13.9.2010 | 10:17
Kristinn, Hawking og guðfræðingarnir
Kristinn Theodórsson tekur fyrir viðbrögð guðfræðinganna við yfirlýsingum Stephen Hawking um að guðs væri ekki lengur þörf til að útskýra upphaf alheimsins ( Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn). Við fjölluðum um þetta í pistlinum Var hann lengi að fatta? og fjöldi annara bloggara tóku málið til umfjöllunar.
Kristinn kallar pistil sinn Hawking og guðfræðingarnir og þar reynir hann að rekja röksemdir guðfræðinganna. Pistill Kristinns byrjar svona
Trúarhugsunin er mér ráðgáta sem gaman er að krukka í. Eftir fárið í kringum yfirlýsingar Stephens Hawkings um að guðs sé ekki þörf til að snúa tilvistinni í gang, skrifuðu margir trúvarnarmenn pistla um það mál, meðal annars guðsmennirnir á trú.is.Guðfræðingarnir séra Gunnar Jóhannesson og próf. Hjalti Hugason settu hvor um sig saman grein um málið og reyndu með því að hrista öskuna af trúarsannfæringunni, svo hún héldi áfram að sýnast hrein og hvít. Einnig hefur séra Baldur Kristjánsson bloggað um málið. Skoðum aðeins hvernig til tókst hjá herramönnunum.
Hefði Gunnar hinsvegar nennt að kynna sér málið lítið eitt hefði hann komist að því að módelið sem Hawking leggur til er þess háttar, að hinn svokallaði first mover er óþarfur - og þá í dálítið Newtonskum skilningi - en einmitt þannig hafa gríðarlega margir sett fullyrðinguna um guð fram um aldirnar og svar Hawking því mjög viðeigandi.
Ég skora á ykkur að lesa pistil Kristinns og guðfræðinganna hans, til að sjá hversu furðulegur málflutningur þeirra síðarnefndu er.
9.9.2010 | 11:46
Þróun er staðreynd
Þróunarkenningin er grundvöllur líffræðinnar, og samtvinnast mörgum öðrum fræðigreinum (t.d. læknisfræði, jarðfræði, hugvísindum og félagsvísindum). Samt finnst fólk sem er tilbúið að afneita henni, oftast af trúarlegum eða pólitískum ástæðum. Það fólk finnur ekki sömu þörf hjá sér til að hafna afstæðiskenningu Einsteins eða öðrum lögmálum (nema kannski þeim sem tengjast jarðsögunni).
Steindór J. Erlingsson svarar á Vísindavefnum spurningunni, Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? Svar hans hefst á þessum orðum:
Þróunarkenningin er einhver farsælasta vísindakenning sem fram hefur komið og hefur sem slík staðið af sér fleiri óveður en aðrar vísindakenningar. En dagleg notkun á hugtakinu þróunarkenning er eilítið villandi því að tvær hugmyndir liggja því til grundvallar. Annars vegar er um að ræða hið almenna viðhorf að lífið hafi þróast og hins vegar á hvern hátt þróunin átti sér stað. Báðar þessar hugmyndir hafa þróast frá því að vera tilgátur upp í það að verða kenningar.
Örn Bárður Jónsson hélt því fram í september 2006 að þróunarkenningin væri bara kenning, sem vísindin gætu losað sig við. Steindór hafði samband við Rás 2, og fékk að koma í viðtal, þar sem hann hrakti þessa fullyrðingu.
Þeir sem hafa áhuga á þessu efni er m.a. bent á bókina "Why evolution is true". Höfundurinn er Jerry Coyne, þróunarfræðingur við háskólann í Chicago og í henni ræðir hann þróunarkenninguna og þann haug af staðreyndum sem liggja henni til grundvallar.
8.9.2010 | 16:53
Arfleifð Darwins, kafli eftir kafla.
8.9.2010 | 09:48
Landnáma sexfætlinganna - ógna ný smádýr í íslenskri náttúru?
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó