30.9.2010 | 11:09
Hví að vernda náttúrunna?
Líffræðileg fjölbreytni er í kastljósinu árið 2010. Margar hættur steðja að fjölbreytileika lífsins á jörðinni, en flestar þeirra eru afleiðingar manna verka eða skorts á aðgerðum.
Við getum rifjað upp nokkrar staðreyndir.
- Ein af hverjum 5 plöntutegundum eru í útrýmingarhættu.
- Skógar Amazón og Austur-Asíu eru á hröðu undanhaldi vegna skógarhöggs.
- Stór hryggdýr, eins og nashyrningar, tígrisdýr og fílar eru í útrýmingarhættu.
- Búsvæði lífvera eru eyðilögð fyrir landbúnað, verksmiðjur, námagröft og virkjanir.
- Iðnvæddur lífstíll leiðir til mengunar, díoxíns, súrs regns, þungmálmamengunar og hnattrænna veðrabreytinga.
Allt þetta leiðir til þess að fleiri og fleiri tegundir deyja út, eða fækkar svo mjög að þær skrimta við ystu mörk. Að auki er mikilvægt að átta sig á að líffræðilegur fjölbreytileiki er ekki bara mældur í fjölda tegunda, heldur einnig í breytileika innan tegunda (hversu fjölbreyttir spóarnir í móanum?) og samsetningu vistkerfa. Á Íslandi eru engar einlendar tegundir plantna, en samt finnast hérlendis einstök vistkerfi (samsetning plantna og dýra sem hvergi finnst annarstaðar). Eins og Guðbjörg Á. Ólafsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson segja í bókinni Arfleifð Darwins:
Líffræðilegur fjölbreytileiki er ein af auðlindum jarðarinnar. Á síðustu árum hefur ágangur okkar mannanna vaxið og hefur það leitt til hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika. Þó að náttúrufræðingar hafi kortlagt og skráð fjölbreytileika síðustu aldir, er enn langt í land. Viðhald og skráning líffræðilegs fjölbreytileika er ekki einungis mikilvægt vegna möguleika á nýtingu einstakra tegunda eða afbrigða sem nú eru jafnvel óþekktar. Vandi náttúruverndar felst ekki síður í missi eða óafturkræfum breytingum á heilum vistkerfum. Á okkar tímum er því enn sem fyrr mikilvægt að kortleggja líffræðilegan fjölbreytileika og ekki sístað rannsaka þá þætti sem mikilvægir eru fyrir uppruna og viðhald hans og mikilvægi breytileikans fyrir virkni vistkerfisins.
En hvaða rök eru fyrir því að verna náttúruna og lífríkið?Er ekki bara allt í lagi þótt að nokkrar bjöllur deyji út, eða þótt fimmtungur planta á jörðinni hverfi inn í eilífðina? Það er líffræðileg staðreynd að allar tegundir deyja út...einhvern tímann.Vísindin geta ekki gefið okkur fræðilegar ástæður fyrir því hvort vernda eigi náttúruna eður ei. Vísindin geta sagt okkur hvað gerist ef hitastig hækkar um 5 gráður á jörðinni, en ekki hvort sú breyting er slæm eða góð.
Til þess þurfum við að horfa til siðfræði, heimspeki og hagfræði. Hér mun ég bara líta á hagfræðilegu rökin. Það eru hagfræðilegar ástæður fyrir því að nýta náttúruna, sem tengjast þeirri frumþörf að lifa af. Reyndar gerum við vesturlandabúar dálítið meira en að lifa af, við viljum ógjarnan sleppa sjónvarpinu, nautasteikinni á laugardagskvöldið, flugferðinni til útlanda og bíltúrnum til ættingja úti á landi.
Það eru líka hagfræðilegar ástæður til þess að vernda náttúruna. Eyðing skóga í fjalllendi Austur-Asíu leiðir til þess að ár flæða frekar yfir bakka sína - með tilheyrandi ósköpum og eyðingu verðmæta. Skógar og plöntusvif framleiða súrefni, taka upp koltvíldi og halda uppi mikilvægum fæðuvefjum. Heilbrigði hafsins ætti að vera forgangsmál íslendinga, en við sýnum því fáranlega lítinn áhuga.
![]() |
Fimmtungur plantna í útrýmingarhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 13:52
Erindi: ensím og stjórnþættir
Tvö framhaldsverkefni í lífvísindum verða kynnt í vikunni.
Manuela Magnúsdóttir ræðir um verkefni sitt, Áhrif lykkjusvæða á kuldaaðlögun alkalísks fosfatasa úr Vibrio örveru Erindið er föstudaginn 1. október í stofu 158. VR-II. Kl. 12:30. Úr tilkynningu:
Lífverur finnast á mjög harðbýlum svæðum jarðar, svo sem við mjög há eða lág hitastig, háa seltu sjávar, eða öfgafullt sýrustig. Mörg prótein þurfa að aðlagast slíkum aðstæðum með breytingum í innri gerð. Samanburður á því sem breyst hefur í amínósýruröð með skyldum próteinum gefur upplýsingar um þætti sem ráða mestu um virkni þeirra. Kuldakær ensím hafa oftast meiri sveigjanleika innan heildarbyggingar sinnar miðað við hitaþolin ensím, sem kemur í veg fyrir að nauðsynlegar hreyfingar frjósi. Nokkrir þættir stuðla að auknum sveigjanleika þeirra. Sem dæmi hafa kuldaaðlöguð ensím gjarnan færri vetnistengi, færri saltbrýr, og fleiri yfirborðshleðslur. Kuldakær ensím hafa einnig oft stærri yfirborðslykkjur samanborið við samsvarandi ensím úr miðlungs- og hitakærum lífverum.
Benedikta Steinunn Hafliðadóttir ver doktorsritgerð sína Varðveisla Mitf-gensins, hlutverk í ávaxtaflugunni og áhrif micro-RNA sameinda (Conservation of the Mift gene, its role in Drosophila and the effect of microRNAs). Úr tilkynningu:
Verkefnið beindist að byggingu og starfsemi Mitf gensins en það gegnir lykilhlutverki í litfrumum og þeim krabbameinsæxlum sem þær geta myndað, svonefndum sortuæxlum. Rannsóknirnar sýndu að Mitf genið er vel varðveitt milli fjarskyldra dýrategunda og gegnir svipuðu hlutverki í þessum ólíku lífverum. Athyglisvert var að sá hluti gensins sem ekki tjáir fyrir próteini var óvenju vel varðveittur. Þegar þessi hluti gensins var skoðaður betur kom í ljós að hann geymir bindiset fyrir svonefndar microRNA sameindir, litlar sameindir sem geta haft áhrif á starfsemi gena með því að bindast þeim og draga úr framleiðslu viðkomandi próteinafurða. microRNA sem þessi geta því haft mikil áhrif á framleiðslu tiltekinna próteina og hafa mörg þeirra verið tengd við myndun krabbameins. Sýnt var fram á að nokkrar microRNA sameindir, nánar tiltekið miR-148, miR-137 og miR-124 hafa áhrif á framleiðslu MITF próteinsins í sortuæxlisfrumum. Niðurstöðurnar sýna fram á tengsl ákveðinna microRNA sameinda og Mitf gensins og þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki við myndun þessara æxla er hugsanlegt að nota megi þessi microRNA til meðferðar á þessu illvíga æxli.
28.9.2010 | 16:38
Trúleysingjar vita mest um trúarbrögð
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2010 | 16:20
Vísindaþátturinn á útvarpi sögu
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó