Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverđlaun í hagnýtri ţróunarfrćđi

Hvernig getum viđ ţróađ ný lyf, betri ensím og hreinari efnavörur?

 

Ein leiđ er ađ ráđa Darwin í vinnu. Eđa öllu heldur hagnýta ţróunarlögmáliđ.

 

Nóbelsverđlaunin fyrir efnafrćđi áriđ 2018 voru veitt ţremur vísindamönnum sem voru frumkvöđlar í ţví ađ hagnýta náttúrulegt val til ađ ná framförum í efna og prótínsmíđ.

 

Margir vísindamenn vinna viđ ađ leysa hagnýt vandamál, t.d. ađ búa til kröftugari sýklalyf eđa lyf međ minni aukaverkunum. Ein leiđ til ađ gera slíkt er ađ reyna ađ hanna betri sameindir, út frá bestu ţekkingu á virkni ţeirra eđa efnasamsetningu. Hin leiđin er sú ađ hagnýta hiđ náttúrulegusta af öllum lögmálum lífríkisins, sem Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace lýstu í greinum áriđ 1858.

 

Lögmáliđ byggir á nokkrum grunnforsendum.

 

Í fyrsta lagi, breytileiki ţarf ađ vera til stađar.

 

Í öđru lagi, ţarf breytileikinn ađ vera arfgengur ađ einhverjum hluta.

 

Í ţriđja lagi, ţarf breytileikinn ađ hafa áhrif á viđgang einstaklings (eđa gerđar).

 

Í fjórđa lagi, barátta er fyrir lífinu, fleiri einstaklingar verđa til en komast til nćstu kynslóđar. Af ţessum fjórum forsendum mun náttúrulegt val leiđa til ađlögunar, og betrumbćta lífverur og eiginleika ţeirra.

 

Náttúrulegu vali má beita til ađ "ţróa" virkni efna og prótína.

 

Sem er einmitt ţađ sem Frances Arnold gerđi í rannsóknum sínum á seinni hluta síđustu aldar. Fyrst reyndi hún ađ nota upplýstar ađferđir, ţ.e.a.s. ađ nota sína bestu ţekkingu á eiginleikum prótína til ađ gera ensímin betri. En besta ţekking var ónóg, og ávinningurinn takmarkađur. Náttúrulegt val er hinsvegar blint, ţađ ţarf ekki ađ vita neitt um eiginleika lífveranna, heldur veljast skástu gerđirnar fram yfir hinar, alveg sjálfkrafa.

 

Ţađ sem Frances gerđi var ađ einangra gen fyrir tiltekiđ ensím. Geninu var stökkbreytt handahófskennt, búnar til hundruđir eđa ţúsundir af ólíkum gerđum, međ erfđatćkni og fjölgun í örverum. Ţví nćst var valiđ á grundvelli virkni ensímsins, og ţau tilbrigđi af geninu notuđ fyrir nćstu umferđ. Međ ţví ađ endurtaka ferliđ nokkrum sinnum varđ alltaf til betra og betra ensím.

 

Í einni tilraun varđ til 200 sinnum virkara ensím á 3 kynslóđum.

 

Nćsta bylting í frćđunum var síđan ţegar útrađastokkun var hagnýtt. Ţar var ólíkum útgáfum af tilteknu geni stokkađ saman, dáldiđ eins og ţegar spil eru stokkuđ. Ţetta ferli finnst líka í náttúrunni, ţegar litningar eru stokkađir saman í ferli sem kallat endurröđun. Ţađ hefur einnig ávinning fyrir ţróun lífvera, og vitanlega einnig gervival fyrir betri ensímum.

 

Međ rannsóknum sínum gat Frances Arnold og samstarfsmenn hagnýtt náttúruleg lögmál.

 

Arnold deildi verđlaununum međ George P. Smith og Gregory P. Winter. Ţeirra framlag gekk út á svipađa hagnýtingu ţróunarlögmálsins, međ ţví ađ fjöldaframleiđa ólík prótín á ytrabyrđi veiruagna, sem auđveldar skimanir fyrir breytileika í lífvirkni ţeirra.

 

Ítarefni:

Use of Evolution to Design Molecules Nets Nobel Prize in Chemistry for 3 Scientist, NY Times, 3. október 2018.

 

 


Vísindaspjall 16. nóvember á Kex

Föstudaginn 16. nóvember 2018 verđur vísindaspjall og ađalfundur Líffrćđifélagsins haldinn á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Húsiđ opnar kl. 19:15, ađalfundurinn verđur frá 19:30 til 20:00, og svo hefst vísindaspjalliđ í beinu framhaldi ca. kl. 20:00. Meiri upplýsingar um viđburđinn á vef félagsins og Facebook, og einnig ađ neđan.
 

Dagskrá ađalfundar

  1. Skýrsla stjórnar
    b. Lagđir fram skođađir reikningar félagsins
    c. Lagabreytingar (sćkja skjal)
    d. Kosning stjórnar
    e. Önnur mál

Stjórn félagsins skipa Lísa Anne Libungan formađur, Guđmundur Árni Ţórisson vefstjóri, Hlynur Bárđarson gjaldkeri, Hrönn Egilsdóttir og Eva María Sigurbjörnsdóttir međstjórnendur. Varamađur í stjórn er Lovísa Ólöf Guđmundsdóttir og skođunarmađur reikninga Snorri Páll Davíđsson.

Kjörtímabiliđ eru tvö ár og rennur ţví út kjörtímabil ţriggja stjórnarmanna, ţeirra Lísu, Hrannar og Evu Maríu. Lísa gefur kost á sér til endurkjörs.
 

Vísindaspjalliđ

Ţema kvöldsins verđur "Vísindi í fjölmiđlum" . Viđ fáum til okkar góđa gesti sem hafa einmitt miđlađ vísindum í fjölmiđla upp á síđkastiđ á mismunandi máta:

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfrćđingur hjá Hafrannsóknastofnun
Kjartan Hreinn Njálsson, ritstjóri hjá Fréttablađinu
Rannveig Magnúsdóttir, líffrćđingur hjá Landvernd og TEDx fyrirlesari
Sćvar Helgi Bragason, jarđfrćđingur, ritstjóri Stjörnufrćđivefsins og ţáttastjórnandi Sjónaukans

Kvöldiđ verđur á léttu nótunum og ţví tilvaliđ fyrir líffrćđinga og áhugamenn um líffrćđi ađ auka tengslanetiđ. Endilega skráiđ ykkur á viđburđinn hér: http://ww.facebook.com/events/343268402886668

eđa međ ţví ađ senda póst á stjorn@biologia.is, svo ađ hćgt sé ađ áćtla fjölda.


Er hćgt ađ klóna gćludýr?

Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum? Upprunalega spurningin hljóđađi svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Arnar Pálsson. „Er hćgt ađ klóna látin gćludýr hjá einhverjum stofnunum?“ Vísindavefurinn , 12....

Ráđstefna um siđfrćđi lćknavísinda

Á morgun hefst í Hörpu ráđstefna á vegum heimssamtaka lćknafélaga, world medical association. Ţar verđur norrćna lífsiđanefndin međ málstofu um óbeinar skimanir á fóstrum fyrir fćđingu (noninvasive prenatal testing) . Hingađ til hefur veriđ nauđsynlegt...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband