Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins á leið í prentun

Eftir nokkura ára meðgöngu lítur út fyrir að bókin um Arfleifð Darwins sé á leið í prentun. Hér munum við birta hluta úr verkinu, meðan á prentun verksins stendur og eitthvað fram eftir hausti. Fyrst nokkur orð úr formála:

Þróunarkenningin tengist nafni enska náttúrufræðingsins Charles Darwin órjúfanlegum böndum. Þar ber hæst útgáfu bókar hans Uppruni tegundanna árið 1859. Þann 24. nóvember 2009 voru 150 ár liðin frá útgáfu hennar. Það sama ár voru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Darwins, en hann fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury á Englandi og lést árið 1882. Þessi tvöföldu tímamót urðu kveikjan að bók þessari og nokkrum viðburðum sem ritstjórn hennar stóð fyrir og nefndust Darwin-dagar 2009. Að þeim dögum komu einnig nokkrir samstarfsaðilar: samtök líffræðikennara, líffræðifélag Íslands, líffræðistofnun Háskóla Íslands, siðmennt, Hið íslenska náttúrufræðifélag og Hið íslenska bókmenntafélag.
Frekar lítið hefur verið skrifað um þróun lífvera á íslensku, en af því efni eru þrjár greinar eftir Þorvald Thoroddsen einna merkastar. Þær birtust í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags á árunum 1887–1889, en tvær síðustu greinarnar eru útdráttur úr 6. útgáfu Uppruna tegundanna. Þær voru endurútgefnar árið 1998 í lærdómsritinu Um uppruna dýrategunda og jurta með skýringum og ítarlegum inngangi eftir Steindór J. Erlingsson. Árið 2004 kom Uppruni tegundanna loks út á íslensku í röð lærdómsrita Hins íslenska bókmennta félags í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar. Þeirri bók sem hér er fylgt úr hlaði er ætlað að fylla upp í þetta tómarúm, en markhópur hennar er fólk með áhuga á lífinu, þróun þess og fjölbreytileika, sögu hugmyndanna og stórum spurningum um líffræði mannsins og stöðu hans í náttúrunni. Bókin nýtist einnig nemum í framhaldsskólum og háskólum sem inngangur og ítarefni um þróun lífvera.

Reykjavík í ágúst 2010.

Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson.

Leiðrétting 23 ágúst 2010: Í fyrri útgáfu voru Shrewsbury og England með litlum staf. Takk Villi!

 


Náttúruminjasafn - gönguferð á Menningarnótt

Safnaganga:

 Félagsmenn HÍN!

Við minnum aftur á fræðslugöngu HÍN á Menningarnótt 2010, laugardaginn 21. ágúst, um slóðir Náttúrugripasafns Íslands í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings og Helga Torfasonar forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands. Gangan hefst kl. 17:00 og varir í um tvær klst. Lagt verður af stað frá gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu og endað í Þjóðmenningarhúsinu. Gengið verður um vesturbæinn og þrædd aldargömul slóð húsa og lóða sem tengjast Náttúrugripasafni Íslands.


Byggingareiningar besta vinar mannsins

Charles Darwin heillaðist af fjölbreytileika hunda, form þeirra, litur og skapgerð eru ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega með hliðsjón af því að þeir tilheyra allir sömu tegund. Á síðustu árum hefur erfðarannsóknum á útlitseinkennum hunda fleygt fram. Í...

Nálarstungur í lithimnuna

Gagnrýni á vísindaumfjöllun fjölmiðla er einn meginþráðurinn í pistlum okkar. Af þeirri sögulegu ástæðu að blog.is liggur utan á www.mbl.is þá höfum við tilhneygingu til að agnúast frekar út í skrif MBL en annara fréttamiðla. Í Fréttablaðinu birtast...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband