Leita í fréttum mbl.is

Helmingunartími minninga og dauði taugafruma

Það hefur verið viðtekin þekking að taugafrumur miðtaugakerfisins endurnýjast ekki. Miðtaugakerfið er heilinn og mænan, (stundum eru augun talin með) en úttaugakerfið telur aðrar taugar, t.d. þann aragrúa sem tengist í magann*. Taugar úttaugakerfisins geta endurnýjast, skipt sér og myndað nýjar taugar. Grannfrumur miðtaugakerfisins (glial cells: einnig kallaðar taugatróðsfrumu) geta hins vegar endurnýjað sig, og gögn sýna einnig að þær taka þátt í að hindra vöxt taugafruma.

Nokkrar rannsóknir, á tilraunadýrum og á taugavef í heilum fólks, hafa sýnt að taugar heilans geta endurnýjast. Nýleg rannsókn sænskra vísindamanna og samstarfsmanna þeirra sýnir fram á endurnýjun taugafruma í drekasvæði heilans (hippocampus). Nálgunin sem Spalding og félagar beittu var ansi glúrinn. Þeir nýttu sér mengun frá kjarnorkutilraunum sem gerðar voru á yfirborði jarðar milli 1945 og 1963.

Geislavirkar kolefnis samsætur innlimast í erfðaefni fruma þegar það myndast. Erfðaefni hverrar frumu er óbreytt frá "fæðingu" hennar, og því er hægt að mæla aldur fruma með því að skoða hversu mikið af geislavirku kolefni er í erfðaefninu. Með því að bera saman hlutfall geislavirks kolefnis á mismunandi svæðum heilans  í heilum 19-92 ára látinna einstaklinga, kom í ljós að hluti drekasvæðisins endurnýjast. Samt sem áður stækkar svæðið ekki, heldur virðist vera umsetning á taugum. Samanburður sýnir einnig að drekasvæði skreppur saman í mannfólki, þrátt fyrir þessa endurnýjun. Í músum eykst rúmmál drekans með aldri, og vitað er að nýjar frumur eru þeim nauðsynlegar til að mynda nýjar minningar.

Vitanlega er ómögulegt að spá í mögulegar ástæður þessarar endurnýjunar hjá manninum, eða mismunandi endurnýjunar tauga manna og músa. E.t.v. er munur á helmingunartíma minninga manna og músa (það væri reyndar gaman að vita hverskonar minningar músaheilinn geymir).

Þessi endurnýjun í heilanum er alls ekki næg til að bæta upp fyrir skemmdir af völdum drykkju.

Viðbót:

Geislavarnir ríkisins fjölluðu einnig um rannsóknina, og útskýra betur geislavirku kolefnin

http://www.gr.is/2013/06/11/tilraunir-med-kjarnorkuvopn-gagnast-vid-rannsoknir-a-heilafrumum/

Ítarefni:

Spalding o.fl. Dynamics of Hippocampal Neurogenesis in Adult Humans Cell 2013 http://dx.doi.org/10.1016/j.cell.2013.05.002

Douglas Heaven Nuclear bomb tests reveal brain regeneration in humans New Scientist 7 júní 2013

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?“. Vísindavefurinn 14.10.2003. http://visindavefur.is/?id=3796. (Skoðað 10.6.2013).

The second brain in our stomachs BBC 11. júlí 2012

Sciencedaily.com  Neuronal Regeneration and the Two-Part Design of Nerves 5. júní 2013.


mbl.is Heilinn framleiðir heilasellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænar agnir á litlum bláum depli

Úr fjarska lítur jörðin út eins og blár depill. Voyager 1 tók mynd af jörðinni úr 6 milljarða kílómetra fjarlægð árið 1990. Þá er jörðin ekkert nema blár depill í órvídd geimsins. Myndin varð mjög þekkt þegar Carl Sagan (1934-1996) notaði hana sem útgangspunkt í bókinni Pale blue dot. til að ræða um mannkyn í geimnum, og til að skerpa á hugleiðingu um stöðu okkar í náttúrunni.

Úr minni fjarlægð sést að depillinn er ekki einsleitur, heldur skiptast á blátt og grænt, og síðan er síkvik hvít hula yfir öllu.

Nokkrir líffræðingar hafa nú tekið höndum saman og notað litla bláadepilinn (Pale blue dot) sem samnefnara fyrir skrif sín um jarðveg, gróður, náttúru og vernd. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði til að mynda um alþjóðlega landgræðsluráðstefnu sem haldin var hérlendi í fyrri viku, í pistlinum (Does soil make your heart beat?).

Ég skora á fólk til að kíkja á pistla þeirra. 

 


Málþing um náttúrufræðimenntun 5 júní

Boðað er til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni. Skráning og dagskrá: http://malthing.natturutorg.is/ Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00...

Vinna: rekstrarstjóri Lífvísindaseturs HÍ

Lífvísindasetur HÍ er regnhlíf yfir rannsóknir í sameindalíffræði hérlendis. Að setrinu standa aðillar við Heilbrigðis og Verk og náttúruvísindasvið HÍ, Háskólann í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur, rannsóknastöð í meinafræði. Nú er verið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband