskilningur.

Í fyrsta lagi stendur 4% hćkkun einungis undir launaskriđi starfsfólks háskólanna.*

Í öđru lagi er launakostnađur um 80% af kostnađi háskólanna, og lítiđ fé aukreitis fyrir rannsóknarsjóđi ţeirra. Til dćmis borgar međalstyrkur frá Rannsóknasjóđi HÍ laun grunnnema í 3 mánuđi. Á međan dugir styrkur úr Rannsóknasjóđi Vísinda- og Tćkniráđs t.a.m. fyrir launum tveggja doktorsnema í ţrjú ár.

Í ţriđja lagi, leggja háskólar lítiđ annađ međlag međ rannsóknum og ţví er ekki hćgt ađ rökstyđja lćkkuđ framlög í samkeppnissjóđi međ ţví ađ framlög til háskólanna hafi hćkkađ.

Í fjórđa lagi, hefur hluta af auknu fé til háskólanna veriđ beint í stođţjónustu, eins og t.d. Einkaleyfastofu, en ef styrkir til grunnrannsókna eru skornir skapast fćrri nýjungar til ađ sćkja um einkaleyfi á.

* Reyndar kom í ljós á máli Rektors HÍ á fundi í vikunni ađ 4% hćkkun á framlagi til HÍ dugar ekki fyrir launaskriđi. Ţađ ţyrfti 6% hćkkun bara til ađ standa undir launaskuldbindingum sem ríkiđ skrifađi undir í kjarasamningum viđ háskólakennara og prófessora. Háskólar eru settir í ţá ómögulegu stöđu ađ útgjöldin aukast hrađar en tekjurnar, og ţví fćkkar nýráđningum. Ţađ hefur alvarlegar afleiđingar fyrir deildir sem ţarfnast endurnýjunar, sem er ein ástćđan ţess ađ námsbraut í líffrćđi hefur ekki fengiđ ađ ráđa nýja kennara í stađ ţeirra 6 sem eru ađ hafa hćtt eđa munu láta af störfum á nćstu árum.

Spegillin fjallađi um ástand íslensks vísindasamfélags í vikunni.

Íslenskt vísindasamfélag er verulega vanfjármagnađ og ţeim vísindamönnum sem fá rannsóknarstyrki hefur hlutfallslega fćkkađ. Tvöfalda ţyrfti ef ekki margfalda sjóđina, segir Erna Magnúsdóttir, dósent viđ Lćknadeild Háskóla Íslands og forseti Vísindafélags Íslendinga. Styrkirnir eru svo lágir ađ íslenskir vísindamenn erlendis flytja ekki heim eftir nám.
 

Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi

Lagt var til, viđ umrćđu um fjárlagafrumvarpiđ á Alţingi, ađ draga úr fjárveitingum til rannsóknarsjóđs Vísinda- og tćkniráđs um tćpar 147 milljónir sem eru um 17%. Vísindamenn brugđust hart viđ og hófu undirskriftasöfnun og skrifuđu tćplega 1000 vísindamenn undir áskorun til alţingismanna. Viđ upphaf ţriđju umrćđu á Alţingi var svo hćtt viđ niđurskurđinn. 
Ţađ vakti athygli ađ í áskoruninni var međal annars bent á ţađ ađ ţegar vćri mikill atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi. Spegillinn hélt ţví á fund viđ Ernu til ađ rćđa viđ hana um stöđu vísindarannsókna á Íslandi og atgervisflóttann.

Undirfjármögnun háskólanna og undirfjármögnun rannsóknasjóđanna eru ólíkar birtingarmyndir sama vandamáls. Íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki mikilvćgi vísinda. Eđa allavega ekki nćgilega margir ţeirra til ađ umbćtur nái í gegn.


Hvetjum stjórnvöld til ađ falla frá niđurskurđi til vísinda

Hvetjum stjórnvöld til ađ falla frá niđurskurđi til vísinda

Fjárlagafrumvarp fyrir áriđ 2019 gerir ráđ fyrir stórfelldum niđurskurđi til Rannsóknasjóđs  Vísinda- og tćkniráđs nćstu árin, ţrátt fyrir ađ fjárveitingar til hans sé nú mikiđ lćgri en í sambćrilega sjóđi á nágrannalöndunum.

 • Vísindi eru undirstađa framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu
 • Samkeppnissjóđir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliđun og eru nauđsynlegir til ađ íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóđi
 • Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er ţegar orđinn mikill og ljóst ađ hann muni aukast ef af fyrirhuguđum niđurskurđi verđur, ţar sem 25 störf ungra vísindamanna munu ţá hverfa strax á nćsta ári

Í nýlegri stefnu Vísinda- og tćkniráđs, sem stýrt er af forsćtisráđherra, eru metnađarfull og skýr markmiđ um eflingu íslensks ţekkingarsamfélags. Ţar er međal annars gert ráđ fyrir ađ fjárfesting í ransóknum og ţróun fari úr 2 í 3% af landsframleiđslu, en til ţess einungis ađ halda í viđ núverandi landsframleiđslu ţyrfti ađ auka fjármagn í Rannsóknasjóđ um milljarđ.

Viđ, undirrituđ, hvetjum stjórnvöld til ađ hugsa til framtíđar og auka fjárveitingar til samkeppnissjóđa Vísinda- og tćkniráđs.

https://is.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_i_visindi


Hiđ innra drif, aflvaki góđra vísinda

Hvađa hvatningu ţurfa akademískir starfsmenn til ađ vinna vel? Ađ mínu viti er mikilvćgt ađ drifiđ til ađ stunda góđ vísindi, kenna af ástríđu eđa vilja bćta samfélagiđ og veröldina komi innan frá. Ekki vegna ţess ađ akademískir starfsmenn vćnti launagreiđslu í lok árs, medalíu frá skólanum fyrir góđ störf, karamellu í vikulok.

 

Samt fá háskólakennarar launabónusa fyrir rannsóknar „afköst“ sem metiđ er međ mats og hvatakerfi háskólans. Spurning er hverus langt á ađ ganga í ţeirri vitleysunni. Ćtti ađ gefa rannsóknarpunkt fyrir ađ mćta á háskólaţing? Og annan fyrir ađ taka ţátt í umrćđum og skrifa á skođanir á blađ?

 

 

Ég tel ytri hvatning ekki nauđsynlega og ef til vill til óţurftar fyrir starf háskóla og vísindi almennt. Ţađ var skođun Edward Lewis, sem fékk Nóbelsverđlaun í lćknis- og lífeđlisfrćđi áriđ 1995 fyrir ađ uppgötva hox genin. Hann taldi ađ of mikiđ hrós myndi grafa undan ţroska doktorsnema. Hann sagđi „í drottins nafni, ekki hvetja ţau“ („For Gods sake do not encourage them“). Hans skođun var sú, ađ doktorsnemar yrđu ađ finna sitt innra drif og áhuga til ađ vinna starf sitt vel.

 

Edward vann ađ rannsóknum á sínu sviđi erfđafrćđi um áratuga skeiđ. Hann var ţolinmóđur og samviskusamur, setti t.d. upp 50.000 ólíkar ćxlunartilraunir á starfsferli sínum. Hann birti niđurstöđur sínar, en var ekki međ mesta „framleiđni“ í deildinni sinni. Hann var ţolinmóđur og fylgdi eftir tilgátum sínum, enda voru nóbelsverđlaunin gefin fyrir uppgötvanir hans ekki fjölda greina sem hann birti.

Ítarefni:

Ćviágrip Edward B. Lewis á vef Nóbelsverđlauna nefndarinnar.

Pétur H. Petersen og Arnar Pálsson, Fréttablađiđ 2016. Gallađ vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gćđum visinda.


Vísindaspjall 2018

Föstudaginn 16. nóvember 2018 verđur vísindaspjall og ađalfundur Líffrćđifélags Íslands haldinn á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.

Ađalfundurinn verđur frá. 19:30 til 20:00, og hefst vísindaspjalliđ í beinu framhaldi ca. kl. 20:00.

Ţema kvöldsins verđur “Vísindi í fjölmiđlum” . Viđ fáum til okkar góđa gesti sem hafa einmitt miđlađ vísindum í fjölmiđla upp á síđkastiđ á mismunandi máta:

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfrćđingur hjá Hafrannsóknastofnun
Kjartan Hreinn Njálsson, ritstjóri hjá Fréttablađinu
Rannveig Magnúsdóttir ,líffrćđingur hjá Landvernd og TEDx fyrirlesari
Sćvar Helgi Bragason, jarđfrćđingur, ritstjóri Stjörnufrćđivefsins og ţáttastjórnandi Sjónaukans

Kvöldiđ verđur á léttu nótunum og ţví tilvaliđ fyrir líffrćđinga og áhugamenn um líffrćđi ađ auka tengslanetiđ. Endilega skráiđ ykkur á viđburđinn hér: http://ww.facebook.com/events/343268402886668

eđa međ ţví ađ senda póst á stjorn@biologia.is, svo ađ hćgt sé ađ áćtla fjölda.

450px-sargassosea.gifHvađ? Hefđbundin ađalfundarstörf og síđan vísindaspjall međ nokkrum góđum gestum. Ţema kvöldsins verđur “Vísindi í fjölmiđlum”.

Meiri upplýsingar um viđburđinn: http://biologia.is/vidburdir/visindaspjall-og-adalfundur-2018/

og skráning hér: http://ww.facebook.com/events/343268402886668

eđa međ ţví ađ senda póst á stjorn@biologia.is, svo ađ hćgt sé ađ áćtla fjölda.

Allir velkomnir og ókeypis inn.

Mynd af ţanghafinu utan úr geimnum.


Nóbelsverđlaun í hagnýtri ţróunarfrćđi

Hvernig getum viđ ţróađ ný lyf, betri ensím og hreinari efnavörur?

 

Ein leiđ er ađ ráđa Darwin í vinnu. Eđa öllu heldur hagnýta ţróunarlögmáliđ.

 

Nóbelsverđlaunin fyrir efnafrćđi áriđ 2018 voru veitt ţremur vísindamönnum sem voru frumkvöđlar í ţví ađ hagnýta náttúrulegt val til ađ ná framförum í efna og prótínsmíđ.

 

Margir vísindamenn vinna viđ ađ leysa hagnýt vandamál, t.d. ađ búa til kröftugari sýklalyf eđa lyf međ minni aukaverkunum. Ein leiđ til ađ gera slíkt er ađ reyna ađ hanna betri sameindir, út frá bestu ţekkingu á virkni ţeirra eđa efnasamsetningu. Hin leiđin er sú ađ hagnýta hiđ náttúrulegusta af öllum lögmálum lífríkisins, sem Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace lýstu í greinum áriđ 1858.

 

Lögmáliđ byggir á nokkrum grunnforsendum.

 

Í fyrsta lagi, breytileiki ţarf ađ vera til stađar.

 

Í öđru lagi, ţarf breytileikinn ađ vera arfgengur ađ einhverjum hluta.

 

Í ţriđja lagi, ţarf breytileikinn ađ hafa áhrif á viđgang einstaklings (eđa gerđar).

 

Í fjórđa lagi, barátta er fyrir lífinu, fleiri einstaklingar verđa til en komast til nćstu kynslóđar. Af ţessum fjórum forsendum mun náttúrulegt val leiđa til ađlögunar, og betrumbćta lífverur og eiginleika ţeirra.

 

Náttúrulegu vali má beita til ađ "ţróa" virkni efna og prótína.

 

Sem er einmitt ţađ sem Frances Arnold gerđi í rannsóknum sínum á seinni hluta síđustu aldar. Fyrst reyndi hún ađ nota upplýstar ađferđir, ţ.e.a.s. ađ nota sína bestu ţekkingu á eiginleikum prótína til ađ gera ensímin betri. En besta ţekking var ónóg, og ávinningurinn takmarkađur. Náttúrulegt val er hinsvegar blint, ţađ ţarf ekki ađ vita neitt um eiginleika lífveranna, heldur veljast skástu gerđirnar fram yfir hinar, alveg sjálfkrafa.

 

Ţađ sem Frances gerđi var ađ einangra gen fyrir tiltekiđ ensím. Geninu var stökkbreytt handahófskennt, búnar til hundruđir eđa ţúsundir af ólíkum gerđum, međ erfđatćkni og fjölgun í örverum. Ţví nćst var valiđ á grundvelli virkni ensímsins, og ţau tilbrigđi af geninu notuđ fyrir nćstu umferđ. Međ ţví ađ endurtaka ferliđ nokkrum sinnum varđ alltaf til betra og betra ensím.

 

Í einni tilraun varđ til 200 sinnum virkara ensím á 3 kynslóđum.

 

Nćsta bylting í frćđunum var síđan ţegar útrađastokkun var hagnýtt. Ţar var ólíkum útgáfum af tilteknu geni stokkađ saman, dáldiđ eins og ţegar spil eru stokkuđ. Ţetta ferli finnst líka í náttúrunni, ţegar litningar eru stokkađir saman í ferli sem kallat endurröđun. Ţađ hefur einnig ávinning fyrir ţróun lífvera, og vitanlega einnig gervival fyrir betri ensímum.

 

Međ rannsóknum sínum gat Frances Arnold og samstarfsmenn hagnýtt náttúruleg lögmál.

 

Arnold deildi verđlaununum međ George P. Smith og Gregory P. Winter. Ţeirra framlag gekk út á svipađa hagnýtingu ţróunarlögmálsins, međ ţví ađ fjöldaframleiđa ólík prótín á ytrabyrđi veiruagna, sem auđveldar skimanir fyrir breytileika í lífvirkni ţeirra.

 

Ítarefni:

Use of Evolution to Design Molecules Nets Nobel Prize in Chemistry for 3 Scientist, NY Times, 3. október 2018.

 

 


Vísindaspjall 16. nóvember á Kex

Föstudaginn 16. nóvember 2018 verđur vísindaspjall og ađalfundur Líffrćđifélagsins haldinn á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Húsiđ opnar kl. 19:15, ađalfundurinn verđur frá 19:30 til 20:00, og svo hefst vísindaspjalliđ í beinu framhaldi ca. kl. 20:00. Meiri upplýsingar um viđburđinn á vef félagsins og Facebook, og einnig ađ neđan.
 

Dagskrá ađalfundar

 1. Skýrsla stjórnar
  b. Lagđir fram skođađir reikningar félagsins
  c. Lagabreytingar (sćkja skjal)
  d. Kosning stjórnar
  e. Önnur mál

Stjórn félagsins skipa Lísa Anne Libungan formađur, Guđmundur Árni Ţórisson vefstjóri, Hlynur Bárđarson gjaldkeri, Hrönn Egilsdóttir og Eva María Sigurbjörnsdóttir međstjórnendur. Varamađur í stjórn er Lovísa Ólöf Guđmundsdóttir og skođunarmađur reikninga Snorri Páll Davíđsson.

Kjörtímabiliđ eru tvö ár og rennur ţví út kjörtímabil ţriggja stjórnarmanna, ţeirra Lísu, Hrannar og Evu Maríu. Lísa gefur kost á sér til endurkjörs.
 

Vísindaspjalliđ

Ţema kvöldsins verđur "Vísindi í fjölmiđlum" . Viđ fáum til okkar góđa gesti sem hafa einmitt miđlađ vísindum í fjölmiđla upp á síđkastiđ á mismunandi máta:

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfrćđingur hjá Hafrannsóknastofnun
Kjartan Hreinn Njálsson, ritstjóri hjá Fréttablađinu
Rannveig Magnúsdóttir, líffrćđingur hjá Landvernd og TEDx fyrirlesari
Sćvar Helgi Bragason, jarđfrćđingur, ritstjóri Stjörnufrćđivefsins og ţáttastjórnandi Sjónaukans

Kvöldiđ verđur á léttu nótunum og ţví tilvaliđ fyrir líffrćđinga og áhugamenn um líffrćđi ađ auka tengslanetiđ. Endilega skráiđ ykkur á viđburđinn hér: http://ww.facebook.com/events/343268402886668

eđa međ ţví ađ senda póst á stjorn@biologia.is, svo ađ hćgt sé ađ áćtla fjölda.


Er hćgt ađ klóna gćludýr?

Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum?

Upprunalega spurningin hljóđađi svona:
Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr?

Arnar Pálsson. „Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum?“ Vísindavefurinn, 12. september 2018.

Svariđ viđ ţessari spurningu fer dálítiđ eftir ţví hverrar tegundar gćludýriđ er. Í raun er afar einfalt ađ klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viđráđanlegir en ómögulegt er ađ klóna skjaldbökur og ranabjöllur. Ţeir sem eiga kött eđa hund sem ţjáist af alvarlegum sjúkdómi geta leitađ til fyrirtćkja sem sinna klónunarţjónustu en árangurinn er ekki tryggur. Rétt er ađ taka fram ađ ţessi ţjónusta er mjög dýr!

Klónun, eđa einrćktun, felur í sér ađ búa til nýjan einstakling međ sömu erfđasamsetningu og annar einstaklingur (frumgerđin). Nýi einstaklingurinn verđur međ sama erfđaefni og frumgerđin, rétt eins og eineggja tvíburar. Eineggja tvíburar eru međ sama erfđaefni og eru ţví líkari en venjuleg systkini. En eineggja tvíburar og klónar eru ALDREI nákvćmlega eins, hvorki erfđafrćđilega né í svipfari.[1]

Klónun er framkvćmd á tilraunastofu međ ţví ađ fjarlćgja kjarna úr eggfrumu og láta líkamsfrumu renna saman viđ kjarnalausa eggiđ. Ef eggiđ virkjast og ţroskun hefst getur ný lífvera vaxiđ. Í tilfelli spendýra ţarf ađ flytja fósturvísinn í stađgöngumóđur og bíđa međgönguna eftir fćđingu klónsins. Fyrstu dýrin sem klónuđ voru međ ţessari ađferđ voru ígulker, froskar og kindin Dollý. Hestar, hundar og kettir fylgdu fljótt í kjölfariđ.

Nú bjóđa fyrirtćki í Suđur-Kóreu og Bandaríkjunum upp á klónun hunda og katta. Fyrir nokkrar milljónir króna taka ţeir frumur úr (stundum dauđvona) hundi eđa ketti og gera tilraun til ađ klóna viđkomandi međ samskonar ađferđ og beitt var ţegar Dollý var klónuđ. Fyrirtćkin leggja áherslu á ađ um tilraun sé ađ rćđa, ekki er öruggt ađ hún takist. Til ađ hún gangi upp ţarf heillegar frumur úr gćludýrinu. Einnig ţarf nokkur egg úr sömu tegund, kjarna eggjanna ţarf ađ fjarlćgja og láta frumurnar svo renna saman viđ ţau. Ef kjarninn virkar nćgileg vel og ţroskun hefst eru kímblöđrur settar í leg stađgöngumćđra sem ganga međ fóstrin. Eins og gefur ađ skilja eru mörg skref á ţessari leiđ og alls óvíst ađ hún heppnist í öllum tilfellum. Ţar sem gćludýraklónunarţjónusta er afar kostnađarsöm (verđiđ hleypur á nokkrum milljónum eftir dýrategundum) hafa ađallega auđugir gćludýraeigendur nýtt sér hana. Síđla vetrar 2018 bárust tíđindi af ţví ađ bandaríska söng- og leikkonan Barbra Streisand hefđi látiđ klóna tíkina Samönthu. Klónunin heppnađist og fékk söngkonan tvo hunda sem hún nefndi Miss Scarlet og Miss Violet. Samkvćmt viđtali í dćgurmálablađinu Variety var Barbra undrandi á ađ hundarnir tveir vćru ekki eins, sérstaklega ekki persónuleikar ţeirra.

Ástćđurnar fyrir ţví ađ klónar eru ekki nákvćmlega eins er sú sama og ađ eineggja tvíburar eru ekki nákvćmlega eins. Eiginleikar lífvera eru tilkomnir vegna gena, umhverfis, samspils gena og umhverfis og líka tilviljana.

Í fyrsta lagi er erfđaefni tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eđa eineggja tvíbura, aldrei nákvćmlega eins. Viđ hverja skiptingu líkamsfruma geta orđiđ stökkbreytingar sem leiđa til dćmis til erfđafrćđilegs munar á eineggja tvíburum en einnig innan sama einstaklings. Ţađ er einmitt rótin ađ krabbameinum, uppsöfnun stökkbreytinga í líkamsfrumum yfir ćvina. Í öđru lagi er umhverfi tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eđa eineggja, aldrei nákvćmlega eins. Annar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn var lengur í sólinni og brann, annar veiktist af flensunni tveggja ára en hinn ekki og svo framvegis. Milljónir ólíkra umhverfisţátta móta ţannig klóna og engin leiđ er ađ tryggja ađ tveir einstaklingar alist upp og ţroskist á nákvćmlega sama hátt.

 

Í ţriđja lagi er flókiđ samspil milli erfđa og umhverfis, sem ekki verđur útskýrt frekar hér.

Í fjórđa lagi getur tilviljun í hegđan sameinda og ferlum ţroskunar valdiđ ţví ađ tveir einstaklingar međ sömu gen í sama umhverfi verđa ólíkir. Orsökin er suđ[2] í styrk og virkni sameinda og fruma innan líkamans sem getur leitt til ţess ađ annar fótur verđur styttri en hinn eđa heilahvelin ţroskast ólíkt í eineggja tvíburum. Ţví kemur ekki sérstaklega á óvart ađ klónar frú Streisand séu ekki nákvćmlega eins.

Samantekt:

 • Hćgt er ađ láta klóna viss gćludýr, til dćmis hunda og ketti.
 • Klónar líta ekki eins út og frumgerđin.
 • Klónar verđa ekki saman persónan og frumgerđin.
 • Ástćđurnar eru breytileiki í genum líkamsfruma, umhverfisţáttum og tilviljunin sjálf.

Tilvísanir:

 1. ^ Sama hversu oft bent er á ţetta eina par tvíeggja tvíbura sem dó úr sama sjúkdómi sama daginn. Nćr allir hinir eineggja tvíburarnir deyja á mismunandi dögum úr ólíkum sjúkdómum.
 2. ^ Međ suđi er átt viđ ađ ekki er jafnmikiđ myndađ af öllum prótínum í öllum frumum af sömu gerđ sem getur leitt til ţess ađ líffćri virka mismunandi eđa vefir ţroskast ólíkt.

mbl.is Klón kostar sex milljónir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđstefna um siđfrćđi lćknavísinda

Á morgun hefst í Hörpu ráđstefna á vegum heimssamtaka lćknafélaga, world medical association. Ţar verđur norrćna lífsiđanefndin međ málstofu um óbeinar skimanir á fóstrum fyrir fćđingu (noninvasive prenatal testing). Hingađ til hefur veriđ nauđsynlegt ađ taka sýni úr fóstri eđa fylgju til ađ greina ástand eđa erfđasamsetningu fósturs. En nú hefur tćkni fleygt fram, og hćgt er ađ greina erfđasamsetningu fósturs međ ţví ađ rađgreina blóđsýni úr ţungađri konu.

Hvađa siđferđilegu gildi eiga ađ hjálpa okkur ađ ákveđa hverju viđ viljum skima fyrir?

Hvernig upplýsum viđ verđandi foreldra?

Hvađ er hćgt ađ gera ef alvarlegir erfđagallar finnast á fósturskeiđi?

Full dagskrá ráđstefnunar er ađgengileg.

 


Ćvintýri og raunir tilraunastofustúlkunnar

Skógurinn lifđi í myrkrinu. Fyrir 2 til 8 milljónum ára var jörđin mun hlýrri og grćnni en nú. Stórir skógar uxu norđan heimskautsbaugs, en sumrin voru eins björt og veturnir eins dimmir og nú. Ţannig ađ nyrst í Kanada og Síberíu voru skógar sem lifđu af heimskautavetur og myrkur. En hvernig gátu trén lifađ viđ slíkar ađstćđur, án sólar í 2 eđa fleiri mánuđi? Tré hafa einstakar ađferđir til ađ ţola vetur. Helsta áskorunin er vitanlega frostiđ sem myndar ískristalla. Tré veita vatni úr frumum sínum í rými sem eru án annara sameinda, sem virka sem frć fyrir myndu ískristalla). En ég veit ekki almennilega hvernig ţau ţoldu myrkriđ.

 

Vísindakonan Hope Jahren er ein af ţeim sem rannsakađ hafa ţetta dularfulla vistkerfi. Hún hefur rannsakađ plöntur og vistkerfi, í nútíma og fjarlćgri fortíđ. Hún gaf nýlega út bókina tilraunastofustúlkan (e. lab girl) sem tvinnar á skemmtilegan hátt frásagnir af lífi hennar og rannsóknum. Á skiptast kaflar um líffrćđi eđa jarđfrćđi, t.a.m frásagnir af heimskautaskóginum eđa varnarköllum plantna međ hormónum, og minningarbrot frá ćsku hennar og vísindaferli. Hún ţurfti aldelis ađ berjast fyrir sínu í karllćgum heimi vísindanna en gafst ekki upp ţótt fellibylir mótlćtis byldu á henni. Svakalegt  var ađ lesa um ţegar yfirmađur hennar á John Hopkins bađ hana, langt komin á međgöngu og formlega í veikindaleyfi, um ađ sleppa ţví ađ mćta í vinnuna (af ţví ađ ţađ var of dramatískt fyrir starfsfólkiđ ađ horfa upp á ófríska konu). Einnig lýsir hún ţví hversu erfitt var ađ hljóta viđurkenningu félaga hennar í frćđunum, ţeir litu flestir á hana sem stelpuskjátu sem var ađ trođa sér í ţeirra klúbb. Ţetta er engin fjarlćg fortíđ, Jahren lýsir atburđum eins og ţeir gerđust á síđustu áratugum síđustu aldar og fyrstu tveimur ţessarar. Ţví miđur eirir enn töluvert af ţessum fornfálega hugsunarhćtti í vísindum, gamlir kallar á öllum aldri sem halda ađ vísindi séu strákasport og ađ konur séu í mesta lagi međ til skrauts. Í mínu starfi hef ég veriđ svo lánsamur ađ vinna međ mörgum öflugum vísindakonum, bćđi samstúdentum og samkennurum og svo einnig nemendum sem ég hef fengiđ ađ leiđbeina og ţjálfa. Ég get alveg vottađ ađ konur eru jafngóđar, ef ekki betri, en karlmenn í vísindum.

Lab_Girl_cover

 

 

Hvert er uppáhalds tréđ ţitt? Fyrir Hope Jahren var ţađ grenitré, náskylt blágrein sem óx fyrir utan gluggann hennar í Minnesota. Hún minnir okkur á ađ flest okkar, nema kannski íslendingar, munum vel eftir einhverju tilteknu tré úr ćsku okkar. Fyrir mér eru ţađ alaskavíđi hríslurnar í Kjósinni sem viđ frćndsystkynin fórum í höfrungahopp yfir. Hope minnir okkur á grćnu veröldina, gróđurinn sem bindur bróđurpart orkunnar sem stendur vistkerfum jarđar (ţar međ manninum) til bođa. Og í eftirmála hvetur hún okkur til ađ gróđursetja tré, hjálpa til viđ ađ vernda villta náttúru og berjast gegn loftslagsbreytingum.

 

Bókin er ákaflega vel skrifuđ. Hún byrjar reyndar dálítiđ rólega, á ćskuminningum Hope og hvernig ţađ verkađist ađ hún ákvađ ađ leggja stund á vísindi. Hvernig hún fékk ađ gramsa í efnafrćđigrćjum föđur síns og leika sér ađ ţví ađ setja saman grćjur og gera tilraunir. Og ađ hún hafi fundiđ út snemma ađ ţetta vćri hennar köllun, bćđi ţví ţađ var skemmtilegt og líka vegna ţess ađ hún hafđi tćkifćri til ađ stíga skref sem fátćk móđir hennar og fađir fengu ekki. En síđan koma bomburnar, afhjúpanir um andlegt ástand Hope, svakalegir atburđir og ákaflega forvitnileg persóna í Bill. Hann er einfari međ skóflu um öxl, mjög skarpur og handlaginn náungi međ svipađa ástríđu og Hope. Ţau verđa vísindafélagar, hún fékk hann ráđinn á tilraunastofuna sem hún vann doktorsverkefniđ sitt á, og svo fylgir hann henni til Georgíu, Baltimore, Cincinnati og Oahu sem tćknimađur. Púđriđ í bókinni eru frásagnir af ţeirra samrćđum og ćvintýrum. Ţar er af nógu af taka, hvort sem er gröftur í gegnum jarđlög viđ heimskautsbaug, kappakstur yfir bandaríkin í gegnum snjóstorm, jarđarför hárlufsu eđa sprengingar á tilraunastofu um miđja nótt. Ég mćli eindregiđ međ bókinni til aflestrar, hún verđur ađgengileg í Ţjóđarbókhlöđunni ţegar ég skila eintakinu.

Ítarefni:

Michiko Kakutani, umsögn um bókina ‘Lab Girl,’ Hope Jahren’s Road Map to the Secret Life of Plants 28. mars 2016. NY Times

https://www.nytimes.com/2016/03/29/books/review-lab-girl-hope-jahrens-road-map-to-the-secret-life-of-plants.html

Viđtal viđ Hope Jahren á PBS news hour 24 maí 2016. https://www.youtube.com/watch?v=UJa8dzBAhmY

Fréttatilkynning frá Ohio state University. Ancient forest emerges mummified from the Arctic: Clues to future warming impact 16. des. 2010.

https://www.sciencedaily.com/releases/2010/12/101215113243.htm

Fréttatilkynning frá John Hopkins University. Scientist Probes Fossil Oddity: Giant Redwoods Near North Pole 2002.

https://www.sciencedaily.com/releases/2002/03/020322074547.htm

 

 

 


Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum?

Upprunalega spurningin hljóđađi svona:

Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr?

Arnar Pálsson. „Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum?Vísindavefurinn, 12. september 2018.

Svariđ viđ ţessari spurningu fer dálítiđ eftir ţví hverrar tegundar gćludýriđ er. Í raun er afar einfalt ađ klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viđráđanlegir en ómögulegt er ađ klóna skjaldbökur og ranabjöllur. Ţeir sem eiga kött eđa hund sem ţjáist af alvarlegum sjúkdómi geta leitađ til fyrirtćkja sem sinna klónunarţjónustu en árangurinn er ekki tryggur. Rétt er ađ taka fram ađ ţessi ţjónusta er mjög dýr!

Klónun, eđa einrćktun, felur í sér ađ búa til nýjan einstakling međ sömu erfđasamsetningu og annar einstaklingur (frumgerđin). Nýi einstaklingurinn verđur međ sama erfđaefni og frumgerđin, rétt eins og eineggja tvíburar. Eineggja tvíburar eru međ sama erfđaefni og eru ţví líkari en venjuleg systkini. En eineggja tvíburar og klónar eru ALDREI nákvćmlega eins, hvorki erfđafrćđilega né í svipfari.[1]
 

Klónuđ dýr eru aldrei alveg nákvćmlega eins, ekki frekar en eineggja tvíburar.

Klónun er framkvćmd á tilraunastofu međ ţví ađ fjarlćgja kjarna úr eggfrumu og láta líkamsfrumu renna saman viđ kjarnalausa eggiđ. Ef eggiđ virkjast og ţroskun hefst getur ný lífvera vaxiđ. Í tilfelli spendýra ţarf ađ flytja fósturvísinn í stađgöngumóđur og bíđa međgönguna eftir fćđingu klónsins. Fyrstu dýrin sem klónuđ voru međ ţessari ađferđ voru ígulker, froskar og kindin Dollý. Hestar, hundar og kettir fylgdu fljótt í kjölfariđ.

Nú bjóđa fyrirtćki í Suđur-Kóreu og Bandaríkjunum upp á klónun hunda og katta. Fyrir nokkrar milljónir króna taka ţeir frumur úr (stundum dauđvona) hundi eđa ketti og gera tilraun til ađ klóna viđkomandi međ samskonar ađferđ og beitt var ţegar Dollý var klónuđ.

 

Gćludýr eru klónuđ sem samskonar ađferđ og beitt var ţegar kindin Dollý varđ til. Ađferđin byggir á ţví ađ fjarlćgja kjarna úr eggi og hvata samruna líkamsfrumu viđ eggiđ.

Fyrirtćkin leggja áherslu á ađ um tilraun sé ađ rćđa, ekki er öruggt ađ hún takist. Til ađ hún gangi upp ţarf heillegar frumur úr gćludýrinu. Einnig ţarf nokkur egg úr sömu tegund, kjarna eggjanna ţarf ađ fjarlćgja og láta frumurnar svo renna saman viđ ţau. Ef kjarninn virkar nćgileg vel og ţroskun hefst eru kímblöđrur settar í leg stađgöngumćđra sem ganga međ fóstrin. Eins og gefur ađ skilja eru mörg skref á ţessari leiđ og alls óvíst ađ hún heppnist í öllum tilfellum.

Ţar sem gćludýraklónunarţjónusta er afar kostnađarsöm (verđiđ hleypur á nokkrum milljónum eftir dýrategundum) hafa ađallega auđugir gćludýraeigendur nýtt sér hana. Síđla vetrar 2018 bárust tíđindi af ţví ađ bandaríska söng- og leikkonan Barbra Streisand hefđi látiđ klóna tíkina Samönthu. Klónunin heppnađist og fékk söngkonan tvo hunda sem hún nefndi Miss Scarlet og Miss Violet. Samkvćmt viđtali í dćgurmálablađinu Variety var Barbra undrandi á ađ hundarnir tveir vćru ekki eins, sérstaklega ekki persónuleikar ţeirra.

Barbra Streisand međ klónuđu hvolpana sína tvo.

Ástćđurnar fyrir ţví ađ klónar eru ekki nákvćmlega eins er sú sama og ađ eineggja tvíburar eru ekki nákvćmlega eins. Eiginleikar lífvera eru tilkomnir vegna gena, umhverfis, samspils gena og umhverfis og líka tilviljana.

Í fyrsta lagi er erfđaefni tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eđa eineggja tvíbura, aldrei nákvćmlega eins. Viđ hverja skiptingu líkamsfruma geta orđiđ stökkbreytingar sem leiđa til dćmis til erfđafrćđilegs munar á eineggja tvíburum en einnig innan sama einstaklings. Ţađ er einmitt rótin ađ krabbameinum, uppsöfnun stökkbreytinga í líkamsfrumum yfir ćvina.

 

Í öđru lagi er umhverfi tveggja einstaklinga, jafnvel klóna eđa eineggja, aldrei nákvćmlega eins. Annar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn var lengur í sólinni og brann, annar veiktist af flensunni tveggja ára en hinn ekki og svo framvegis. Milljónir ólíkra umhverfisţátta móta ţannig klóna og engin leiđ er ađ tryggja ađ tveir einstaklingar alist upp og ţroskist á nákvćmlega sama hátt.

Í ţriđja lagi er flókiđ samspil milli erfđa og umhverfis, sem ekki verđur útskýrt frekar hér.

 

Í fjórđa lagi getur tilviljun í hegđan sameinda og ferlum ţroskunar valdiđ ţví ađ tveir einstaklingar međ sömu gen í sama umhverfi verđa ólíkir. Orsökin er suđ[2] í styrk og virkni sameinda og fruma innan líkamans sem getur leitt til ţess ađ annar fótur verđur styttri en hinn eđa heilahvelin ţroskast ólíkt í eineggja tvíburum.

Ţví kemur ekki sérstaklega á óvart ađ klónar frú Streisand séu ekki nákvćmlega eins.

Samantekt:

 

 • Hćgt er ađ láta klóna viss gćludýr, til dćmis hunda og ketti.
 • Klónar líta ekki eins út og frumgerđin.
 • Klónar verđa ekki saman persónan og frumgerđin.
 • Ástćđurnar eru breytileiki í genum líkamsfruma, umhverfisţáttum og tilviljunin sjálf.
Tilvísanir:
 1. ^ Sama hversu oft bent er á ţetta eina par tvíeggja tvíbura sem dó úr sama sjúkdómi sama daginn. Nćr allir hinir eineggja tvíburarnir deyja á mismunandi dögum úr ólíkum sjúkdómum.
 2. ^ Međ suđi er átt viđ ađ ekki er jafnmikiđ myndađ af öllum prótínum í öllum frumum af sömu gerđ sem getur leitt til ţess ađ líffćri virka mismunandi eđa vefir ţroskast ólíkt.

Myndir:


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband