Leita í fréttum mbl.is

Erindi: sýklalyfjaþolnar bakteríur

Næst komandi mánudag mun Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir fjalla um rannsóknir sínar á "Sýklalyfjaónæmi baktería í búfénaði á Íslandi". Hún hefur einnig rannsakað hvort möguleiki sé á að slíkar bakteríur flytjist frá húsdýrum til manna.

Fyrirlestur hennar hefst kl 13:00 í Hátíðarsal aðalbyggingar HÍ. Sjá nánari upplýsingar á vef HÍ.


Geðröskun og lyfleysa

Vinur vor Steindór J. Erlingsson hefur um áratuga skeið glímt við geðsjúkdóm. Hann sveiflast milli hæða og lægða, stundum oft á dag. Sumir muna eftir persónulegri umfjöllun Stephen Fry um Bipolar-disorder í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum, getur sjúkdómurinn farið illa með fólk og meðferðarúrræðin eru fá og mörg haldlítil.

Steindór fjallar um þetta í morgunblaði dagsins, sunnudaginn 27 september 2009, fyrirsögn greinarinnar er Listin að kljást við geðröskun. Þar rekur Steindór baráttu sína við sjúkdóminn, hleypir lesandanum að sínum innstu hugsunum og deilir af reynslu sinni.

Þrennt af því sem hann hefur lært er að i) hreyfing hjálpar við að hemja geðrösku, ii) það að setja sér skýr mörk (marklínur) hjálpar, og iii) að hugurinn hefur áhrif á lífeðlisfræði og þar með vellíðan. Þessi síðasti punktur tengist þeirri staðreynd að lyfleysa (placebo) hefur áhrif á huga og vellíðan einstaklinga. Áhrifin eru ekki bara ímyndun, heldur breyta þau starfsemi heilans og geta þannig gert fólki kleift að yfirvinna sársauka og vanlíðan.

Með orðum Steindórs (HAM er hugræn atferlismeðferð):

...ég las nokkrar vísindagreinar sem staðfesta að HAM og lyfleysur (placebo) valda raunverulegum breytingum á starfsemi heilans. Í mínum huga er hér um byltingarkennda vitneskju að ræða. Rannsóknirnar sem hér um ræðir fara t.d. þannig fram að tekin er mynd af starfsemi heila einstaklinga sem þjást af ákveðinni geðröskum fyrir og eftir inngrip með lyfi eða sálfræðilegri meðferð. Niðurstöðurnar hafa leitt í ljóst að HAM getur stuðlað að hliðstæðum breytingum á heilanum og geðlyf. Einstaklingur sem finnur fyrir bata eftir HAM-meðferð eða inntöku lyfleysu er því ekki að upplifa „ímyndun“. Gagnvirkt samband virðist ríkja á milli huga og heila, þ.e. milli hins sálfræðilega og félagslega annars vegar og hins vegar lífefna-, og lífeðlisfræði heilans. Þetta mun líklega hafa talsverðar afleiðingar fyrir skilning okkar á geðröskunum og í raun hvað felst í því að vera manneskja.

 

Greinin er aðgengileg á vef Steindórs, sem og örlítið lengri útgáfa.

Þar má einnig finna önnur skrif Steindórs um geðröskun, sem og pistla og greinar um vísindi og sögu.

Forvitnum er bent á fyrri færslur um þunglyndislyf og léleg tölfræði og framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa.


Lífklukka í þreifaranum

Ég hef ekki tíma til að kryfja fréttina til þrautar. Vísa ykkur á BBC þar sem fjallað er um hvernig lífklukka keisarafiðrilda virðist skipta mestu máli fyrir ratvísi þeirra. Fiðrildin fljúga mörg þúsund mílur frá Mexíkó til BNA, ekki svipað og farfuglar...

Uppruni lífsins eftir viku

Eftir rétta viku, 3 október 2009, mun Guðmundur Eggertsson halda fyrirlestur um uppruna lífsins. Allar lífverur á jörðinni eru af sama meiði, það vottar innribygging þeirra, DNA, prótínmyndunarkerfi, og efnaskipti. En hvernig varð lífið til? Til að svara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband