Leita í fréttum mbl.is

Sníkjudýr karfa við Íslandsstrendur

Ásthildur Erlingsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Verkefnið ber heitið Sníkjudýr karfa (Sebastes spp.) við Íslandsstrendur.
 
Föstudagur, 15. maí 2015 - 15:00 Askja Stofa 128.

Ágrip

Krabbadýrið Sphyrion lumpi, er ytra sníkjudýr á karfategundum (Sebastes spp.) við Ísland og veldur efnahagslegu tjóni þar sem það festir sig í vöðva fisksins og veldur þannig afurðaskemmdum. Í þessu verkefni voru áður ógreind langtímagögn er varða sýkingar á úthafskarfa (Sebastes mentella) af völdum S. lumpi við Ísland skoðuð. Í rannsókninni voru frávik á ytra borði fisksins sett í fimm flokka: svartir blettir, rauðir blettir, blandaðir blettir, kýli eða leifar eftir Sphyrion lumpi sýkingar og sníkjudýrið sjálft. Niðurstöður sýndu að smitmagn hefur ekki áhrif á ástand fisksins (K). Á rannsóknartímabilinu lækkaði tíðni sýkinga úr 25% árið 1995 í 9% árið 2013. Marktækur munur er á smitmagni milli kynja hjá S. mentella og einnig á milli stofna úthafskarfa.

Niðurstöðurnar gefa góða mynd af þróun S. lumpi sýkinga við Ísland, ásamt smittengdum hýsilsvörunum karfans, og gætu þær haft áhrif á sýn vísindasamfélagsins á samsetningu karfastofna hér við land. Á sviði fisksjúkdóma á hugtakið smásæ sníkjudýr almennt við slímdýr (Myxozoa), frumdýr (Protozoa) og sníkjusveppi (Microsporidia). Í rannsókninni var fána smásærra sníkjudýra tveggja karfategunda (Sebastes spp.) við Ísland kortlögð. Öll helstu líffæri voru skoðuð með víðsjá og/eða smásjá. Einnig var vefjameinafræðileg skoðun framkvæmd með tilliti til sýkinga. Erfðaefni þeirra sníkjudýra sem fundust var magnað upp með PCR og raðgreint. Slímdýr er fundust í gallblöðru voru greind til tegundanna Myxidium bergense og Ceratomyxa adeli. Líkur benda til að fjórar tegundir gródýra (Apicomplexa) er fundust í görnum og þvagblöðru, séu áður óþekktar en fullnaðargreiningu er ólokið. 

Leiðbeinendur: Árni Kristmundsson, Guðrún Marteinsdóttir og Kristján Kristinsson
Prófdómari: Matthías Eydal


Hákarlar, hákarlar allstaðar - hví höfum við áhyggjur?

Dr. Steve Campana, nýr starfsmaður Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ mun halda erindi um hákarla.

18. maí 2015 – 12:30 Askja Stofa 131

Erindið verður flutt á ensku undir titlinum Sharks, sharks everywhere – so why are we so worried?

320px-white_shark.jpg

Stutt ágrip:

Hákarlastofnar hafa yfirleitt litla fjölgunargetu, en ættu að engu að síður að geta staðið undir veiðum, ef nægar upplýsingar um stofnþætti liggja fyrir. Í reynd hefur hrun hákarlastofna oftar verið afleiðing veiða. Því miðuðu rannsóknir Campana og félaga á hákörlum við stendur Kanda að því að skilja líffræði hákarla, en einnig að því að greina stærð og ástand hákarlastofna. Í erindinu verður fjallað um vandamál sem tengjast rannsóknum á stórum ránfiskum, sem er allt annað en kátir með að vera veiddir. Einnig verður skýrt frá nýjum uppgötvunum um líffræði hákarla.

Enska útgáfu ágrips má lesa á vef Líf- og umhverfisvísindastofnunar HÍ.

Mynd af hvítháf er af vef Wikimedia commons.

http://commons.wikimedia.org/wiki/File:White_shark.jpg

Dr. Campana vann áður við Bedford Institute of Oceanography, Fisheries and Oceans Canada, Dartmount, Nova Scotia.


Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hafa þeir áhrif á svipfar?

Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt...

Fuglaflensuveirur í fuglum á Íslandi

Í kjölfar faraldurs fuglaflensu af stofni H5N1 fyrir nokkrum árum hefur mikil umræða átt sér stað um flensu í fuglum um allan heim. Helstu áhyggjur manna snúa að þeirri hættu sem alifuglum stafar af fuglaflensu og mögulegum áhrifum þess á menn ef...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband