Leita í fréttum mbl.is

Ólmur hugi og þunglyndur

Félagi Steindór var í viðtali á Rás 2 í morgun (Hætti að taka geðlyf). Viðtalið er sérstaklega hugvekjandi og hjálpar vonandi fólki sem þjáist af geðsjúkdómum og hefur hvorki fundið líkn né lækningu.

Af vef ruv.is:

Geðlæknar hafa sagt Steindóri Erlingssyni, vísindasagnfræði og líffræðingi, oftar en hann kærir sig um að muna, að hann þurfi að vera á geðlyfjum alla ævi. Hann var greindur með eitt alvarlegasta þunglyndi sem læknar höfðu séð og glímdi við það og mikinn kvíða í meira en tuttugu ár.

Því fylgdi líka mikil manía. Hann hætti á lyfjunum fyrir nokkrum árum og ákvað að takast á við sjúkdóm sinn með öðrum aðferðum. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 frá baráttunni við geðsjúkdóma og miklum átökum milli fræðimannsins og sjúklingsins en hann hefur sjálfur skrifað mikið um vísindi og heilbrigðismál. Fyrir tveimur árum kynntist hann geðlækni sem breytti lífi hans. Í viðtalstímum var hann látinn setja upp persónuleg leikrit þar sem fræðimaðurinn og sjúklingurinn tókust á. Steindór fór að hreyfa sig og takast á við sjúkdóminn með eigin vilja og hugarafli. Hann telur að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér, á sínum tíma, að hætta að taka lyf. En segir hins vegar að oft geti lyf verið afar gagnleg. Það má lesa nánar um þetta í grein sem Steindór skrifar í nýjasta tímariti Geðverndar.

Við fjölluðum aðeins um grein Steindórs í Geðvernd í lok síðasta árs (Fræðimaðurinn og Sjúklingurinn). 

Geðvernd: Rit Geðverndarfélags Íslands ( Frá vonleysi til vonar: Hugleiðingar fræðimanns um sjúkling, geðlyf og bata, 40: 24-29, 2011.)


James F. Crow er fallinn frá

Lengi framan af síðustu öld héldu vísindamenn að geislun væri einungis hættuleg í miklu magni. En í upphafi kjarnorkualdar komu fram áhyggjur um að minni geislun gæti einnig verið hættuleg, því að hún myndi smám saman valda breytingum á erfðaefni einstaklinga, bæði í venjulegum vefjum og kynfrumum.

Bandaríska vísinda akademían (National science academy) setti á fót nefndir sérfróðra erfðafræðinga til að meta áhrif geislunar á erfðaefni. Herman Muller hafði sýnt að sterk geislun leiddi til litningabrota (og hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvun sína).

James F. Crow sem féll frá nú í upphafi árs, var skipaður í þessa nefnd og fleiri áþekkar sem í kjölfarið fylgdu. Sérsvið hans var stofnerfðafræði (population genetics) sem snýst um eðli stökkbreytinga, áhrif þeirra, erfðir og hvernig þær viðhaldast í stofnum lífvera. Slíkt er ákaflega mikilvægt þegar við viljum vita hvaða áhrif stökkbreytandi efni eða geislar hafa á lífverur og stofna þeirra.

crow_jim_2006_002Mynd af James Crow af vef Madison háskóla í Wisconsin, hann spilar á víóluna sína (hann lék með symfoníu hljómsveit Madison til 1994).

Hann og samstarfsmenn drógu saman margar niðurstöður, m.a. gögn frá fluguerfðafræðingnum Edward Lewis sem leiddi líkur að því að geislun ýtti undir hvítblæði (Lewis 1957). Það kom nefnilega í ljós að geislun er hættuleg, jafnvel þótt í litlu mæli sé. Væg geislun í langan tíma getur haft jafn slæm áhrif og mikil geislun í stuttan tíma.

Ný rannsókn á fjölda hvítblæðis tilfella í börnum á árunum 2003-2007 í nágrenni franskra kjarnorkuvera fellur alveg að þessari niðurstöðu. Gögn frönsku vísindamannana eru frekar veik, áhættuhlutfallið (odds ratio - OR) er 1.9. Öryggismörkin á áhættuhlutfallinu eru frá 1.0 til 3.3, ef hlutfallið er 1.0 þá er engin áhætta, en ef OR er 2, þá eru tvisvar sinnum fleiri sjúklingar en búast má við (t.d. 2/1000 fjarri kjarnorkuverum en 4/1000 nærri kjarnorkuverum - ATH þessar tölur eru tilbúnar, til að útskýra OR).

Það sem reyndar bendir til þess að áhrif kjarnorkuveranna á hvítblæði séu mjög veik (ef þá raunveruleg) er að greinin fann ekki samband fyrir börn sem fæddust á milli 1990 til 2001, eða þegar gögnin eru öll greind í heild.

Þótt að kjarnorkuver séu hræðileg uppfinning, þá hefur verkfræðingum tekist að draga mjög úr mengun vegna geislavirkra efna. Allavega nú á dögum. Maður hugsar til þess með hryllingi hvernig fer eftir 5-100 kynslóðir, ef samfélag manna hættir að geta fjárfest í stáli og steypu til að loka inni geislavirkan úrgang sem hefur safnast upp á jörðinni.

James Crow barðist fyrir banni á kjarnorkutilraunum, sérstaklega sprengingum ofanjarðar sem leiddu til hækkunar á hlutfalli geislavirkra sameinda í andrúmsloftinu. Hann tók einnig þátt í umræðu um það hvernig nýta mætti DNA til að greina lífsýni, t.d. í glæparannsóknum.

James Crow var lærifaðir margra stofnerfðafræðinga, en varaði fólk við því að þetta væri erfitt fag og ólíklegt til vinsælda í líffræði. Hann sá ekki fyrir þá byltingu sem hefur orðið á líffræði, með raðgreiningu erfðamengis mannsins og rannsóknum sem skoða þúsundir eða milljónir stökkbreytinga jafnt í bleikjum og himnuskóf. Nú vilja mjög margir líffræðingar iðka stofnerfðafræði, sem er skemmtilegur viðsnúningur viðhorfi til einnar stærðfræðilegastu grein lífræðinnar.

James var einnig mikilvirtur kennar og einn ritstjóra vísindatímaritsins Genetics í nokkra áratugi. Hann varð 95 ára í fyrra og af því tilefni birtast nú greinar um störf hans í Genetics. Því miður entist honum ekki ævin til að lesa allar greinarnar, en hann náði grein sem Daniel Hartl skrifaði. Þar ræddi Dan um upplifun sína sem nemandi í grunnkúrs í erfðafræði, sem James kenndi:

I met him personally only after the midterm exam when an anonymous grader had marked my fill-in answer “plieotropy” as wrong without explanation. I made my way to the New Genetics Building (now called the Old Genetics Building) on Henry Mall, where I introduced myself to Professor Crow and inquired why the answer was marked wrong. He cheerfully explained that that answer was wrong because the spelling was incorrect. I argued that, given the context, any reasonable person would have known what I meant. But he countered genially with the remark that grading must be based on what students write, not what they mean.

Orðið sem Dan Hartl flaskaði á var fjölvirkni (pleiotropy), sem þýðir að gen hafi áhrif á tvo eða fleiri eiginleika. Fjölvirkni er reglan í lífverum, ég hef ennþá ekki séð gen sem hefur einungis eitt hlutverk. Í gegnum þróunarsöguna hafa flest gen fengið fleiri en eitt hlutverk og valda þeim að því er virðist ágætlega.

Ítarefni. 

Claire Sermage-Faure o.fl. Childhood leukemia around French nuclear power plants – the Geocap study, 2002-2007 International journal of cancer DOI: 10.1002/ijc.27425

MBL.is Aukin tíðni hvítblæðis í nágrenni kjarnorkuvera 11. jan. 2012.

Nicolas Wade James F. Crow, Population Genetics Pioneer, Dies at 95 NY Times, 11. jan. 2012.

 Seymour Abrahamson James F. Crow: His Life in Public Service Genetics January 2012 190:1-4; doi:10.1534/genetics.111.135186 Abstract

 Daniel L. Hartl James F. Crow and the Art of Teaching and Mentoring Genetics December 2011 189:1129-1133; doi:10.1534/genetics.111.135160 

Lewis E. B. , 1957Leukemia and ionizing radiation. Science 125: 965972.Abstract

 


mbl.is Aukin tíðni hvítblæðis í nágrenni kjarnorkuvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botndýr á Íslandsmiðum landans

Einn af fyrrum kennurum mínum, Jörundur Svavarsson sjávarlíffræðingur, var gestur landans síðastliðinn sunnudag (8. janúar 2012). Myndbrotið má sjá á vef RÚV og textinn að neðan fylgir fréttinni. Það er talið að í hafdjúpunum við Ísland lifi 6-8 þúsund...

Erindi: Guðmundur Georgsson á Keldum og erfðamengi hitaþolinna baktería

Ég vildi benda líffræðilega þenkjandi fólki á tvö forvitnileg erindi í þessari viku. Fyrst ber að nefna erindi Sigurðar Ingvarssonar um Guðmund Georgsson lækni, sem starfaði lengstum á Rannsóknastöð háskólans í meinafræði að Keldum. Úr tilkynningu :...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband