22.8.2014 | 10:18
Samanburður á löggjöf um líftækni á norðurlöndum
Norræna lífsiðanefndin lét gera úttekt á löggjöf um líftækni og skyld mál á norðurlöndum. Skýrsla um þetta hefur verið gefin út, í samstarfi við Nordforsk, og er aðgengileg á netinu á vef Lífsiðanefndarinnar. Sirpa Soini ritstýrði verkinu, en sérfræðingar á öllum norðurlöndunum komu að því. Í inngangi skýrslunnar segir:
The Nordic Committee on Bioethics was established in 1996. However, Nordic collaboration in the biotechnological arena started as far back as 1987. Many new issues have emerged since then; for instance, in connection with the ability to read the entire genome, examine embryos before implantation and use stem cells for therapeutic purposes.
One of the tasks of the Nordic Committee on Bioethics is to follow legislative developments within the sphere of biotechnology in the Nordic countries. The Nordic countries have adopted surprisingly different regulatory approaches to sensitive biotechnological issues, e.g. assisted reproduction and prenatal diagnostics and screening.
In 2000, the Nordic Council recommended charting the legislation and regulations pertaining to biotechnology in the Nordic countries. The first report was published in 2003, with a second, broader overview in 2006. Given the rapid progress of technology and the emergence of legislation to regulate the field, it is due time to update the tables from the previous reports. The European Union is increasing regulation of various areas of biotechnology, but its mandate in the field of health basically remains complementary. However, to meet common safety concerns, the EU may adopt measures that set high standards of quality and safety of organs, tissue, blood, and medicinal products and devices. Thus areas such as clinical trials, market authorisation of medicinal products and handling of tissue and blood lie within the EUs sphere, whereas access to assisted reproduction and genetic testing, for instance, do not. EU legislation is binding for Denmark, Finland and Sweden, but Norway and Iceland are not.
In addition to EU legislation, other supranational legislation may affect the legal landscape as well. The most important international biomedical document is the Council of Europes Convention for the Protection of Human Rights and Dignity of the Human Being with regard to the Application of Biology and Medicine from 1997 and the additional protocols. The legal status of the Convention and its protocols are listed in Table 16.
We hope that these tables can give the reader an overall picture of the legislation in the Nordic countries. However, it should be noted that the format cannot provide comprehensive information with all the necessary details. We therefore recommend contacting the respective country rapporteurs listed below.
Nálgast má skýrsluna í heild sinni á vef norrænu lífsiðanefndarinnar (NCbio).
egislation on biotechnology in the Nordic countries an overview 2014
19.8.2014 | 10:44
Að skrá erfðamengi mannsins
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Hér birtist svar sem við rituðum í sumar fyrir vísindavefinn.
Erfðaefnið í öllum lífverum á jörðinni er DNA-kjarnsýra. DNA er gormlaga og ber í sér upplýsingar um byggingu og starfsemi lífvera, hin svokölluðu gen. Kjarnsýran er tveir þræðir sem tvinnast saman og parast með ákveðnum einingum sem kallast kirni eða basar. Kirnin parast samkvæmt efnafræðilegum eiginleikum þannig að A parast við T, og C parast við G. Árið 1970 var kunngjörð aðferð sem gerði kleift að greina röð basa í bútum erfðaefnis. Margar lífefnafræðilegar aðferðir voru prófaðar í upphafi og enn eru nýjar aðferðir í þróun. Saman eru þessar aðferðir kallaðar DNA-raðgreiningar, og þær nýtast til að lesa röð basanna sem mynda genin og aðra hluti erfðamengisins. Fyrsta raðgreiningin á heilu erfðamengi var á veirunni MS2 árið 1976 og fyrsta bakterían, Haemophilus influenzae, var raðgreind 1995.

Röð basa í DNA má greina með efnahvarfi þar sem hver basi er litaður með sérstökum flúorljómandi hópi. Mismunur á staðsetningu og styrk ljóss á fjórum bylgjulengdum segir til um röð basa í ákveðnum DNA-bút eða geni.

Til að greina áhrif stökkbreytinga er tíðni þeirra borin saman hjá hópi sjúklinga með ákveðinn sjúkdóm og sambærilegum viðmiðunarhóp. Í þessu tilbúna dæmi eru áhrif tveggja stökkbreytinga athuguð. Engin munur er á tíðni stökkbreytingar á basa 1 í lösnum og hraustum einstaklingum, en breyting á basa 2 er greinilega algengari lösnum en heilbrigðum.
Þess er ekki að vænta að raðgreining genamengisins valdi byltingu í mannerfðafræðirannsóknum. Frekar má líta á hana sem fyrsta áfangann til fulls skilnings á erfðaefni mannsins og starfsemi þess. Næsti áfangi verður skilgreining á gerð og hlutverki allra þeirra prótína sem ákvörðuð eru af erfðaefninu.
- DNA raðgreining er aðferð til að greina röð basa í DNA.
- Raðgreining erfðamengja afhjúpar röð gena, byggingu þeirra og þróunarlegan skyldleika.
- Raðgreining erfðamengis mannsins auðveldar leitina að erfðaþáttum sem tengjast sjúkdómum.
- Fyrsta veiran raðgreind: Fiers W, Contreras R, Duerinck F et al. (1976). Complete nucleotide sequence of bacteriophage MS2 RNA: primary and secondary structure of the replicase gene. Nature, 260 (5551): 5007.
- Fyrsta baktería raðgreind: Fleischmann RD, Adams MD, White O, Clayton RA, Kirkness EF, Kerlavage AR, Bult CJ, Tomb JF, Dougherty BA, Merrick JM, o.fl. (1995). Whole-genome random sequencing and assembly of Haemophilus influenzae Rd. Science, 28; 269 (5223): 496-512.
- Guðmundur Eggertsson. Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér? Vísindavefurinn 21.9.2000.
- Eric S. Lander o.fl. (2001). Initial sequencing and analysis of the human genome. Nature 409, 860-921 .
- J. Craig Venter ofl. (2001). The Sequence of the Human Genome. Science, 291; 5507, 1304-1351.
- All About The Human Genome Project (HGP) - National Human Genome Research Institute (NHGRI).
- 7 Takeaways From Supreme Court's Gene Patent Decision - National Geographic.
- Fyrri mynd: DNA sequence.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 7. 8. 2014).
- Seinni mynd: Arnar Pálsson.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2014 | 13:30
Bryngeddan og þróun fiska
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2014 | 14:29
Erfðamengun ógnar íslenskum löxum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó