Á næstu málstofu flytja erindi erlendir sérfræðingar sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Þeir eru dr. Trygve Poppe prófessor við norska dýralæknaháskólann, dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland, og dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufræðastofnuninni NINA. Einnig flytja erindi þeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd Landssambands fiskeldisstöðva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiðifélaga.
Fjallað verður um sjávarlús í fiskeldi, lyfjagjafir, sjúkdóma og útbreiðslu smits frá fiskeldi í sjó, en allir frummælendur hafa tekið þátt í fjölda rannsókna á þessum sviðum. Að lokum verður opnað fyrir umræður og taka fyrirlesarar og fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga þátt í pallborðinu.
Málstofan, sem fer fram á ensku, verður haldin á Café Sólon í Reykjavík kl. 13:30 16:30 föstudaginn 14. mars 2014.