28.11.2012 | 10:05
Rafdráttur til gæðagreininga á kjarnsýrum
Hans G. Þormar doktorsnemi við læknadeild HÍ og forstjóri Lífeindar/Biocule mun fjalla um Rafdrátt til gæðagreininga á kjarnsýrum (Electrophoresis to assess quality of nucleic acid samples).
Erindið verður föstudaginn 30. nóvember 2012 frá 12:30 til 13:10, í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Enskt ágrip erindisins:
Current methods in genetics use complex samples of nucleic acids e.g. genomic or transcriptomic samples. Such samples are put through a number of processes and purifications. The molecules in the samples are almost always of different length and strandness, e.g. single-stranded DNA (ssDNA), double-stranded DNA (dsDNA), single-stranded RNA (ssRNA), double-stranded RNA (dsRNA) or RNADNA hybrids. The nucleic acid molecules can be damaged by sample treatment. There has been no good way to characterize the composition of such samples, nor the effects of that for downstream processes. We have developed a Two-Dimensional techniques to analyse such complex samples based on differences in length, conformation and strandness.
Lífeind er sprotafyrirtæki sem spratt úr rannsóknarvinnu Jóns J. Jónssonar og nemenda hans við Læknadeild og Landspítala. Fjallað er um Lífeind á vef HÍ.
Fyrirtækið hefur það markmið að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir til að einangra beint, úr flóknum erfðaefnissýnum, DNA-sameindir með óeðlilega byggingu. Aðferðirnar má m.a. nota til að einangra DNA-sameindir sem innihalda erfðabreytileika, stökkbreytingar og skemmdir.
Unnið er að markaðssetningu aðferða Lífeindar á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið hefur aðsetur innan Lífefna- og sameindalíffræðistofu í Læknagarði, sérhæfðu rannsóknar- og kennsluhúsnæði Læknadeildar Háskóla Íslands.
Erindið verður flutt á ensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2012 | 14:17
Merking erfðabreyttra matvæla felld í Kaliforníu
Samhliða kosningum um forseta bandaríkjanna og fulltrúa fylkja í öldungadeild og fulltrúadeildina var kosið um margvísleg önnur málefni í fjölmörgum fylkjum.
Í Kaliforníu var kosið um hvort það ætti að vera "skylda að merkja erfðabreyttar matvörur". John Weaton sem barðist fyrir því að málið færi í almenna atkvæðagreiðslu kallaði það "The California Right to Know Genetically Engineered Food Act."
Samkvæmt Ballotapedia var tillagan, númer 37, felld:
No | 5,990,280 | 52.3% | |
Yes | 5,456,051 | 47.7% |
Razib Khan og lesandi hans tóku saman gögn úr kosningunum eftir sýslum í Kaliforníu. Þá kemur í ljós mjög sterkt jákvætt samband milli fylgis Obama og stuðnings við tillöguna. Myndin er af síðu Razib - gene expression.
Það sýnir svart á hvítu að vinstrimenn eru tortryggnari á erfðabreytingar.
Hins vegar eru amerískir hægrimenn tortryggnir á loftslagsvísindi.
Hvorir tveggja efast um tiltekin vísindi sem snerta það svið mannlífsins sem þeim er kært (frelsið til að keyra trukka og frelsið til að upplifa - þar með borða - náttúruna).
Traust vísindaleg gögn ganga gegn afstöðu beggja hópa. Loftslagsvísindamenn eru sammála um að maðurinn hafi breytt loftslagi með því að seyta út koltvíldi og öðrum lofttegundum. Á sama hátt álykta matvælafræðingar og heilbrigðisvísindamenn að erfðabreyttar plöntur og afurðir úr þeim séu jafngildar venjulegum nytjaplöntum og afurðum.
Færa má rök fyrir því að hin íslenska reglugerð um að skylt sé að merkja matvæli sem innihalda hráefni úr erfðabreyttum plöntum sé ósanngjörn. Hún lækkar allavega ekki verðið til almenns neytanda.
Gáfulegra væri að hafa kerfi hliðstætt því sem gyðingar hafa. Kosher merking er á fæðu sem uppfyllir trúarlega staðla, og stranghlýðnir gyðingar velja þá fæðu. Á sama hátt gætu strangtrúaðir hreinmatistar komið sér upp merkingum á því sem ekki er erfðabreytt, og borgað sjálfir fyrir kostnaðinn í stað þess að velta honum á neytendur annara matvæla.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.11.2012 | 13:41
Lífslíkur, litningaendar og heimildavinna
Vísindi og fræði | Breytt 27.11.2012 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2012 | 16:25
Sigurvegari bandarísku forsetakosninganna...Nate Silver
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó