18.2.2011 | 14:53
Örorka og geðraskanir
Steindór J. Erlingsson birti eftirfarandi grein í Fréttablaðinu fyrir nokkru. Hann er m.a. að bjóða fólki að sjá fyrirlestur Robert Whitaker hjá Hugarafli þann 19. febrúar 2011 (kl 15:00).
Frá árinu 1990 hefur tíðni örorku vegna geð- og atferlisraskana nánast tvöfaldast hér á landi, án þess að tíðni þessara raskana hafi aukist að ráði. Þetta kemur fram í grein eftir Sigurð Thorlacius, Sigurjón B. Sigurðsson, Stefán Ólafsson og Kristinn Tómasson sem birtist á síðasta ári í Journal of Mental Health. Sem hlutfall af heildarfjölda öryrkja á tímabilinu 1990-2007, þá óx tíðni kvenna með örorku vegna geð- og atferlisraskana úr 14% í 29%, meðan karlar fóru úr 20% í 35%. Höfundarnir velta fyrir sér ýmsum skýringum á þessari aukingu en eftir lestur greinarinnar stendur eftir mikilvæg spurning: Hvað með geðlyfin?
Eins og mikið hefur verið rætt um á undaförnum árum er ávísun geðlyfja hér á landi með því mesta sem þekkist í heiminum. Þegar þetta er haft í huga vaknar eftirfarandi spurning: Af hverju hafa geðlyfin ekki dregið úr aukningu örorku vegna geðraskana? Árið 2004 veltu Tómas Helgason, Helgi Tómasson og Tómas Zoega þessari spurningu fyrir sér í grein sem birtist í British Journal of Psychiatry, en þar er fjallað um áhrif þunglyndislyfja á heilsufar Íslendinga. Niðurstaða greinarinnar er að ekkert bendi til að hröð auking á ávísun þunglyndislyfja hafi minnkað þann mikla vanda sem þunglyndi veldur. Greinarhöfundar benda enn fremur á að ekki muni draga úr þessum vanda fyrr en með tilkomu betri meðferða.
Þegar þessi niðurstaða er höfð í huga er eðlilegt að spyrja hvort að langvarandi neysla geðlyfja geti mögulega aukið vanda þeirra sem kljást við geðraskanir. Bandaríski rannsóknablaðamaðurinn Robert Whitaker svarar þessari spurningu játandi í bókinni Anatomy of an Epidemic sem út kom á síðasta ári. Það er ekki að ástæðulausu því á undanförnum tuttugu árum hefur örorka vegna geðraskana þrefaldast í Bandaríkjunum á sama tíma og ávísun geðlyfja hefur aukist gríðarlega. Bók Whitakers, sem er vel rökstudd, hefur komið af stað hörðum deilum í Bandaríkjunum enda finnst mörgum geðlæknum hann vega að starfsheiðri þeirra. Íslendingum mun gefast færi á að hlýða á Whitaker 19. febrúar næstkomandi. Hann verður aðalfyrirlesari á málþingi sem Hugarafl, félag notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og fagaðila, stendur fyrir milli 14 og 17 í salnum Skriðu í húsnæði Kennaraháskólans. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
18.2.2011 | 09:46
Opið í Öskju 19 febrúar
Síðustu tvö árin höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofur okkar í Öskju á Háskóladeginum. Það hefur virkað mjög vel, við fengum mikið af gestum bæði framhaldskólanema og fjölskyldufólk.
Í ár ætlum við að vera með svipaða dagskrá (milli 11 og 16 í þann 19. febrúar í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ - gengið er inn Norrænahúsmeginn):
- Við sýnum nýjasta landnema við Ísland - grjótkrabbann
- Við sýnum örverur, erfðabreytta sveppi og klónaðar plöntu
- Sýndar verða höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til manns
- Hægt að spreyta sig á því að einangra DNA úr lauk
- Við sýnum verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum
- Fólk fær að kynnast DNA örflögum sem skoða tjáningu allra 21000 gena í erfðamengi okkar í einu
- Dýrafræðingarnir sýna fuglshami, furðulega hryggleysingja og tennur úr hákarli.
Háskóladagurinn verður með öðru sniði í ár, kynningar verða í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði. Meðal þess sem er á boðstjólum eru:
- Ör-kynningar nemenda á námi þar sem hver námsgrein sviðsins fær til umráða 10 mínútur
- Líffræðingar opna tilraunastofur og leyfa fólki að spreyta sig
- Eldorgel eðlisfræðinga verður til sýnis - þar er leikið með tónlist og gasloga.
- Stjörnufræðingar sviðsins munu bjóða í stutt ferðalag um alheiminn.
- Ferðamálafræðingar verða með ratleik um Öskju.
- Vélaverkfræðinemar sýna líkan að kappakstursbíl sem þeir eru með í smíðum, einnig verður keppnisbrautin í hönnunarkeppninni til sýnis.
- Byggingarverkfræðinemar kynna burðarþol brúa með skemmtilegum hætti.
- Nýstárlegar kynningar verða á stærðfræði og eðlisfræði.
- Jarðvísindamenn kynna tækjabúnað sem þeir nota á eldfjallavaktinni.
- Grillaðar pylsur í boði frá hádegi og meðan birta leyfir.
Verið hjartanlega velkomin í HÍ á Aldarfmæli skólans.
Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. tekin á vísindavöku, af yðar æruverðugum. Mynd 3. Taugar og stoðfrumur í auga ávaxtaflugu´- mynd og copyright Sigríður Rut Franzdóttir.
![]() |
Háskólinn býður í aldarafmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 12:28
Um ræktun erfðabreyttra lífvera
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.2.2011 | 13:15
Umfjöllun um erfðabreyttar plöntur í sjónvarpinu
Vísindi og fræði | Breytt 21.2.2011 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó