Leita í fréttum mbl.is

Menntamálaráðuneyti sveltir fagfélög

Mennta- og menningarmálaráðuneyti tilkynnti nýlega breytingar á úthlutun fjármagns til fagfélaga. Styrkir verða í framtíðinni aðeins veittir í sérstök verkefni sem eru ráðuneytinu þóknanleg eða í samræmi við stefnu þess.

Merkilegt er að frjálslyndi flokkurinn skuli standa fyrir slíkri forræðishyggju og stjórnræði. Fagfélög hafa stundað margþætt og lifandi starf, sem nærir fagstéttir kennara um allt land og skilar sér þannig í betri og upplýstari kennarastétt og vandaðari kennslu.

Að þessu tilefni sendi stjórn samtaka líffræðikennara frá sér bréf til ráðherra þar sem þessum fyrirætlunum er mótmælt. Bréfið birtist hér í heild sinni.

---

Reykjavík, 1. desember 2015
Til: Mennta- og menningarmálaráðherra
Efni: Rekstrarstyrkir til faggreinafélaga, MMR15090148

Í bréfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsettu 15. september 2015 segir

„Vakin er athygli á því að ráðuneytið hefur ákveðið að breyta verklagi við veitingu styrkjanna þannig að í framtíðinni verða þeir einungis veittir fyrir verkefni sem fagfélög eru fengin til að vinna fyrir ráðuneytið. t.d. til að fylgja eftir stefnu ráðuneytisins og forgangssviðmiðum.”

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að endurskoða þessa ákvörðun. Með þessari breytingu er faglegu sjálfstæði kippt undan faggreinafélögum auk þess sem þátttaka kennara af landsbyggðinni í stjórnarstarfi faggreinafélaganna er útilokuð.

Um leið og Samlíf þakkar fyrri styrki, gott samstaf og ítrekar að stjórnarmeðlimir og félagsfólk sé áfram tilbúið að vinna þau verkefni sem ráðuneytið kallar eftir teljum við mikilvægt að rekstrarstyrkir séu áfram veittir.

Árlegur styrkur til faggreinafélaga hefur verið 150.000 kr. undanfarin ár, hafði þá verið skorinn niður úr 800.000 kr. (var um tvenn mánaðarlaun kennara á ári) svo nú þegar er búið að setja starfsemi faggreinafélagins ansi þröngan stakk.
Rekstrarstyrkurinn hefur verið notaður til almenns rekstrar fag-félagsins eins og rekstrarskýrslur sem berast til ráðuneytis árlega sýna. Félagið er sameiningatákn líffræðikennara á öllum skólastigum, félagsfólk er frá leikskólum til háskóla. Félagið kemur að umræðu um kennslu í líffræði, heldur fundi um námskrárvinnu, námsefnisgerð, heldur úti heimasíðu og sendir árleg fréttabréf svo það helsta sé nefnt.
Stjórnarfólk starfar allt í sjálfboðavinnu.

Faggreinafélög hafa borgað ferðastyrki samkvæmt töxtum KÍ fyrir þá framhaldsskólakennara sem starfa fyrir félagið og búa utan höfuðborgar-svæðisins. Með niðurfellingu rekstrarstyrkja er þátttaka þessa hóps úti-lokuð.

Faggreinafélögin þurfa að hafa fjárhagslegt svigrúm til þess að vinna sem gagnrýnir og sjálfstæðir fagaðilar. Fagfélög hafa lagt sig fram um að eiga gott samstarf við yfirvöld menntamála um málefni sem á hverjum tíma þarfnast umræðu, faglegrar rýni og úrvinnslu.

Með bréfi þessu fer stjórn Samlífs fram á að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína varðandi styrkveitingar til faggreinafélaga og hækki styrkinn frekar en leggja hann niður.

Fyrir hönd stjórna Samlíf

Hólmfríður Sigþórsdóttir formaður


Stjörnur dýraríksins á ystu nöf

Nýlegar rannsóknir á spendýrum, fuglum og öðrum tegundum sýna að margar tegundir nálgast nú hættusvæðið eða eru í hættu á að deyja út. Teikn hafa verið á lofti í marga áratugi, en gróðureyðing, skógarhögg og eyðilegging búsvæða veldur því að enn syrtir í álinn.

Rúv var með vandaða fréttaskýringu um þetta mál nýlega - fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson á hrós skilið. Hér er upphaf umfjöllunar hans.

img_2004litil.jpg

Stjörnur dýraríkisins á hverfanda hveli

Framtíð margra þekktustu spendýrategunda jarðar er ekki björt vegna síaukins átroðnings mannsins um allan heim. Meiriháttar útrýming gæti verið í aðsigi. Allir frændur mannsins af ætt mannapa eru í útrýmingarhættu, svo og tígrisdýr, nashyrningar, kameldýr, steypireyðar og fjölmargar aðrar tegundir. Fimmta hver spendýrategund í heiminum er komin á alþjóðlegan válista.

Óttast meiriháttar útrýmingu

Fjórir milljarðar tegunda lífvera hafa þróast á jörðinni á síðustu 3,5 milljörðum ára. Um 99% eru útdauðar. Fyrir 65 milljónum ára dóu 75% dýra- og plöntutegunda í heiminum út á tiltölulega skömmum tíma. Talið er að smástirni eða halastjarna hafi rekist á jörðina og þeytt upp gríðarmiklu ryki sem skyggði á sólarljósið með hörmulegum afleiðingum fyrir flestar lífverur. Meðal tegunda sem þá dóu út voru allar tegundir risaeðla, að forfeðrum fugla undanskildum.

Fimm sinnum í sögu jarðar hafa orðið slíkar hamfarir, af völdum árekstra úr geimnum, risaeldgosa, loftslagsbreytinga og annarra þátta, sem leitt hafa til útrýmingar meirihluta lífs á hnettinum. Nú óttast vísindamenn að sjötta fjöldaútrýmingin sé hafin. Ástæður hennar séu þó allt aðrar - maðurinn.

Anthony Barnosky, fornlíffræðingur við Kaliforníuháskóla, spáir því að eftir um 300 ár verði 75% allra spendýrategunda horfnar, það er að segja ef þær halda áfram að deyja út á sama hraða og nú, og ef allar tegundir sem nú eru á válista verða útdauðar eftir 100 ár.

Framhald greinarinnar má lesa á vef RÚV.

Mynd af tígrisdýri tók Arnar Pálsson í East Lansing Zoo 2014.


Loftslagsganga á sunnudaginn

Loftslagsganga á sunnudaginn - ákall frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þann 29. nóvember ætlar almenningur um heim allan að flykkjast út á götu og krefjast aðgerða í loftslagsmálum fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember, en markmið...

Gagn af menntun - erlendis

Snemma á námsárunum fæddist sú hugmynd að fara utan í framhaldsnám. Þá stundaði ég rannsóknir á líffræðistofnun Háskólans, sem voru svo dásamlega skemmtilegar og gefandi að hugurinn þyrsti í meira. Úr varð að ég fór til Norður Karólínu í doktorsnám í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband