Leita í fréttum mbl.is

Vísindakaffi

Næst komandi föstudag (24 september 2010) verður hin árlega vísindavaka. Í aðdraganda hennar eru vísindakaffi mánudags til fimmtudagskvöld á súfistanum, og einnig viðburðir um land allt.

Dagskrá Vísindakaffis Vísindavöku 2010 er nú komin á bloggsíðu Vísindavökunar. Þar segir meðal annars.

Áhugasamir um rannsóknir og fræði hvurs konar ættu ekki að láta Vísindakaffi Rannís fram hjá sér fara, en í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á fjögur Vísindakaffi á Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi, 20., 21., 22. og 23. september, kl. 20-21:30 hvert kvöld. Umræðuefni fræðifólksins, sem tekur þátt að þessu sinni, tekur nokkuð mið af umræðunni í þjóðfélaginu, en efni kaffana eru eldfjöll, stjórnarskrár, stofnfrumurannsóknir og þjóðardýrðlingar.

Fjallað verður um Eldfjöll - hvar gýs næst? (Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði), Hvað á að vera í stjórnarskrá? (Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík), Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn?  (Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum) og Hver eru sameiningartákn íslensku þjóðarinnar? Frá Njáli Þorgeirssyni til Helga Hóseassonar (Jón Karl Helgason dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands). Nánari útlistingar og tímasetningar má vitanlega finna í dagskránni.
Opinber vefur vísindavöku hefur einnig verið opnaður.

Eldur, fræ og endurnýjun skóga

Það er viðurkennt að eldar eru nauðsynlegir fyrir endurnýjun skóga. Eldur er t.d. nauðsynlegur fyrir spírun fræja risafura í Bandaríkjunum (t.d. Sequoiadendron giganteum). Lauftré og runnar byggja oft upp mikið kjarr í skógarbotnum, sem við bruna eyðist gjarnan og um leið virkjast fræð risafurunnar. Risafuran getur lifað í tvö þúsund ár, og vel hinkrað eftir heppilegum skógareldi.

Það er hins vegar erfiðara að greina hvað hefur átt sér stað á fornsögulegum tíma. Jörðin geymir margar vísbendingar um sögu sína og lífsins, t.d. vitnar bandjárnslög um þann tíma er lífverur fóru að framleiða súrefni og setlög skrá framgang tímans í gegnum aldir og þúsaldir. Inni á milli jarðlaganna eru leifar útdauðra lífvera, eða í sumum tilfellum lifandi steingervinga.

Eitt það stórbrotnasta fyrirbæri sem ég hef heyrt um í jarðsögunni er snjókúlujörðin, snowball earth. Fyrir um 770 milljónum ára kólnaði jörðin mjög mikið, og ís breiddist út. Það er ekki vitað fyrir vissu hversu alvarlegt þetta ástand var, en sum líkön segja að öll jörðin hafi verið þakin ís. Það er ótrúlegt miðað við þá staðreynd að blágrænubakteríur voru þá komnar til sögunnar og þær þurfa aðgang að sólarljósi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu fyrir er bent á slæður Ólafs Ingólfssonar um jarðsöguna. Ólafur skrifar einmitt kafla ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu S. Jónsdóttur um þróun og jarðsöguna í bókinni Arfleifð Darwins sem út kemur um mánaðarmótin.

Ítarefni:

Why Does Giant Sequoia Grow Here Susan D. Kocher, University of California Cooperative Extension


mbl.is Eldur hjálpaði blómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erindi: Sameindaerfðafræði gerla, þörunga og hitaþolinna baktería

Sameindalíffræðin tekst á við margvíslegar spurningar, um eiginleika erfðaefnisins, uppbyggingu og starfsemi gena, umritun þeirra og hvernig RNA er þýtt í prótín. Sameindalíffræðin nýtist líka sem verkfæri til að rannsaka aðra eiginleika lífvera, t.d....

Landnám Íslands

Í lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum er talið að eyja vor hafi verið jökulslípuð eyðimörk. Það er möguleiki að á nokkrum hnjúkum og fjallstindum hafi þraukað harðgerar plöntur og jafnvel eitthvað smádýralíf. En almennt er það viðurkennt að flóra og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband