Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Erindi og ráðstefnur

Bryngeddan og þróun fiska

Mánudaginn 18. ágúst mun Dr. John Postlethwait halda hádegiserindi á vegum Líf- og umhverfisvísindastofnunar.

Í fyrirlestrinum mun Dr. Postlethwait prófessor við Institute of Neuroscience, University of Oregon, Eugene, fjalla um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna á erfðamengi s.k. bryngeddu (Lepisosteus aculatus), sem er ein 7 frumstæðra tegunda beinfiska frá öðru blómaskeiði beinfiska á miðlífsöld sem enn eru uppi. Greint verður frá því hvernig rannsóknir á erfðamengi þessara „lifandi steingervinga“ geta nýst við að varpa ljósi á  þróun genamengja, gena og genastarfsemi nútíma beinfiska og spendýra.

Titill erindisins er: Linking Teleost Fish Genomes to Human Biology
Ingo Braasch, Peter Batzel, Ryan Loker, Angel Amores, Yi-lin Yan, and John H. Postlethwait


Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 13:30-14:30 mánudaginn 18. Ágúst í stofu N-131 í Öskju og er opinn öllum.
 
Ágrip erindisins á ensku.
Spotted gar (Lepisosteus oculatus), a holostean rayfin fish and one of Darwin’s defining examples of ‘living fossils’, informs the ancestry of vertebrate gene functions and connects vertebrate genomes. The gar and teleost lineages diverged shortly before the teleost genome duplication (TGD), an event with major impacts on the evolution of teleost genomes and gene functions. Evolution after the earlier two vertebrate genome duplication events (VGD1 & VGD2) also complicates the analysis of vertebrate gene family history and the evolution of gene function because lineage-specific genome reshuffling and loss of gene duplicates (ohnologs) can obscure the distinction of orthologs and paralogs across lineages and leads to false conclusions about the origin of vertebrate genes and their functions. We developed a ‘chromonome’ (a chromosome-level genome assembly) for spotted gar. Analysis shows that gar retained many paralogs from VGD1 & VGD2 that were differentially lost in teleosts and lobefins (coelacanth, tetrapods). We further show that spotted gar can be reared as a laboratory model enabling the functional testing of hypotheses about the origin of rayfin and lobefin gene activities without the confounding effects of the TGD. The spotted gar genome sequence also helps identify cis-regulatory elements conserved between teleosts and tetrapods, thereby revealing hidden orthology among regulatory elements that cannot be established by direct teleost-tetrapod comparisons. Using whole genome alignments of teleosts, spotted gar, coelacanth, and tetrapods, we identify conserved non-coding elements (CNEs) that were gained and lost after various key nodes of vertebrate evolution. This information enables us to study on a genome-wide scale the role of regulatory sub- and neofunctionalization after the TGD and helps infer targets of cis-regulatory elements that we test in vivo using transgenic reporter assays. This living fossil links teleost genomes to human biology in health and disease.


Ysta nöf og loftslagsvísindin

Loftslag jarðar er að breytast samfara aukinni losun loftslagstegunda af mannavöldum.

Þetta er staðreynd, en smáatriðin eru ekki alveg á hreinu.  Það er að segja, við vitum t.d. ekki alveg hversu mikið hitinn mun aukast, eða hvar hitinn breytist mest, eða hvaða aðrar afleiðingar það mun hafa fyrir veðrakerfi og strauma í höfunum.

En til að geta búið til góð líkön um væntanlegar breytingar þurfum vísindamenn að skilja  náttúrulegar sveiflur í hita og veðrakerfum. Við vitum öll um árstíðasveifluna, en einnig er vitað að stærri sveiflur eða umskipti gerast í veðurlagi jarðar. Íslendingar kannast flestir við Litlu ísöld, sem varaði frá 1450-1900.

Með því að kanna fjölda, samsetningu og dreifingu frjókorna í jarðlögum er hægt að meta sveiflur í loftslagi og öðrum þáttum.

Það er einmitt viðfangsefni fornvistfræði, sem er á mörkum líffræði og jarðfræði. Lilja Karlsdóttir doktorsnemi við Líf- og umhverfisfræðideild HÍ mun á morgun verja doktorsritgerð sína um birkifræ í jarðlögum.

Lilja var að rannsaka kynblöndun birkitegunda á nútíma (síðustu 10.000 ár, e. Holocene).

Erindi Lilju verður í Hátíðarsal aðalbyggingar kl 14.00 og heitir Kynblöndun íslenskra birkitegunda á nútíma lesin af frjókornum.

Prófdómari hennar Chris Caseldine prófessor við landfræðideild háskólans í Exeter flytur fyrirlestur mánudaginn 24.mars kl.16:30, í Öskju,stofu 132.

Heiti fyrirlestursins Chris er From esoteric fringe to Climategate – the changing role of Quaternary science over recent decades and into the future.

Ítarefni

Litla ísöld á wikipedia.


Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2

Á árinu verða haldnar málstofur um fiskeldi í kvíum í sjó og á landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands. Fyrsta málstofan var haldin 17. janúar 2014 og önnur málstofan verður haldin 14. mars næstkomandi.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgÁ næstu málstofu flytja erindi erlendir sérfræðingar sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Þeir eru dr. Trygve Poppe prófessor við norska dýralæknaháskólann, dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland, og dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufræðastofnuninni NINA. Einnig flytja erindi þeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd  Landssambands fiskeldisstöðva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiðifélaga.

Fjallað verður um sjávarlús í fiskeldi, lyfjagjafir, sjúkdóma og útbreiðslu smits frá fiskeldi í sjó, en allir frummælendur hafa tekið þátt í fjölda rannsókna á þessum sviðum. Að lokum verður opnað fyrir umræður og taka fyrirlesarar og fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga þátt í pallborðinu.

Málstofan, sem fer fram á ensku, verður haldin á Café Sólon í Reykjavík kl. 13:30 – 16:30 föstudaginn 14. mars 2014.

Nánari upplýsingar Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2.
 
Fyrsta málstofan Líffræði og umhverfisfræði fiskeldis var vel sótt.
 
Mynd af bleikjuhrognum, Arnar Pálsson 2010.

Brögðóttar krabbameinsfrumur í gervi stofnfruma

Krabbameinsfrumur eru ansi brögðóttar. Nýlegar rannsóknir sýna að stundum geta krabbameinsfrumur hermt eftir stofnfrumum, sérstaklega þegar þær eru að mynda meinvörp.

Sameindalíffræðingurinn Þórður Óskarsson hefur rannsakað þessi fyrirbæri, og ræðir þau í viðtali við Leif Hauksson í Sjónmáli gærdagsins (5. mars 2014).

Krabbameinsfrumur eiga nefnilega erfitt uppdráttar í framandi vefjum. Segjum sem svo að krabbamein hafi myndast í lunga, og myndar þar æxli. Slík æxli má fjarlægja með skurðaðgerð og/eða meðhöndla  með geislum eða efnum. En æxlisfrumur geta líka farið á flakk um líkamann, og myndað meinvörp.

Það sem torveldar flakk krabbameinsfruma er sú staðreynd að vefir eru ólíkir, og eiga lungnafrumur almennt ekki auðvelt uppdráttar í t.d. vöðva eða heila. En Þórður og aðrir vísindamenn hafa sýnt að krabbameinsfrumur yfirstíga þessa hindrun með bellibrögðum. Þær breyta tjáningu gena sinna, og framleiða sameindir sem einkenna stofnfrumur. Flestir vefir eru með stofnfrumur, og þar með er komin leið fyrir krabbameinsfrumurnar að "nema land" í nýjum vef. Og þá getur meinvarp farið að myndast oft með alvarlegum afleiðingum. 

Ég skora á fólk að hlýða á einstaklega fræðandi viðtal við Þórð í Sjónmáli. Einnig er öllum frjálst að hlýða á erindi Þórðar á morgun, á málþingi á vegum Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofu HÍ. Erindið verður flutt á ensku.

Þrír aðrir líffræðingar flytja fyrirlestur á málþinginu, þau Sigríður R. Franzdóttir, Ólafur E. Sigurjónsson og Guðrún Valdimarsdóttir.

 

Guðrún birti einmitt nýlega rannsókn á stofnfrumum og hjartaþroskun, sem fjallað er um á vef HÍ.

Hópur vísindamanna og nemenda við Lífvísindasetur Háskóla Íslands undir forystu Guðrúnar Valdimarsdóttur, lektors í lífefnafræði við Læknadeild, fékk á dögunum birta grein í marsútgáfu hins virta vísindarits Stem Cells þar sem varpað er ljósi á það hvaða boðferlar í stofnfrumum úr fósturvísum manna leiða til þess að þær sérhæfast í hjartafrumur. Rannsóknin er liður í því að auka skilning manna á því hvernig hægt yrði að nýta fjölhæfar stofnfrumur til þess að græða skaddaðan hjartavef....

Guðrún og samstarfsfólk hennar hyggst halda áfram rannsóknum á sérhæfingu stofnfruma og beina nú sjónum sínum að myndun æðarþelsfruma. Vefir líkamans eru háðir blóði til vaxtar og viðhalds og æðaþelið er nauðsynlegt til blóðflæðis. „Við höfum tvenns konar markmið fyrir augum. Við viljum annars vegar geta aukið æðamyndun í tilvikum ýmissa æðasjúkdóma og hins vegar viljum við koma í veg fyrir of mikla æðamyndun til þess að geta stöðvað æxlisvöxt,“ segir Guðrún. Hún bætir við að tilraunir á músum, þar sem ákveðin gen hafa verið slegin út og eru þar af leiðandi ekki tjáð, sýni að fjölskylda vaxtarþátta, svokölluðu TGFbeta-fjölskylda, stjórnar miklu um þroskun fruma hjarta- og æðakerfis. „Við ætlum að skoða hvort við getum stjórnað sérhæfingu stofnfruma í  æðaþelsfrumur með því að breyta boðleið TGFbeta-fjölskyldunnar innan frumunnar. Þessi rannsókn byggist að sjálfsögðu á rannsóknarstyrkjum sem við erum algerlega háð í okkar vinnu,“ segir Guðrún að lokum.

Málþing um sameindalíffræði og stofnfrumur - dagskrá.

Sjónmál 5. mars 2014 Krabbameinsfrumur nýta sér stofnfrumur

Frétt á vef HÍ.is 5. mars 2014  Varpa ljósi á þroskun stofnfruma í hjartafrumur

Anne Richter ofl. BMP4 Promotes EMT and Mesodermal Commitment in Human Embryonic Stem Cells via SLUG and MSX2 2014 STEM CELLS Volume 32, Issue 3, pages 636–648, March 2014


Við erum samsett úr frumum og sameindum

Um miðbik síðustu aldar varð til ný fræðigrein á mörkum efnafræði og líffræði. Sameindalíffræði fjallar um sameindir eins og t.d. prótín, sykrur og kolvetni, sem finnast inni í öllum lífverum. Hún gerði vísindamönnum kleift að skilja eðli erfða, og rannsaka eiginleika fruma og lífvera.

lottetal07b.jpg

Nú hefur sameindalíffræðin teygt anga sína víða. Hún er grundvöllur margra framfara í læknisfræði og landbúnaði, hún er nýtt í rannsóknum á vistkerfum og þróun og jafnvel sem verkfæri listamanna. Þekktast er etv. framleiðsla á insúlín með erfðatækni, og nú eru fjölmörg önnur lyf framleidd með aðferðum líftækninnar. Hið nýja hús Alvogens í Vatnsmýri, verður einmitt vettvangur framleiðslu samheita líftæknilyfja.

 

Sameindalíffræði hefur kollvarpað skilningi okkar á eiginleikum sjúkdóma, t.d. krabbameina eða hjartaáföllum. Með aðferðum hennar er hægt að rannsaka ferla sem aflaga fara í sjúkdómum, og jafnvel að þróa leiðir til að vinna gegn þeim. Íslenskir sameindalíffræðingar eru framarlega í rannsóknum á þessu sviði, sem dæmin sanna. Sigríður R. Franzdóttir og félagar eru t.d. að gen og kerfi sem stýra þroskun bleikjuafbrigðanna í Þingvallavatni. Ólafur E. Sigurjónsson hefur kannað hvernig má stýra þroskun stofnfruma með þáttum úr blóði. Guðrún Valdimarsdóttir náði að stýra stofnfrumum, og láta þær mynda litla hjartavísa. Þórður Óskarsson, sem fékk heiðursverðlaun Líffræðifélagsins í fyrra, stýrir rannsóknarhópi í Þýskalandi. Hann er að rannsaka áhrif umhverfis á stofnfrumur, með sérstaka áherslu á meinfarandi krabbamein.

 

Þessir líffræðingar munu allir halda erindi um rannsóknir sínar 7. mars 2014. Erindin verða í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.

 

Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofunni.

 

Dagskrá má sjá vef Líffræðifélags Íslands

Mynd af tjáningu gena í fóstrum ávaxtaflugna. Litað er fyrir tveimur prótínum í einu, even-skipped, kruppel og giant. Úr grein Susan Lott og félaga frá 2007.


Svín í tíma og rúmi

Hvað er hægt að læra af svínum? Það fer náttúrulega eftir því hvaða svíni þú fylgist með.*

Sálfræðingar birtu árið 2009 rannsókn sem sýnir m.a. að svín geta notað spegla, til að finna mat og skynja umhverfi sitt. Aðrar rannsóknir og tilraunir hafa sýnt að svín geta smalað kindum**, framkallað mannleg hljóð, hoppað í gegnum hringi og spilað tölvuleiki með gleðipinna.

Síðasti sameiginlegi forfaðir svína og okkar var uppi fyrir rúmlega 100 milljón árum, en fyrir um 8000 árum lágu leiðir okkar saman aftur. Þá tóku menn svín í sína þjónustu, ólu þau upp og átu. Ó hið grimma sársoltna fólk.

Vísindamenn við Durham háskóla á Englandi hafa rannsakað uppruna svína með erfðafræðilegum aðferðum og með því að bera saman hauskúpur þeirra.

Una Strand Viðarsdóttir mannfræðingur vann að þessum rannsóknum og mun fjalla um þær í erindi næstkomandi föstudag (14. febrúar 2014, kl 12:30).

Erindið verður í stofu 129 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Þeir sem vilja kynnast störfum Unu er bent á vefsíðu hennar við Durham háskóla.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð Líffræðistofnunar HÍ.

*Fyrst datt mér í hug að segja, "það fer náttúrulega eftir því hvaða svín kenndi þér", en fannst það of móðgandi fyrir kennarastéttina og fræðara (líklega því ég tel mig til þeirra).

** Já, kvikmyndin Babe var ekki alger uppspuni.

Tími og stofa voru leiðrétt kl. 16:12, 11. febrúar.

New York Times NATALIE ANGIER 9. 11. 2009 Pigs Prove to Be Smart, if Not Vain


Líf á aðeins einni jörð

Líffræðiráðstefnan 2013 var haldin 8. og 9. nóvember síðastliðinn. Á ráðstefnunni voru kynntar margskonar rannsóknir á líffræði en umhverfismál voru einnig í sérstökum í brennidepli.

Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og náttúruverndasinni, setti ráðstefnuna í með stuttu ávarpi og lestri á ljóðinu Aðeins ein jörð (Aðeins ein jörð).

Aðeins ein jörð.

Það er ekki´um fleiri´að ræða.

Takmörkuð er á alla lund

uppspretta lífsins gæða.

...

Að auki flutti Þóra Ellen Þórhallsdóttir yfirlitserindi sem kallaðist Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi og Þorvarður Árnason erindið Er þörf á sérstöku ráðuneyti umhverfismála á Íslandi?

Leifur Hauksson tók viðtal við Þóru af þessu tilefni og var það flutt í útvarpsþættinum Sjónmál 13. nóvember 2013. Hægt er að hlýða á viðtalið á vef RÚV,  Náttúrufegurðin verður í askana látin.

Að síðustu má benda á ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum


Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013

Það er með stolti sem við* tilkynnum að gengið hefur verið frá Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013.

Ráðstefnan hefst kl 9 þann 8. nóvember með þremur yfirlitserindum í stóra sal Íslenskrar erfðagreiningar.

James Wohlschlegel – UCLA - Proteolytic Control of Iron Metabolism and DNA Repair
Agnar Helgason – HÍ og ÍE - Dissecting the genetic history of a human population: A decade of research about Icelanders
Heiðursverðlauna erindi - tilkynnt síðar...

Á laugardagsmorgninum verða einnig tvö yfirlitserindi um mál sem varðar Ísland sérstaklega.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir – HÍ - Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi
Þorvarður Árnason - Rannsóknasetur Höfn - Er þörf á sérstöku ráðuneyti umhverfismála á Íslandi?

divethenorth_is_silfru.jpgAuk yfirlitsernida verða 109 erindi og 81 veggspjald kynnt á ráðstefnunni, sem fjalla um margvíslegar rannsóknir á lífverum og lífríki jarðar. Myndin hér til hliðar er t.d. af kafara í Silfru. Jónína H. Ólafsdóttir mun fjalla um kortlagningu jarðfræði og lífríkisins í hraungjám og hellum Þingvallavatns. Jónína er forhertur kafari og er nýbyrjuð í þessu meistaraverkefni undir leiðsögn Bjarna K. Kristjánssyni á Hólum. Verkefnið er samt að miklu leyti hennar, og hún hefur m.a. fengið styrk frá National Geograpic Society til þess, og umfjöllun á vef tímaritsins.

Hægt að skrá sig á ráðstefnuna á vefnum til kvöldsins 7. nóv. Skráningarsíða.

Mynd er af vef Divethenorth.is. Picture © http://www.divethenorth.is.

Lífríki gjánna við Þingvallavatn

*blogghöfundur er formaður Líffræðifélags Íslands 2013-2014.


Ráðstefna um Líffræðirannsóknir á Íslandi - skráning hefst

Líffræðifélag Íslands býður til ráðstefnu um Líffræðirannsóknir á Íslandi 8. og 9. nóvember 2013

Frestur til að senda inn ágrip er 10. október.

Fólk getur kynnt líffræðirannsóknir eða líffræðikennslu (í samstarfi við Samlíf) með erindum eða veggspjöldum. Erindi og veggspjöld mega vera á íslensku eða ensku. Ráðstefnunni verður skipt upp í málstofur eftir viðfangsefnum og tungumálum. Ef of margar beiðnir um erindi berast, getur þurft að bjóða sumum þátttakendum að senda inn veggspjald í staðinn.

Vinsamlegast skráið þátttöku og ágrip á http://lif.gresjan.is/2013

Einnig er ókað eftir tilnefningum um unga eða eldri vísindamenn sem hafa skarað fram úr í líffræðirannsóknum. Tilnefningar sendist á Snæbjörn Pálsson eða Bjarna K. Kristjánsson.

Staðfest yfirlitserindi
James Wohlschlegel – UCLA
Þóra Ellen Þórhallsdóttir – HÍ
Agnar Helgason – HÍ og ÍE.

Laugardagskvöldið 9. nóvember verður haustfagnaður félagsins.

Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á nýrri vefsíðu félagsins http://biologia.is

Vinsamlegast dreifið auglýsingu!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sjálfstæðir fjölmiðlar eru nauðsynlegir

Það er sérstaklega ánægjulegt að nýr fjölmiðill skuli nú vera að hasla sér völl hérlendis.

Í allri umræðu um þjóðfélagsmál, efnahag, umhverfi, land og auðlindanýtingu, er grundvallaratriði að fjölmiðlar séu öflugir og sjálfstæðir. Fjölmiðlar sem lúta beinum áhrifum efnamanna eða pólitískra hreyfinga eru ekki ákjósanlegir. Þeir geta komið með ágæta vinkla, en allt sem frá þeim kemur er metið í ljósi hagsmunatengslanna. Hérlendis á það bæði við um 365 miðla og Morgunblaðið.

Það verður að viðurkennast að ég hef ekki haft mikla innsýn í starf blaðamanna og fréttamanna, og sem vísindamaður hefur mér oft blöskrað hversu léleg umfjöllun um vísindi er hérlendis. Þar eru dæmi um snöggsoðnar þýðingar á einhverju sem blaðamaðurinn veit ekkert um, hreinar rangtúlkanir byggðar á vanþekkingu og síðan einfaldar eftirprentanir á fréttatilkynningum. Sannarlega eru margir fréttamenn sem hafa fjallað vel um vísindi, t.d. hvernig lífríki hafsins bregst við loftslags breytingum eða um ris andvísindahreyfinga í BNA.

Ef umfjöllun um vísindi er gloppótt, hvernig er þá umfjöllun um önnur svið samfélagsins?

Þeir fréttamenn sem ég hef rætt við kvarta yfir tímaskorti, því að þeir hafi bara tíma til að kafa í eina til tvær sögur á viku, en hitt sé frekar hraðsoðið. Þeir kvarta einnig yfir því að samfélagið skilji ekki eða virði störf þeirra.

Blaðamenn læra ákveðin vinnubrögð, um að gæta heimilda, fá staðfestingu á staðreyndum, vitna rétt í fólk, viðhalda hlutleysi o.s.frv. Á vissan hátt eru vinnubrögðin áþekk því sem tíðkast í vísindum, nema hvað þeir lúta lögmálum fréttatíma og um vinna þeir ekki ósvipað vísindamönnum, bara á skemmri tímaskala

Vandamálið sem við - íslendingar - stöndum frammi fyrir er þetta.

Við fáum þá fjölmiðla sem við eigum skilið.

Ef við kunnum ekki að meta góða fjölmiðla, þá fáum við slæma fjölmiðla. Ef við hlaupum bara á eftir líkamsparta-fyrirsögnum og hann-sagði/hún-sagði orðaskaki, þá munu fjölmiðlarnir mæta þeirri þörf okkar!

Ef við viljum vandaða fjölmiðlun sem þorir að takast á við vandamál í þjóðfélaginu, sem og þing, framkvæmdavald og dómstóla, þá verðum við að leita þá uppi, þakka þeim fyrir, láta aðra vita hvað er vel gert og BORGA FYRIR ÁSKRIFTIR.

Blogg koma aldrei í staðinn fyrir vandaðar fréttir!

Nú veit ég ekki hvort að Kjarninn verði nýr hlutlaus og öflugur miðill Íslandi til góðs, en þeir taka allavega mið af ágætum miðlum í Newsweek og Wired (ég er minna hrifinn af Vanity fair). Í núverandi umhverfi er það eiginlega bara RÚV sem stendur sem heilstæður og hlutlaus fréttamiðill. Ásakanir samkeppnisaðilla og stjórnmálamanna um vinstri slagsíðu, eru sorglegt dæmi um innflutning á áróðursbrellum amerískra hægrimanna öfgamanna.

Ég vil hafa RÚV sem sjálfstætt starfandi (án þingskipaðrar stjórnar!) miðil í íslensku samfélagi. Ef við RÚV missir ríkisstyrki verður hann eitthvað áþekkt NPR og PBS í Bandaríkjunum, jaðar-miðill sem hverfur í skugga pólítískra (FOX) eða skemmtifréttastöðva (NBC, ABC, CBS). 

Það er ekki ákjósanlegt ástand eins og margir hafa bent á nýlega. Til að mynda Chris Mooney, sem ritaði hina frábæru bók Unscientific America: How Scientific Illiteracy Threatens our Future með Sheril Kirshenbaum.

Áhugasömum er bent á að Chris Mooney verður með fyrirlestur við HÍ laugardaginn 7. september kl. 12.00 til 13.30 í stofu 105 á Háskólatorgi.

http://kjarninn.is/


mbl.is „Lítið vit í því að prenta út og dreifa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband