11.12.2014 | 12:03
Penninn er máttugri en lyklaborðið
Það er betra að læra með því að glósa en að hlusta. En þar sem tölvur hafa að miklu leyti komið í staðinn fyrir stílabækur, má spyrja hvort sé betra að læra með því að handskrifa glósur eða slá inn í tölvu?
Nýleg grein tveggja sérfræðinga við Bandaríska háskóla, Pam A. Mueller og Daniel M. Oppenheimer, lýsir þremur tilraunum sem tókust á við þessa spurningu.
Niðurstöðurnar eru skýrar.
Þeir sem handskrifa glósur ná betra valdi á staðreyndum og hugmyndum en þeir sem vélrita glósur.
Áhrifin hanskriftar á hugmyndir eru sterkari en á staðreyndir. Það er mikilvægt vegna þess að hugmyndirnar skipta oft meira máli en undirliggjandi staðreyndir. Í mínu fagi má t.d. segja að það skiptir ekki öllu máli hvað genin heita sem hafa áhrif á þroskun hjartans, en hvernig þroskunargen stýra mörkun, vexti og sérhæfingu hjartavefsins skiptir meira máli.
Athyglisvert er að þeir sem vélrita skrifa fleiri orð og vitna oft beint í fyrirlesarann. En á móti virðast þeir ekki ná að innbyrða, melta og endursegja grundvallaratriðin.
Munurinn á handskrift og vélritun var enn til staðar, jafnvel þótt að brýnt væri fyrir þeim sem vélrituðu að taka ekki nótur orðrétt, og reyna að greina grundvallaratriðin.
Sem stílabókafíkill þykja mér þessar niðurstöður ansi forvitnilegar. Glósutækni er mikilvægur eiginleiki, og það er möguleiki að nútímakennsla, með slæðum á netinu fyrir tímann og opnum tölvum hamli námi nemenda.
Ítarefni:
Pam A. Mueller Daniel M. Oppenheimer The Pen Is Mightier Than the Keyboard: Advantages of Longhand Over Laptop Note Taking Psychological Science June 2014 vol. 25 no. 6 1159-1168
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2014 | 17:30
Plat"vísinda"rit og svindl á alnetinu
Á alnetinu má finna margt misjafnt. Þar er ótrúleg gylliboð um frægð, fé og lengri útlimi. Þar eru einnig beitur fyrir vísindafólk, eða fólk sem heldur að það séu að stunda vísindi.
Vísindaleg samfélög og útgefendur birta tímarit sín á netinu, sum gegn áskrift en önnur ókeypis. Mörg þeirra sem ókeypis eru, rukka höfunda um vinnslugjald vegna kostnaðar við útgáfuna. Sjá t.d. Plos One
Frétt mbl.is um nýlega tilraun Alex Smolyanitsky sem sendi bull rannsókn til tveggja tímarita sem þóttust vera fræðileg The Journal of Computational Intelligence and Electronic Systems og Aperito Journal of NanoScience Technology.
Þau samþykktu uppspuna hr. Smolyanitsky án athugasemda, sem segir okkur að yfirlestur og ritstýring hafi verið í skötulíki.
Það er hins vegar alrangt sem gefið er í skyn í frétt mbl.is að öll opin tímarit séu sama marki brennd.
Stór meirihluti þeirra er með afburða fagmennsku, og nokkur hafa unnið sér inn orð sem topp tímarit í sínum faggreinum.
Þeir sem falla í gildrur sem þessar og senda greinar í rusltímarit, standa ekki undir nafninu vísindamenn.
Þeir sem halda að brella Smolyanitsky afhjúpi galla opinna tímarita oftúlka hrekkinn.
Til viðbótar, í umfjöllun mbl.is misritaðist titill greinarinnar, hann er Fuzzy, Homogeneous Configurations.
Ítarefni:
Arnar Pálsson | 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviði líffræði
Arnar Pálsson | 14. ágúst 2013 Jökli var rænt
Arnar Pálsson | 18. janúar 2012 Gömul viðskiptaveldi og nútíminn
![]() |
Birtu rannsókn Simpsons persóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2014 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2014 | 15:15
Varpar ljósi á uppruna og fjölbreytileika hesta
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2014 | 17:48
Fólkið mitt og fleiri dýr, eins og Gerry Durrell
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó