Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnað málþing um Tilviljun og nauðsyn

Þann 8. febrúar 2013 stóð Líffræðistofa HÍ fyrir málþingi um bók Jacques Monod Tilviljun og nauðsyn. Fjölmargir áhorfendur hlýddu á fjögur stutt erindi tengd efni bókarinnar og höfundinum. Hið íslenska bókmenntafélag gaf Tilviljun og nauðsyn út í lok árs 2012.

Þýðandinn, Guðmundur Eggertsson prófessor emeritus, hélt erindi um lífshlaup höfundar og tilurð þýðingarinnar. Guðmundur byrjaði að þýða bókina fyrir þremur áratugum, í samstarfi við Þorstein Gylfason heimspeking. Guðmundur tók síðan upp þráðinn þegar hann hafði lokið við bækurnar Líf af lífi og Leitin að uppruna lífs og kláraði þýðinguna í samstarfi við Björn Þorsteinsson heimspeking, annan ritstjóra lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags, ritstýrði útgáfunni. Guðmundur sagði einn frá sínum persónulegu kynnum af Monod, en hann hélt einmitt erindi við Yale háskóla þegar Guðmundur vann þar að doktorsverkefni sínu.

Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands kynnti vísindi Monods. Hann lýsti rannsóknum Monod á sykurnámi Eschericia  coli gerla, sem hann fékk metið til doktorsprófs frá Sorbonne háskóla. Í kjölfarið gerðu Monod og samstarfsmaður hans Francois Jacob frekari rannsóknir á sykurnámi E. coli, og sýndu að gerilinn stýrði myndun ensíma eftir því hvaða sykur var í umhverfinu. Sú hugmynd að lífverur gætu stýrt tjáningu gena olli straumhvörfum í líffræði. Þeir félagar og samlandi þeirra Andre Lwoff fengu Nóbelsverðlaunin 1965 fyrir að uppgötvanir sínar á genastjórnun. Monod velti fyrir sér sameindalíffræði í víðu samhengi í bók sinni Tilviljun og nauðsyn sem kom út árið 1970.

 

Monod var umhugað um að kveða niður lífhyggju (vitalism) og velti einnig fyrir sér stöðu mannsins í alheiminum. Björn Þorsteinsson sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ ræddi hugtak Monods um „siðfræði þekkingarinnar“. Jafnframt fjallaði Björn um samband hugtaksins við skoðanir Monods á samfélagsmálum.

 

Luc Fuhrmann sendiráðunautur flutti einnig stutta hugvekju um áhrif og félagslegt samhengi bókar Monod á Frakkland á tímamótum gamalla og nýrra gilda.  Eva Benediktsdóttir, forseti Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ var fundarstjóri.

 

Að erindum loknum var boðið upp á léttar veitingar, og gátu gestir rætt og reifað málin.

 

Ljósmynd af Guðmundir Eggertsyni tók Einar Garibaldi - höfundaréttur er Einars. Picture copyright Einar Garibaldi.

 

Guðmundur Eggertsson var í viðtali í Víðsjá 5 febrúar 2013. Þar sagði hann meðal annars að Monod geri mikið úr þætti tilviljunarinnar í þróun lífsins (og etv. starfsemi).  

 

Málþingið var styrkt af

Sendiráði Frakklands á Íslandi

Líffræðifélagi Íslands

Örverufræðifélagi Íslands

Mannerfðafræðifélagi Íslands

Verk og náttúruvísindasviði HÍ

Gróco ehf

ORF líftækni

Hinu Íslenska bókmenntafélagi

GPMLS við HÍ


Nýr prófessor og litlar RNA sameindir í bleikju

Tvö erindi um líffræði verða í HÍ í seinni hluta vikunnar.

Í dag flytur Guðmundur Ó. Hreggviðsson svokallaðan innsetningarfyrirlestur, af því tilefni að hann hefur verið skipaður prófessor við HÍ. Guðmundur starfar við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ og Matís. Rannsóknir hans hafa verið á mörgum sviðum örverufræði, sameindalíffræði og stofnvistfræði.

Erindið hefst kl. 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. 

Föstudaginn 1. mars heldur Kalina H. Kapralova erindi um tengsl miRNA sameinda við þroskun bleikju.

Erindið kallast Are miRNAs involved in the morphological diversity of Icelandic Arctic charr? Hluti ágrips:

The small non-coding micro-RNAs (miRNAs) have over the past decade emerged as a major class of developmental regulators. Although their sequences appear to be  highly conserved among taxa, miRNAs often exhibit temporal and spacial differences in expression between species. In this study we are looking into the differential miRNA expression during the development of two contrasting morphologies of Arctic charr (small bentic charr from lake Thingvallavatn and Arctic charr from a stable aquaculture line (Hólar)). We sampled each morph at several time points during development and selected four time points, based on key events in craniofacial development, for high-thoughoput small-RNA sequencing.

ac_370_2_0_7_1.jpgMynd af bleikjufóstri var tekin af Kalinu (picture copyright - Kalina H. Kapralova).

Kalina er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild og er leiðbeinandi hennar Sigurður S. Snorrason. Rannsóknarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að finna þroskunalegar ástæður fjölbreytileika íslenskra bleikjuafbrigða (developmental bases of morphological diversity in Icelandic Arctic).

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta


Íslenskt landslag og kerfi frumnanna

Í dag mánudaginn 25. febrúar 2013 eru tvö erindi af líffræðilegum toga í HÍ. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorvarður Árnason flytja erindi í boði Hins íslenska náttúrufræðifélags sem kallast Íslenskt landslag, lýsing þess og flokkun eftir sjónrænum...

Stuð í samskiptum blóma og býflugna

Af einhverri ástæðu eru blóm og býflugur oft notaðar sem einfallt dæmi um kynlíf, m.a. þegar fræða þarf ungu kynslóðina. Býflugurnar og blómin eru hins vegar einnig dæmi um samþróun (co-evolution). Það er vegna þess að nútildags eru margar býflugur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband