15.3.2012 | 17:32
Ný-útdauðir frummenn
Steingervingasagan er mjög gloppótt. Engu að síður er hægt að átta sig á stórum dráttum, t.d. tilkomu ákveðinna dýra og plöntuhópa.
Steingervingasaga mannsins er fyllri en margra annara lífvera, líklega vegna áhuga okkar á eigin fortíð (frekar en sögu sæsporðdreka t.d.). Það er staðreynd að maðurinn er skyldastur simpönsum. Reyndar sýna nýjar upplýsingar sýni að hluti af erfðamengi okkar er skyldara górillum en simpönsum, en það er vegna þess i) að genin hafa hvert sína sögu og ii) þess að það leið stuttur tími frá því að forfaðir manna og simpansa skildi við sameiginlegan forfaðir okkar og górilla.
Ættartré manntegunda er ríkulega greinóttur runni. Þekktustu meiðarnir eru suðurapinn, Homo erectus og Homo neanderthalensis. Neanderdalsmenn eru t.t.l. náskyldir manninum, en dóu út fyrir um 35000 árum (en skildu reyndar eftir erfðaefni í mannfólki utan Afríku. Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?). Reyndar fannst einnig beinagrind smágerðrar mannveru á eyjunni Flores í Indónesíu en deilt er um hvort um sé að ræða nýja tegund eða afbakað mannveru Dvergar á Flores og á Íslandi).
Nýverið birtist grein í PLoS ONE sem bætir nýrri steingerðri beinagrind í safnið. Sú ku vera um 13000 ára gömul og harla ólík Homo sapiens. Sum einkenni eru áþekk venjulegu mannfólki en önnur segja höfundar greinarinnar að séu of ólík til að um sömu tegund geti verið að ræða. Út frá þeim beinum sem fundust og einkennum þeirra er ekki hægt að skera úr um hvort að þetta sé djúp greina á þróunartré manntegunda (homo greininni okkar) eða hvort að þetta sé bara sérstaklega umbreyttur (úrkynjaður) hópur af tegundinn H. sapiens.
Beinin fundust í tveimur Kínverskum hellum árin 1979 og 1989, en lágu órannsökuð til ársins 2008. Annar hellana heitir Rauða dádýrshellir, og því fengu nýju (eða nýútdauðu) mennirnir heitið Rauðadádýrsfólkið (Red deer cave people).
Mér finnst alltaf jafn svekkjandi að neanderdalsmenn hafi dáið út. Ímyndið ykkur hversu fjölskrúðugari staður jörðin væri, ef hér byggju 2-5 tegundir manna. Ef til vill var ómögulegt fyrir þær að búa saman í friði, en sem afkomandi hippa má ég alveg leyfa mér drauma.
Frumheimild
Umfjöllun the Guardian
Red Deer Cave people' may be new species of human The guardian Ian Sample 14 mars 2012
Skyldir pistlar: athugið að í pistlunum hér á eftir er misræmi, sem starfar af því að gögn sem birtust 2010-2011 staðfestu kynblöndun manna og neanderdalsmanna.
Adam neanderthal og Eva sapiens
Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Er sjálfsofnæmi arfleifð frá Neanderdalsmönnum?
Vísindi og fræði | Breytt 21.3.2012 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2012 | 09:38
Visnu og mæðirannsóknir á Keldum fyrir hálfri öld
Það var sem vitrun að læra frumulíffræði hjá Halldóri Þormar prófessor. Hann kenndi mikið út frá spurningum, á borð við:
Hér er fruma, hvernig getum við greint mismunandi hluta hennar?
Er þessu prótíni seytt út úr frumunni eða ekki?
Síðan rakti hann hvernig hægt væri að svara þessum eða áþekkum spurningum. Áherslan var á aðferðir og rökhugsun tilrauna, og í gegnum þær lærðum við líka heilmikið um eiginleika og byggingu frumunnar.
Rannsóknir Halldórs voru mest í veirufræði og mun hann fjalla um þær rannsóknir sem hann stundaði fyrir hálfri öld þegar hann kom til starfa á Keldum í erindi í dag:
Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirlesari: Halldór Þormar, prófessor emeritus, erindið verður haldið fimmtudaginn 15. mars, kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.
Visnu og mæðirannsóknir á Keldum fyrir hálfri öld.
Visna og mæði eru smitsjúkdómar í sauðfé sem bárust til Íslands árið 1933 með innfluttu karakúlfé. Mæði er lungnasjúkdómur og visna sjúkdómur í miðtaugakerfi og teljast til hæggengra sýkinga. Sýkingartilraunir í kindum bentu til að visna og mæði væru veirusjúkdómar. Visnuveiran ræktaðist í frumurækt árið 1957 og mæðiveiran árið 1958. Báðar veirur ollu svipuðum sjúklegum breytingum í frumurækt og skoðun í rafeindasmásjá leiddi í ljós svipaðar kúlulaga veiruagnir. Frekari rannsóknir sýndu að um náskyldar eða sömu veiru var að ræða sem síðar var nefnd mæði-visnuveira (MVV). Rannsóknir bentu til að MVV væri náskyld RNA æxlisveirum og sú tilgáta sannaðist við uppgötvun víxlritans (reverse transcriptase) sem skipaði þessum veirum í flokk retroveira. MVV telst til undirflokks lentiveira ásamt HIV.
Halldór er ein af gersemum íslensks vísindasamfélags, og vísindastarf hans er víðfemt, nákvæmt og mikilsvert.
Því veitti Líffræðifélag íslands Halldóri heiðursverðlaun síðasta haust. Halldór er vinstra megin á myndinni, hægra meginn er ungstirnið Bjarni K. Kristjánsson.
Sem dæmi um virkni hans og framsýni, þá gaf hann út bók um fitur og lípíð sem varnarefni gegn sýklum snemma árs 2011.
13.3.2012 | 11:36
Hvar er genið mitt tjáð?
9.3.2012 | 15:59
Ágengar framandi tegundir í speglinum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó