Færsluflokkur: Froða og sápukúlur
16.12.2009 | 14:34
Sannleikurinn um þróun, ala laukurinn
Þrír virtir líffræðingar, og strákurinn úr "growing pains" fjalla um þróun.
Þetta minnir mig á atriði í The man of the year, þar sem spaugari sem Robin Williams leikur verður allt í einu forseti Bandaríkjanna.
Í einu atriðinu er verið að ræða Kastljós, þátt þar sem tveir aðillar eru fengnir inn til að ræða um eitthvað málefni. Ein persónan í myndinni segist ekki þola slíka þætti af því að í slíkum þáttum er báðum gert jafn hátt undir höfði, söguprófessornum og geðsjúklingnum sem dettur í hug að afneita helförinni.
Stundum leika fjölmiðlamenn þennan leik, lyfta undir sögusagnir eða halda uppi orðspori fólks sem er hreinlega ekki með báða fætur á jörðinni.
Fjölmiðlamenn verða að búa að grundvallarþekkingu um raunveruleikann. Það er freistandi að feta sanngirnisstíg milli ólíkra skoðanna, en það má ekki kasta rýrð á þekkt lögmál og staðreyndir. Þyngdaraflið er lögmál, þróun er lögmál, maðurinn er að rústa umhverfinu og sjúkdómar verða ekki læknaðir með milljarðafalldri þynningu á hrossataði.
Myndin er forsíða á lesbók lauksins, sem hittir stundum í mark.
Að auki vill ég benda á að í lauknum eru síðustu 4,5 milljarða ára gerð upp (ekki bara 2009), í frábærri 10 punkta syrpu. Nokkur sýnishorn.
Sumerians Look On In Confusion As Christian God Creates World
Dinosaurs Sadly Extinct Before Invention Of Bazooka
Rat-Shit-Covered Physicians Baffled By Spread Of Black Plague
New 'War' Enables Mankind To Resolve Disagreements
Froða og sápukúlur | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2009 | 17:37
Brjálaða býflugan frændi minn
Hér er aðallega fjallað um vísindaleg efni, af mismikilli visku og vandvirkni. Í þessu hliðarspori langar mig að kynna ykkur fyrir býflugunni frænda mínum, Agli Sæbjörnsyni.
Hann er listamaður, tónvalskur með afbrigðum og forvitnileg mannvera á flesta kanta.
Egill er foráttuduglegur piltur, sendi frá sér plötu í sumar hljóðritaða með einvalaliði (sjá borgina, á fésbók og Myspace.) opnaði sýningu í Hafnarhúsinu í fyrriviku (er meðal annars með myndir af tveimur veggjum að ræðast við, m.a. um laaaaaaaangan tíma) og gaf út bók.
Myndin er af vef listasafns Íslands, tekin af Anu Vahtra.
Egill hefur komið fram í nokkrum viðtölum, á rás 1 og 2, og þriðja nóvember í kastljósinu þar sem hann náði að segja orðin "þú veist" allavega 12 sinnum.
Mæli eindregið með því að fólk hlýði á Crazy like a bee, sem Egill tók ásamt hljómsveitinni í kastljósi. Nánar um plötuna og hljómsveitina, sem er alveg fantagóð, á borgin.
Froða og sápukúlur | Breytt 10.11.2009 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2009 | 13:38
Óður til fáránleikans
Fimmfætt kind gekk inn á barinn Húllumhúbla, pantaði sér gulrótasafa og fékk það svar að eyðublað 313 hafi ekki verið rétt útfyllt.
Samkvæmt einni mest lesnu grein á vef New York Times þessara viku, þá skerpir bull gáfur. Greinin heitir "how nonsense sharpens the intellect" og var rituð af Benedict Carey.Það er til fólk sem rannsakar bull, eða til að vera nákvæmari, hvaða áhrif bull hefur á huga fólks.
Eitt af því sem fólk hefur tekið eftir er að ef fólki finnst því vera ógnað, skerpist á þeim grunngildum sem það hefur. Ef við leyfum okkar beina tilvitnun í grein Careys (tengillinn er á ítarefni á Pubmed):
After thinking about their own inevitable death, they become more patriotic, more religious and less tolerant of outsiders, studies find. When insulted, they profess more loyalty to friends and when told theyve done poorly on a trivia test, they even identify more strongly with their schools winning teams.
Travis Proulx og Steven J. Heine halda því fram að þessi hegðun sé afleiðing þess hvernig heili okkar hefur þróast. Samkvæmt þeim hefur verið valið fyrir heilum sem geta spáð fram í tímann, t.d. með því að sjá mynstur í atferli eða umhverfi.
Hvar passar fáránleikinn inn í þá mynd?
Travis og Steven halda því fram að hugurinn hafi tvær leiðir til að takast á við áföll eða mótsagnir. Ein væri sú að herðast í trúnni (á fótboltaliðið eða Búddalíkneskið) en hin væri sú að hugsun viðkomandi verði skarpari (hann verði meðvitaðari um umhverfið og getan til að greina mynstur batni).
Nýjasta rannsókn þeirra gekk út á að tveir hópar (20 nemenda) fengu tvær mismunandi sögur til aflestrar. Önnur var fáránleikasagan sveitalæknirinn eftir Kafka (the country doctor) en hin hefðbundin mótsagnalaus texti. Að lestri loknum fengu nemendurnir að spreyta sig á þraut sem gekk út á að greina mynstur í röð tákna. Þeir sem lásu söguna eftir Kafka stóðu sig betur en hinir.
Ályktunin sem þeir draga er að hugsun nemendanna sem lásu mótsagnakenndu söguna hafi skerpst, að það hafi kviknað á einhverjum stöðvum sem gerðu þá móttækilegri og skarpari.
Fyrir aðdáendur hins óvænta og fáránlega, er þetta góð tíðindi og hey fyrir hugann.
18.9.2009 | 11:43
Þraut sem þarf að leysa
Hrun í býflugnastofnum víða um heim hefur vakið mikla undrun. Á sumum svæðum hafa heilu búin lagst af, en annarstaðar fækkar í þeim um fleiri prósent.
Hvað gæti verið orsökin, eða orsakirnar?
Í frétt mbl.is er rætt um alþjóðlega býfluguráðstefnum sem fram fer í Frakklandi. Þar kynna vísindamenn niðurstöður rannsókna, þar sem leitast er við að kasta ljósi á ráðgátuna. Prófaðar eru tilgátur um sýkingar, afrán, stofnerfðafræðilegt hrun (vegna ónógs kynlífs) og þar fram eftir götunum.
Ég vill benda fólki á að það er ENGINN á þessari ráðstefnu að velta alvarlega fyrir sér þeim möguleika að erfðabreyttar plöntur eigi þar hlut að máli. Ástæðan er sú að þeirri tilgátu hefur verið hafnað með óyggjandi rökum (sjá meðan annars opið bréf Ólafs Andréssonar og frumheimild Duan JJ, Marvier M, Huesing J, Dively G, Huang ZY (2008) A Meta-Analysis of Effects of Bt Crops on Honey Bees (Hymenoptera: Apidae). PLoS ONE 3(1): e1415. doi:10.1371/journal.pone.0001415).
Engu að síður lifir þessi meinloka, erfðabreyttar plöntur drepa býflugur, góðu lífi.
Okkar hlutverk er að benda á slík mistök, rétt eins og við bendum vinum okkar á að kvef sé orsakað af veirum (en sé ekki karma) og neysla frauðplasts sé ekki heppileg leið til megrunar (í tilefni föstudagsins verð ég að benda á dúndur myndband á lauknum - "non food diet").
Hvers vegna hrynja býflugnasamfélögin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Froða og sápukúlur | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.6.2009 | 16:52
Klassískur laukur: Beinagrindafólkið
Vísindafréttamenn lauksins (the Onion) ræða í grein árið 1999 mjög spennandi niðurstöður um heila ættkvísl fólks sem var ekkert nema beinagrindur. Þá vantaði skinn, vefi og innri líffæri, og samkvæmt niðurstöðum fornleifafræðinga bjuggu þeir í Nílardalnum. Vitnað er í Dr. Christian Hutchins:
Ímyndið ykkur, einu sinni var þetta svæði vaðandi í óhuggulegum gangandi beinadgrindum
Imagine: At one time, this entire area was filled with spooky, bony, walking skeletons. (á frummálinu)
Rakin er mjög sennileg skýring á því hvernig beinagrindafólkið hafi numið land í Nílardalnum, sigrað ættbálka þar með göldrum og hversu áþekkt það er venjulegu fólki. Með orðum Edmund-White:
Þessar verur gengu uppréttar á tveimur fótum eins og menn og voru með mjög þróaða þumla.
Like humans, these creatures walked upright on two legs and possessed highly developed opposable thumbs, (á frummálinu)
Edmund-White setur síðan fram svakalega tilgátu sem hristir undirstöður samfélagsins.
Þessar beinagrindur gætu verið forfeður okkar allra. Það er mögulegt að í einhverjum okkar sé hluti af beinagrind.
These skeletons may, in fact, be ancestors of us all. Any of us could be part skeleton. (á frummálinu)
Sem betur fer hefur efasemdamönnum tekist að afsanna þessa fáranlegu "bein-inní-fólki" tilgátu, og við getum sofið róleg yfir því að okkar innri stoðgrind úr efnisyfirunninni blómaolíuáru mun halda verndarhimnunni undir okkur þannig að segulómun erfðabreyttu jarðarinnar mun ekki raska innri friðargeislum stofnfrumuónæmiskerfis DNAgjöfinni okkar frá móður náttúru.
Archaeological Dig Uncovers Ancient Race Of Skeleton People December 8, 1999.
Froða og sápukúlur | Breytt 3.7.2009 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 10:05
Lauklykt af erfðabreyttum tómat?
Greint var frá því í lauknum (the Onion) að vísindalega útlítandi menn hefðu erfðabreytt tómat, og gert hann þannig dýrari í sölu (e. Tomato Genetically Modified To Be More Expensive). þessi bylting gerir bændum kleift að selja afurðir sínar dýrar en áður. Að auki þurrka erfðabreyttu tómatarnir út fjórar tegundir af maríuhænum.
Laukurinn er eins og einhverjir hafa áttað sig á rit af léttara taginu. Fyrirsögnin á pistli dagsins er í þeim anda og ber ekki að taka bókstaflega. Blaðið spinnur iðulega í kringum visindaleg efni, oft mjög haganlega eins og eftirfarandi dæmi sanna.
Vísindamenn einangra Pepsiþol-genið. Hvorki Wellcome trust, né Íslensk erfðagreining hafa staðfest þessa niðurstöðu.
Kansas bannar þróun. Kansas reyndi að banna kennslu á þróunarkenningunni, en tók síðan til annara ráða.
Vísindaráð bandaríkjanna hefur komist að því að vísindi eru ERFIÐ. 'Law of Difficulty' á við í öllum greinum raunvísinda.
Og síðan uppáhaldið mitt, á mörkum vísinda og lýgi...
Byltingarkennd innlegg sameina fimm gervivísindi. Kæru vísindamenn, ef ykkur vantar auka pening eru mikil mikil sóknarfæri í gervivísindum. Það nægir að rymja fræðilega hljómandi orð íklædd(ur) hvítum slopp með gleraugu.
Froða og sápukúlur | Breytt 3.7.2009 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó