Leita í fréttum mbl.is

Keyrsla sama hvað það kostar

Vísir.is ber tíðindi af örveru sem getur búið til olíu úr lífrænum efnum undir fyrirsögninni "Vísindamenn uppgötva pöddu sem býr til olíu" sem byggt á frétt í Times (þýðingin þeirra er ekki alveg nákvæm þar sem um er að ræða bakteríur, ekki skordýr).

Reyndar er vinnsluferlið frekar takmarkað, þar sem hlutfall hráefnis (lífrænt efni) og afurðar (olíu) er mjög óhagstætt, en þetta sýnir okkur enn betur hvaða möguleikar búa í örverum. Bakteríur og fornbakteríur geta margar hverjar lifað við sérstök skilyrði og ná sumar að nýta sér stórmerkilega orkugjafa eða framkvæma efnahvörf sem hafa mikið hagnýtt gildi (t.d. vinnslu á kopar). Í þessu tilfelli var hins vegar byrjað með ósköð venjulegan E. coli geril (sjá fyrri færslu). Gerlinum var breytt með aðferlum sameindaerfðafræðinnar, sem gerði honum kleift að hvata auka efnahvörf. Nálgunin er hliðstæð við verkfræðilega hugsun, að setja saman hluti með einhverju markmiði. Einnig hefði mátt byrja á því að skima fjölda tegunda baktería og leita að stofnum sem geta hvatað fyrstu skref olíumyndunar. Síðan mætti nýta sér lögmál þróunar til að velja fyrir afbrigðum sem betri en önnur á þessu sviði. Við slíka nálgun þarf maður ekki að vita hvaða gen skipta mestu máli, það nægir að vita að lífveran getur leyst vandamálið. Sumir hafa einnig reynt að blanda saman ólíkum bakteríugerðum og sjá að slík samfélög geta starfað saman, næstum eins og einhverskonar ofurlífvera..."the blob anyone?"

En annars er ég ekki mjög hrifinn af þeim lausnum á eldsneytisvandanum sem verið er að þróa, olía úr lífmassa, etanól úr maís og fleira í þeim dúr. Vestræna þjóðir hafa löngum notið lystisemda á kostnað þriðja heimsins, en sjaldan eins augljóslega og þegar verð á maísmjöli hækkar um tugi prósenta vegna þess að bandarískir bændur selja maís-etanól í tankinn. Fjölskyldur í mið-ameríku svelta því vinir minir í Chicago þurfa að keyra 45 mín í vinnuna.

Langtímalausnin hlýtur að vera að minnka vægi einkabílsins, með breyttu skipulagi byggðar og betri almenningssamgöngum. 


Kind með geitaheila

Úr gullkistu lauksins kemur fréttaskot vikunnar.

Líftækninni eru engin takmörk sett...erfðatækni var nýtt til að setja geitaheila í kind. 

Vitnað er í vísindalega útlítandi mann í hvítum sloppi sem velur orð sín varlega

"Þetta byrjaði þegar við vorum að reyna að lækna alzheimers sjúkdóminn, en nú höfum kind með geitaheila." 

Enska "It started with us trying to cure alzheimers, now we have a sheep with the brain of a goat"

Frumheimildin er hreint óborganleg..."Genetic scientists develop a sheep with brain of a goat"

Treystið lauknum (the Onion) hann lýgur alltaf.


Skýjaborg

Klónun er framkvæmd þannig að erfðaefni venjulegrar frumu er sett inn í kjarnalaust egg. Hin klónaða lífvera á eftir að vaxa og þroskast, líkamlega og andlega. Í tilfelli kóreönsku hvuttana þá átti erfðafræðilegur forveri þeirra að geta fundið lykt af...

Í skrefum og stökkum

Richard Lenski setti árið 1988 upp litla tilraun, með því að skipta erfðafræðilega einsleitri rækt af E. coli í 12 flöskur og svelta þær. Bakteríurnar fengu daufa glúskósalausn og áttu ósköp bágt. Þær örfáu bakteríur sem lifðu næsta morgun vor fluttar í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband