Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Erindi og ráðstefnur

Alþjóðleg ráðstefna um refi haldin á Núpi í Dýrafirði

Ester Rut forstöðumaður Melrakkaseturs vill vekja athygli fólks á ráðstefnu sem haldin verður um refi nú í haust. Úr tilkynningu (örlítið lagfært orðalag):

Alþjóðleg ráðstefnu um refi verður haldin dagana 11. - 13. október að Hótel Núpi í Dýrafirði.
Ráðstefnan fjallar um líffræði og málefni tófunnar, og er sú fjórða sem haldin hefur verið. Þátttakendur koma frá ýmsum löndum og eru bæði erindi og veggspjöld en einnig verður minning Páls heitins heiðruð með ýmsu móti. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna:

Þeir sem hafa áhuga á að sækja ráðstefuna, halda erindi eða kynna niðurstöður á veggspjöldum geta fylgt slóðinni hér að ofan og skráð sig.

Ungir_yrdlingar_af_morauda_litarafbrigdinu

 Mynd af vef Melrakkaseturs (picture copyright Melrakkasetur.is).

Ég get ekki annað en hvatt náttúruáhugamenn um að skrá sig á fundinn. Bæði vegna þess að refir eru hin forvitnilegustu kvikindi og því að Núpur er dásamleg gersemi í fegursta firði landsins.

Ítarefni:

Melrakkasetur

www.arcticfoxcenter.com

Frumkvöðull í rannsóknum á refnum


Björn Sigurðsson uppgötvaði hæggengar veirusýkingar

Björn Sigurðsson læknir var einn fremsti vísindamaður Íslands. Hann rannsakaði hæggengar sýkingar í sauðfé, bæði lentiveirur og príon. Hann var í fremstu röð þessara rannsókna á sínum tíma og Keldur hófst til virðingar undir hans stjórn. Guðmundur Pétursson fór yfir ævi Björns í stuttum pistli á Vísindavefnum:

Björn vann að fyrstu rannsóknum sínum sem læknanemi árið 1936 á taugaveikisýkingu í Flatey á Skjálfanda og tókst honum að greina sýkilinn við frumstæðar aðstæður. Að loknu kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1937 starfaði hann við Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og fór síðan til framhaldsnáms og rannsókna við Carlsbergfondets Biologiske Institut í Kaupmannaahöfn. Björn var við framhaldsnám og rannsóknir í Rockefeller Institute í Princeton, New Jersey 1941-1943 en kom síðan heim til starfa á Rannsóknastofunni við Barónsstíg undir stjórn Níelsar Dungals. 

100 ár eru liðin frá fæðingu Björns og af því tilefni verður haldin hátíðarfyrirlestur í Háskóla Íslands (8. ágúst 2013 kl. 16:00 í Hátíðasal Háskólans, Aðalbyggingu). 

Ashley T Haase, prófessor við Minnesotaháskóla heldur minningarfyrirlestur um Björn Sigurðsson, fyrsta forstöðumann Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, í Hátíðasal Háskólans, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Björns.

Björn Sigurðsson ávann sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á mæði-visnuveirunni og kenningar um hæggenga smitsjúkdóma. Mæði-visnuveiran er náskyld eyðniveirunni (HIV), og tilheyra þessar veirur báðar flokki lentiveira, en lentiveirur draga nafn sitt af kenningum Björns (lentus=hægur).

Ég þarf vonandi ekki að hvetja fólk til að mæta.

Ítarefni:

Guðmundur Pétursson Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda visindavefur.hi.is

Ashley Haase, MD - University of Minnesota Medical School

Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar


Málþing um náttúrufræðimenntun 5 júní

Boðað er til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni.
Skráning og dagskrá: http://malthing.natturutorg.is/

Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00 og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London.
Allir velkomnir.

RAUN, Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun.
Þingið er haldið í samstarfi við:

Félag raungreinakennara
Samlíf, samtök líffræðikennara
Félag leikskólakennara
Félag náttúrufræðikennara í grunnskólum

Ráðstefna um tæknifrjóvganir frá alþjóðlegu sjónarhorni

Dagana 25. -27. ágúst n.k. verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins ráðstefna um tæknifrjóvganir frá alþjóðlegu sjónarhorni. Ráðstefnan er skipulögð af Norrænu lífsiðfræðinefndinni og er ekkert ráðstefnugjald en nauðsynlegt er að skrá sig hjá ritara nefndarinnar - sjá nánari upplýsingar á vef Norrænu lífsiðanefndarinnar. Í tengslum við ráðstefnuna verður sérstök málstofa norrænna doktorsnema sem stunda rannsóknir á þessu sviði.

Þeir sem sjá sér fært að sækja ráðstefnuna eru hvattir til að senda ritara lífsiðanefndarinn tölvupóst ( secretary@ncbio.org fyrir 15. ágúst 2013).

Vinsamlegast áframsendið upplýsingar um ráðstefnuna til þeirra sem þið teljið áhugasama um málefnin. 

http://ncbio.org/english/

 


Dílaskarfurinn í flutningi Arnþórs og Jóns Einars

Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Ágrip erindis.

 

Dílaskarfurinn (Phalacrocorax carbo) er afar útbreidd tegund og nær frá Grænlandi og austurströnd N-Ameríku allt til Afríku, Asíu og Ástralíu. Hann er staðfugl hérlendis og heldur sig allt í kringum land að vetrinum en verpur í þéttum byggðum á hólmum og skerjum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Þar er mest af grunnsævi landsins og því mest fæðuframboð fyrir skarfana sem kafa yfirleitt ekki neðar en á 20 m dýpi. Fram eftir 20. öld voru dílaskarfabyggðir í sjávarhömrum á nokkrum stöðum utan núverandi útbreiðslusvæðis en þær eru nú horfnar. Þessi breyting á útbreiðslu tengist breytingu á lifnaðarháttum og útbreiðslu manna – dreifð byggð með ströndinni og nytjar úti um eyjar eru að mestu horfin.

 

Dílaskarfurinn á Íslandi hefur nokkra óvenjulega eiginleika sem henta til rannsókna á stofninum: Til dæmis er hægt að telja öll hreiðrin, meta viðkomu og kanna lífskilyrði kringum byggðirnar, meta hlutfall ungfugla í byrjun (september) og lok (febrúar) vetrar og hlutfall geldfugla í febrúar. Þannig fást samhliða lýðfræðilegar upplýsingar bæði fyrir einstakar byggðir og fyrir stofninn í heild.

dílaskarfar

Byrjað var að telja hreiður í dílaskarfsbyggðum með myndatöku úr lofti vorið 1975 og talið öðru hverju fram til 1990. Í fyrstu virtist stofninn standa nokkurn veginn í stað, alls um 3300 hreiður en talsverðar staðbundnar sveiflur t.d. í Faxaflóa. Árið 1994 var byrjað var að telja árlega en þá hafði hreiðrum fækkað og voru nú um 2400 talsins. Eftir það hófst hægfara fjölgun, 3,7% á ári, og varð fjöldinn mestur 5250 hreiður árið 2010. Á síðustu tveimur árum hefur fækkað nokkuð, auk þess sem útbreiðsla hefur aukist – ný byggð hefur myndast við Húnaflóa. Grunnsævið í Faxaflóa og Breiðafirði er að fyllast og fjöldinn þar getur varla vaxið meira. Í fyrstu jókst meðalstærð byggða jafnframt fjölguninni og náði hámarki árið 2001 en hefur stöðugt minnkað eftir það. Núna, vorið 2013, virðist ólíklegt að varpstofninn geti aukist meira nema til komi útbreiðsluaukning.

 

Frá því 1998 hefur verið fylgst með aldursamsetningu dílaskarfsins og nýlega hefur verið þróuð aðferð til að meta varpárangur í hverri byggð. Aldurssamsetning hefur verið nokkurn veginn stöðug en áætluð árleg líftala breytileg milli ára. Varpárangur er einnig mjög stöðugur, um 2,4 ungar á hreiður snemma sumars. Flest bendir til að dreifing og fjöldi varpstofnsins sé háð þéttleika og fari að mestu eftir staðbundnu fæðuframboði, viðkoman takmarki ekki stofninn ennþá, en efri mörk séu ákvörðuð af vetrarskilyrðum.

 

Mynd af dílaskörfum tekin af Arnþóri - picture copyright Arnthor Gardarsson.

 

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju náttúrfræðahúsi HÍ, milli kl. 12:30-13.10). Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Sjá einnig frétt á vef HÍ frá 2012 Dílaskarfurinn í sókn.


Flugufóstur, stofnfrumur og krabbamein

Í dag og á morgun verða nokkur erindi um sameindalíffræðileg efni.

Fyrst ber að nefna erindi þroskunarfræðingsins Anne Ephrussi - EMBL Heidelberg - um mikilvægi RNPagna fyrir þroskun flugna (RNP assembly and transport in the Drosophila oocyte). Askja stofa 132 kl 16:00 þann 22. apríl. 2013.

Í öðru lagi mun Erna Magnúsdóttir fjalla um þætti sem stýra þroskun og einkennum stofnfruma kímlínu. Erindið heitir A tripartite transcription factor network for PGC specification og verður flutt 23. apríl 2013, í stofu 131 kl 12:30.

Í þriðja lagi mun Mannerfðafræðifélag Íslands og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi standa fyrir málþing 23. apríl 2013 undir yfirskriftinn Erfðir krabbameina á Íslandi - nýting þekkingar í þágu þjóðar

Málþingið verður í stofu 101 í Odda, frá 16:15 til 17:45.


Þjónn, það er folabragð af ýsunni

Margir fiskistofnar eru ofnýttir, eða veiddir að þolmörkum. Samtök umhverfisverndarsinna og vísindamenn hafa bent á þetta, og lagt áherslu á að hægt sé að votta uppruna fisks.

Þetta er ósköp hliðstætt hrosskjötsmálinu, sem skók Evrópu fyrr á árinu. Þá voru tilbúnar kjötvörur seldar undir fölsku flaggi. Á umbúðunum stóð nautakjöt í pökkunum var hrossakjöt. Það er rangt að blekkja neytendur - en vitanlega er hrossakjöt alls ekki slæmur kostur sem prótíngjafi. Mér skilst meira að segja að sala á hrossakjöti hafi aukist í Evrópu í kjölfarið, því fólk áttaði sig á því að hross væru lostæti.

Í báðum tilfellum, er hægt að greina á milli tegunda með erfðaprófi. Það er hægt að finna út hvaða fiskur er á disknum, og hvaða spendýr í pylsunni.

Grundvöllurinn er sá að dýrategundir* eru með ólíkt erfðaefni. Með því að nota sértæka þreifara, er hægt að magna upp nokkur gen úr sýni og kanna hvort að þeim svipi til ýsu, ufsa eða hrúts.

cod1.jpgSömu tækni má nota til að greina mun á hópum innan tegundar, með því að fjölga genunum sem skoðuð eru og taka fleiri sýni. Þannig hefur verið hægt að kanna, t.d. erfðabreytileika í þorskstofninum á Norður Atlantshafi (Aðlögun að dýpi,
Mitochondrial cytochrome B DNA variation in the high-fecundity atlantic cod: trans-atlantic clines and shallow gene genealogy. Genetics. 2004 Apr;166(4):1871-85.).

Þetta skiptir máli fyrir nýtingu fiskistofna, þar sem uppskipting stofna eða andhverfa þess - mikið flakk á milli svæða - leiðir til ólíkrar stofngerðar og stofnmats. Nokkur verkefni á þessum nótum hafa verið unnin á undanförnum árum.

Föstudaginn 12. apríl 2013 mun Dr. Sarah Helyar, rannsóknarstjóri hjá Matís, fjalla um rannsóknir sínar á nokkrum nytjafiskum m.a. þorski og síld. Erindi heitir Fish and SNPs: genomics, evolution and conservation. Ágrip erindis:

Using state of the art genomic techniques my research aims to determine fundamental aspects of a species' biology. This covers a wide range of topics but I am particularly interested in key characteristics that affect the potential to adapt in the face of anthropogenically induced environmental stressors. These act at all levels, from individual variation in response to parasites or pollution, population processes such as dispersal and gene flow, and to evolutionary scale changes. One outcome of this work is that the knowledge can be combined with ecological and environment data for improved conservation prospects for species facing climate change, including better management and also provides a mechanism for traceability with which to combat illegal and unregulated fishing (IUU). 

Tvær af greinum Söru

Gene-associated markers provide tools for tackling illegal fishing and false eco-certification: http://www.nature.com/ncomms/journal/v3/n5/full/ncomms1845.html

Spatially explicit variation among candidate genes indicate complex environmental selection in a weakly structured marine fish, the Atlantic herring (Clupea harengus): http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-294X.2012.05639.x/abstract

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða kynnt á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á ensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

*og vitanlega allar aðrar tegundir. 

**Ég verð að afsaka titilinn, hann er út í hött, en mér þykir samt vænt um hann.


Nýr prófessor og litlar RNA sameindir í bleikju

Tvö erindi um líffræði verða í HÍ í seinni hluta vikunnar.

Í dag flytur Guðmundur Ó. Hreggviðsson svokallaðan innsetningarfyrirlestur, af því tilefni að hann hefur verið skipaður prófessor við HÍ. Guðmundur starfar við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ og Matís. Rannsóknir hans hafa verið á mörgum sviðum örverufræði, sameindalíffræði og stofnvistfræði.

Erindið hefst kl. 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. 

Föstudaginn 1. mars heldur Kalina H. Kapralova erindi um tengsl miRNA sameinda við þroskun bleikju.

Erindið kallast Are miRNAs involved in the morphological diversity of Icelandic Arctic charr? Hluti ágrips:

The small non-coding micro-RNAs (miRNAs) have over the past decade emerged as a major class of developmental regulators. Although their sequences appear to be  highly conserved among taxa, miRNAs often exhibit temporal and spacial differences in expression between species. In this study we are looking into the differential miRNA expression during the development of two contrasting morphologies of Arctic charr (small bentic charr from lake Thingvallavatn and Arctic charr from a stable aquaculture line (Hólar)). We sampled each morph at several time points during development and selected four time points, based on key events in craniofacial development, for high-thoughoput small-RNA sequencing.

ac_370_2_0_7_1.jpgMynd af bleikjufóstri var tekin af Kalinu (picture copyright - Kalina H. Kapralova).

Kalina er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild og er leiðbeinandi hennar Sigurður S. Snorrason. Rannsóknarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að finna þroskunalegar ástæður fjölbreytileika íslenskra bleikjuafbrigða (developmental bases of morphological diversity in Icelandic Arctic).

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta


Íslenskt landslag og kerfi frumnanna

Í dag mánudaginn 25. febrúar 2013 eru tvö erindi af líffræðilegum toga í HÍ.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorvarður Árnason flytja erindi í boði Hins íslenska náttúrufræðifélags sem kallast Íslenskt landslag, lýsing þess og flokkun eftir sjónrænum eiginleikum. Erindið verður kl 17:15 í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ). Úr ágripi:

Í fyrirlestrinum verður sagt frá Íslenska landslagsverkefninu en markmið þess var tvíþætt: 1) að þróa aðferðir til að lýsa og flokka landslag eftir eðlisrænum og sjónrænum eiginleikum og 2) að nota þessa aðferð á stórt úrtak svæða til að fá fram grófa en heildstæða flokkun fyrir allt Ísland. Alls hefur nú verið safnað gögnum frá hátt í 200 svæðum. Ríflega 20 ólíkar breytur eru metnar, meðal annars um grunnlögun landsins, víðsýni, línur, form, mynstur og áferð í landi og breytileiki í hæð. Fjölgreiniaðferðir voru notaðar til að greina meginflokka íslensks landslags en þeir eru 11 samkvæmt niðurstöðum verkefnisins.

Fyrr um daginn mun Karsten Zengler gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindsdeild og starfsmaður kerfislíffræðiseturs ræða rannsóknir sínar. Erindi hans kallast: Systems biology approaches to elucidate direct electron transfer mechanisms. Úr ágripi:

The ability of microorganisms to exchange electrons directly with their environment has large implications for our knowledge of industrial and environmental processes. For decades, microbes have been known to use electrodes as electron acceptors in microbial fuel cell settings. Recently, is has been shown that microorganisms are also capable to accept electrons directly from an electrode and to use this energy to fix carbon dioxide for the production of multi-carbon molecules (microbial electrosynthesis). The origin of these industrially relevant processes probably lies in the ability of microorganisms to transfer electrons directly between each other. Analysis of multi-omics data in the context of genome-scale models for single species as well as microbial consortia enables us to decipher the underlying mechanism and cellular requirements prerequisite for direct electron transfer

Erindi Karstens hefst kl 13:15 í stofu 132 í Öskju.


Fjölbreytileiki hryggdýra og síldarstofna

Menn hafa frá örófi alda velt fyrir sér mismun á ólíkum dýra, sveppa og plöntutegundum. Tilurð þessa mismunar var lengstum ráðgáta, þar til Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace komu fram með hugmyndina um þróun vegna náttúrulegs vals.

Kjarninn í hugmyndum þeirra er sá að breytileiki er á milli einstaklinga. Í hópi lífvera, t.d. síldarstofni, er munur á einstaklingum og ef munurinn er arfgengur að hluta, þá getur stofninn þróast.

Í þessari viku áttu að ver tvö erindi við líffræðistofu HÍ sem fjalla um breytileika milli einstaklinga og tegunda. Erindi Herbert H.T. Prins prófessor við Wageningen University í Hollandi (og gestaprófessor við Dept. Ecology and Evolutionary Biology,  Princeton University), The future of mammal diversity fellur niður.

--------------------

Lisa Anne Libungan, doktorsnemi hjá Snæbirni Pálssyni við Háskóla Íslands vinnur að verkefni í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Hún mun fjalla um aðgreiningu síldarstofna í NA-Atlantshafi (Stock identification of herring in the NE-Atlantic). Erindi hennar verður föstudaginn 22. febrúar kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju. Lisa fjallar um rannsókn sína á formi kvarna, sem hún hefur notað til að greina mun á milli undirstofna síldar í norður Atlantshafi. Úr ágripi:

Atlantic herring (Clupea harengus) may have the most complex stock structure of any marine fish species where stocks are defined based on where and when they spawn. Atlantic herring often share the same morphological body features regardless of origin, making it problematic to estimate the contribution of each stock in mixed fisheries.

Otoliths are earstones located in the inner ear of teleost fishes and their shape has been used for species and stock identification. The otolith shape is affected both by genetic factors and the characteristics of the area inhabited by the fish throughout its life. Using otoliths as a phenotypic marker is particularly practical because they are routinely collected for stock assessment purposes and therefore no additional sampling is needed.

kvarnir_i_r2.jpgMynd af kvörnum var tekin af Lísu Libungan - picture copyright Lisa Anne Libungan.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Leiðrétting. Pistillinn var lagfærður eftir að fyrirlestur Herberts Prins féll niður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband