Leita í fréttum mbl.is

G. Ledyard Stebbins átti afmæli

Þróunarfræðin gekk undir mikla samþættingu um miðja síðustu öld. Þá hafði stofnerfðafræðin komið til skjalan og byggt grunn undir þróunartilgátur Darwins. En aðrir hlutar líffræðinnar voru misvel samræmdir við þróunarkenninguna.

Plöntulíffræði, frá litningarannsóknum til líflandafræði var dálítið sér á parti, á meðan dýrafræðingar voru fljótir til að skoða sín gögn í ljósi þróunarkenningarinnar.

Einn maður átti mestan þátt í því að samræma þróunarfræði og plönturannsóknir, G. Ledyard Stebbins. Í gær (19. janúar) voru 109 ár síðan hann fæddist og í ár eru 65 ár síðan bók hans Variation and evolution in Plants kom út. Hann byrjaði ungur að safna plöntum og ákvað strax á öðru ári í háskóla að leggja rannsóknir á þeim fyrir sig. Stebbins stundaði fyrst rannsóknir á litningum Paenoíu blóma og byrjaði snemma að bera saman tegundir. Hann var mjög naskur á fjölbreytileika plönturíksins og duglegur að greina blóm.

Svo víðtæk var þekking hans, að sagt var að hann virtist þekkja hverja einustu plöntu í heiminum, ekki bara vísindalega heldur einnig persónulega.

Brennandi áhugi og helgun sem einkenndi Stebbins er einmitt lykillinn að frjóu og gjöfulu vísindastarfi. Tilfinningar eru mikilvægar fyrir vísindin, því þær drífa áfram frjótt og forvitið fólk.

Ítarefni:

CAROL KAESUK YOON New York Times 21. jan 2000. Ledyard Stebbins, 94, Dies; Applied Evolution to Plants

Peter H. Raven,  PNAS G. Ledyard Stebbins (1906–2000): An appreciation vol. 97 no. 13 6945–6946, doi: 10.1073/pnas.97.13.6945


Frænka alnæmisveirunnar fannst hérlendis

Alnæmisveiran er ein viðskotaversta veira sem mannkynið tekst á við. Andstætt flestum öðrum veirum veldur hún hægri sýkingu. Þannig að fólk getur verið með sýkt, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. Sýktir einstaklingar geta því smitað aðra óaðvitandi um eigin sjúkleika. Alnæmisveiran (HIV) telst til lentiveira, sem valda hæggengum veirusýkingum.

mvv_growth_visnavirus.jpgLentiveirur voru hins vegar velþekktar þegar HIV einangraðist. Sérfræðingar á Keldum undir stjórn Björns Sigurðssonar forstöðumanns tókust á við sérkennilegar sýkingar í íslensku sauðfé um miðbik síðustu aldar. Björn var afburða snjall vísindamaður og leiddi að því líkur að pestirnar mæði og visna voru veirusjúkdómar. Hann fékk veirufræðinginn Halldór Þormar til liðs við sig, og þeim tókst að rækta veirurnar í frumurækt (sjá mynd) og staðfesta tilgátur Björns.

Halldór Þormar mun fjalla um þessar tímamóta rannsóknir, og skyldleika Mæði-visnuveirunnar og alnæmisveirunnar í erindi þriðjudaginn 20 janúar 2015. Úr tilkynningu:

Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra fyrir skilning á alnæmisveirunni eru meginefni erindis sem Halldór Þormar, prófessor emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands,  flytur í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.10. Um er að ræða þriðja erindið í nýrri fyrirlestraröð á vegum Háskóla Íslands sem nefnist Vísindi á mannamáli. 

Blessunarlega hafa rannsóknir og forvarnir gert okkur kleift að stemma stigu við alnæmisfaraldrinum á vesturlöndum og hægja á honum í Afríku. En rétt eins og í tilfelli Eboluveirunnar, þá er mikilvægast að berjast við sjúkdóminn þar sem smithættan er mest og dauðsföllin flest.


Vísindi á mannamáli Mæði-visnuveirur og tengslin við alnæmi

Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra fyrir skilning á alnæmisveirunni eru meginefni erindis sem Halldór Þormar, prófessor emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands, flytur í Hátíðasal Háskóla Íslands,...

Kjarninn: Erum Charlie þar en ekki hér

Kjarninn fjallar um tvískinnung íslenskra stjórnmálamanna, sem segjast fylgja tjáningarfrelsinu þegar gera má grín að spámönnum arabískra trúarbragða en grafa síðan stanslaust undan tjáningarfrelsinu hérlendis. úr umfjöllum kjarnans ( Við erum öll...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband