Leita í fréttum mbl.is

Hið sérstæða lífríki Hawaii

Eyjar nær miðbaug bera flestar mjög sérstök lífríki. Hawaii-eyjaklasinn varð til vegna virkni heits reits, en einn slíkan má líka finna undir Íslandi.

Á eyjunum má finna margar einstakar tegundir. Sumar þeirra eru mjög ólíkar, en samt náskyldar eins og ávaxtaflugurnar á Hawaii og silfursverðin. Þær eru hliðstæðar finkunum á Galapagos eyjum (sem eru reyndar líke eldfjallaeyjar), sem eiga uppruna sinn á meginlandi, en hafa síðan þróast í margar ólíkar gerðir.

SilverswordSilfursverðin á Hawaii (sjá mynd af Arizona háskóla), eru í miklu uppáhaldi hjá mér, af grasafræðilegum og persónulegum ástæðum.

Ein mikilfenglegasta tegundin vex í Haleakala gígnum, fyrst í mörg ár sem silfurlitaður brúskur en síðan blómgast þau í einum svakalegum rykk, og deyja.

Þetta er einmitt dæmi um semelparaous lífstíl, þar sem allt púður er sett í eina glæsilega æxlun. Eins og rætt var í fyrirlestri í morgun.

Ítarefni.

Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org

Upplýsingar um silfursverð á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany). 

Young, T. P. (2010) Semelparity and Iteroparity. Nature Education Knowledge 3(10):2


mbl.is Eldfjöll af braut um jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlega hvetjandi skrif

Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu vel hvatinn.is hefur farið af stað.

Aðstandendur hvatans eru Edda Olgudóttir og Anna Veróníka Bjarkadóttir, líffræðingar.*

Umfjöllun um vísindi hefur breyst á undanförnum áratugum. Í bandaríkjunum er fjallað um vísindi á sífellt færri mínútum í sjónvarpsfréttum.

Stóru vefirnir mbl.is og vísir.is voru báðir með vísindi og tækni, sem sérstaka efnisflokka. Nokkur ár eru síðan vísir.is lagði þann efnisflokk niður en sem betur fer heldur mbl.is í sinn.

Í síðustu sparnaðaraðgerðum var tilraunaglasinu á RÚV stungið inn í skáp (það var alls ekki brotið - heldur alltaf fullt af gotteríi).

Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá nýjan vef sem er sérstaklega helgaður vísindafréttum og tíðindum. Vissulega endurspeglar vefurinn bakgrunn aðstandenda, flestar fréttirnar eru um líffræðileg efni, og kannski finnst einhverjum að það mættu vera fleiri fréttir af öðrum raunvísinum, eða jafnvel hugvísindum.

Ég er með frumu og genablæti á háu stigi, auk þess að vera sérlega sjúkur myndir af sætum dýrum og með þennan akademíska áhuga á frumdýrakynlífi, og er því alsæll með hvatann.

Mín uppáhalds frétt til þess er um Náðun rottunar. Hún hefur um aldabil verið ásökuð um að bera svarta dauða til evrópu en ný rannsókn á árferði yfir nokkrar aldir (í gegnum árhringi) afsannar þá tilgátu. Rottum hentar ákveðið árferði en það árferði sýnir ekki fylgni við farsóttir af völdum svarta dauða. Mun betri fylgni er milli farsótta og árferðis sem hentar stökkmúsum betur...

Hvatinn.is Rottur báru svarta dauða líklega ekki til Evrópu 26. febrúar, 2015

*Ég hef kennt þeim báðum, líkaði vel við þeirra vinnubrögð og er því tæplega hlutlaus álitsgjafi.


mbl.is Hvatinn til fræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóferð sjö laxa - í hádeginu

Hvert fara laxarnir þegar þeir ganga í sjó? Hvernig rata þeir aftur heim? Eru þeir virkir á daginn eða næturna? Eru þeir hamingjusamir á sundi sínu? Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun ræða fyrstu tvær eða þrjár...

Hugur og Raun í eina sæng...

Í vesturevrópu er oft talað um að menntun í vísindum, tækni og stærðfræði sé nauðsynleg undirstaða efnahagslegra framfara. Upp á enskuna er talað um STEM (Science, technology, engineering and mathematics) og mun ég nota þá skammstöfun hér. Raunvísindi,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband