Leita í fréttum mbl.is

Bévítans krækiber í nefi

Sakleysislegt stopp við foss og berjabrekkur breyttist í fjölskylduharmleik. Undir bláhimni glittaði á svartar perlur í lynginu, krækiber voru byrjuð að þroskast. Ekki voru þau stór, og sæt voru þau varla, en ekki er að slíku spurt þegar berjaveiðieðlið er vaknað.

Við týndum nokkrar handfyllir og í gáfum nokkur þeirra yngispiltnum tæplega tvævetra í plastmáli. Drengur kunni kostinum vel og tíndi berin upp í sig af miklum móð, en kapp er best með forsjá. Þegar upp á heiðina var komið heyrðist harmakvein úr aftursætinu. Piltungur hafði ruglast á pípum. Það tókst að losa tvö krækiber úr nösinni með lipurð. Því miður sat eitt ber eftir í nefholinu, sallarólegt og ekki líklegt til hreyfa sig af sjálfsdáðun.

Nefsugan var grafin upp þegar heim var komið, en hún reyndist ekki nægilega öflug. Næst ráðfærðum við okkur við Dr. Google, sem leiddi okkur á greinina: The ‘Parent's Kiss’: An Effective Way to Remove Paediatric Nasal Foreign Bodies. Þar er lýst "foreldrakossi" (parents kiss), aðferð til að losa hluti úr barnanefum. Aðferðin er í stutt máli þessi.

Leggðu fingur yfir nös þeim megin sem aðskotahluturinn er ekki í.

Settu varir þínar yfir munn barnsins.

Andaðu þéttingsfast upp í munn barnsins.

Við þetta myndast þrýstingur í munni og hluturinn þrýstist út úr nösinni, stundum í fylgd með horslummu.

ATHUGIÐ: Mælt er með að hafa samband við heilsugæslu, hjúkrunarfræðing eða lækni þegar barn er með aðskotahlut í nefi. Ekki er víst að þetta henti í öllum tilfellum. Samkvæmt greininni var mælt með að hámarki 5 tilraunum. Óreglulegir hlutir hreyfast trauðla við gust þennan.

Samkvæmt greininni reyndist þetta vel í 60% tilfella (31 barn tók þátt í rannsókninni), og best á hringlótta og litla hluti. Hið himneska krækiber uppfyllti það skilyrði. Reyndar gerðist ekkert í fyrstu atrennu, en pjakki líkaði atlotin og bað um "Meia". Þá komst hreyfing á krækiberið og það tyllt í sér í nasagættina. Piltungur var fullsáttur, og reyndi að bera sig eftir berinu (en við hentum þvi safnhaugakassann).

Á næstu vikum:

Hvernig á að framkvæma nýrnaskipti í heimahúsi.

Fjaðraígræðsla milli gæsar og manns sem vörn gegn skalla.

Rakstur á líkamshárum með alnáttúrulegum hraunhellum.

Stígvél full af kúamykju koma í veg fyrir fótavörtur.

Heimildir:

The ‘Parent's Kiss’: An Effective Way to Remove Paediatric Nasal Foreign Bodies
Neeraj Purohit, Shalina Ray, Tom Wilson, and OP Chawla Ann R Coll Surg Engl. 2008 July; 90(5): 420–422. doi:  10.1308/003588408X300966 

Líf á reikistjörnunum

Fæstir efast um að líf finnist annarstaðar í alheiminum, því eins og Carl Sagan og Guðmundur Eggertsson hafa rætt um er stærð geimsins þvílík og fjöldi reikistjarna og tungla það mikill að mjög líklegt er að líf hafi orðið til oft. Vissulega eru mörgum spurningum ósvarað, og full ástæða til að reka stjörnulíffræðiskóla.

Spyrja má hvernig líf finnst annarstaðar?

Hvaða aðstæður eru heppilegar fyrir uppruna lífs?

Hvaða grunneiningar eru notaðar í erfðaefni lífvera á öðrum hnöttum?

Hvaða orkugjafa nota lífverur á öðrum hnöttum?

Er jarðhiti nauðsynlegur fyrir myndun fyrstu frumnanna?

Eins og segir í tilkynningu á stjörnufræðivefnum er Ísland talið heppilegur vettvangur fyrir rannsóknir á sumum þessara spurninga, vegna þess að hér er mikil eldvirkni og landið hrjóstrugt og ungt. Þróunar, örveu og sameindalíffræðingar hafa löngum velt fyrir sér frumeinkennum lífvera. Samanburður á lífverum á jörðinni sýnir að við byggjum allar á sama erfðaefni, prótínmyndunarkerfin eru mjög svipuð og lykilþættir í efnaskiptum og byggingu frumunnar eru allar af sama meiði. Gildir þar einu hvort talað sé um hvali, menn eða hitaþolnar örverur.

Íslensk hverasvæði eru búsvæði margra hitaþolinna lífvera, og þau eru einnig segull fyrir ferðamenn og náttúruunendur. Ég tel mikilvægt að vernda þessi svæði, eins og Jakob K. Kristjánsson hvetur til í nýlegri grein (Smáskemmdaferill náttúruperlu Eftir Jakob K. Kristjánsson 29. júní 2012).


mbl.is Alþjóðlegur stjörnulíffræðiskóli hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar

Tilhugsunin um bakteríur hræðir okkur. Okkur er kennt að bakteríur valdi allskonar sjúkdómum og farsóttum, og tengjum þær nær alltaf við slæma hluti. Sannleikurinn er sá að aðeins lítil hluti bakteríutegunda getur sýkt fólk. Flestar bakteríur eru góðir...

Ástand landsins - moldrok eða grænar hlíðar?

Blessaðir hagarnir fara ekki vel í þurrkinum. Vandamálið er ekki síðra á hálendinu og þar sem jörð er mjög gljúp. Þeir sem hafa áhuga á ástandi landsins, gróðurfari og náttúrunni er bent á málþing sem fram fer næsta mánudag (18. júní, kl. 14-16) í sal...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband