Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vistfræði, dýrafræði, grasafræði

Listaverk í undirdjúpunum

Lífverur eru listaverk. Lauf musteristrjáa og eika eru ótrúlega falleg, sem og kúluskíturinn, innri píplur nýrna, ríbósómin í frumum, DNA helixinn og síðast en ekki síst hinn tveggja frumu þykki vængur ávaxtaflugunar.

En lífverur eru ekki bara listaverk, sum dýr búa til listaverk sjálf.

Þekktustu dæmin eru laufskálafuglarnir sem vefa stórkostleg form úr greinum og stilkum, síðan skreyta þeir rýmið með sérvöldum gripum (blómum, lituðum steinum, lirfum eða plasti).

underwater-mystery-circle-11-580x348.jpg

Mynd af vefnum Spoon & Tamago / picture from Spoon and Tamago.

http://www.spoon-tamago.com/2012/09/18/deep-sea-mystery-circle-love-story/

Japanskir náttúrufræðingar fóru að athuga mynstur sem áhugakafarinn Yoji Ookata hafði fundið. Samkvæmt japönsku vefsíðunni Spoon & Tamago og Jerry Coyne á Why Evolution is True var um að ræða rúmlega hringlaga form í sandinum á hafsbotni.

Mynstrin eru mjög regluleg og ansi fjölbreytt. Sumir hringirnir eru einfaldir, aðrir samanstanda af nokkrum baugum og jafnvel skrauti í miðjunni.

Um áratuga skeið var ekki vitað hvað eða hver byggi til hringina. En nýleg athugun leiddi í ljós að  listfengin kúlufiskur (pufferfish - Torquigener sp., Tetraodontidae) er ábyrgur fyrir herlegheitunum. 

Náttúrufræðingar hafa löngum velt vöngum yfir þessu yfirdrifna stússi.

Af hverju eðlast ekki bara fuglarnir eða fiskarnir í stað þess að standa í þessu baksi?

Charles Darwin setti fram hugmyndina um kynval (sexual selection), þar sem kvendýr velja maka á grundvelli glæsileika eða hæfileika. Darwin braut heilann um stél páfuglsins, sem olli honum líkamlegri angist, en þótti líklegast að með þessu "baksi" væru páfuglarnir að keppa um hylli kvendýra. Sem veldu síðan glæsilegasta fuglinn - og hann fengi þá að koma genum sínum til næstu kynslóðar.

Nóg er af ósvöruðum spurningum. Hvers vegna velja kvendýrin glæsilegasta fuglinn eða sandhringinn? Karlfiskurinn skapar stórkostleg verk, og kvendýrin velja... en hvað? Velja þær þá duglegustu eða hæfileikaríkustu? Velja þær samhverfuna, reglulegasta mynstrið eða hvað.

Listamaðurinn og bókahöfundurinn David Rothenberg fjallaði einmitt um fegurð í náttúrunni í bók sinni, Survival of the beautiful. Hann vill meina að margar dýrategundir hafi innbyggða þörf til að skapa og að njóta fegurðar. Þetta birtist meðal annars í laufskálafuglunum og kúlufiskunum, en einnig í þeirri tilfinningalegu sælu sem fylgir því að upplifa fegurð lista eða náttúru.

Ég held þvi ekki fram að kvenkúlufiskar tárist við að sjá fallegan sandhring, en verður veröldin ekki örlítið forvitnilegri ef við leyfum okkur amk að velta þeim möguleika fyrir okkur.

Ítarefni og heimildir

Spoon & Tamago. 2012 The deep sea mystery circle—a love story

 

Jerry Coyne 2012 A marine mystery solved (and a bit about birds)

Hiroshi Kawase, Yoji Okata & Kimiaki Ito Role of Huge Geometric Circular Structures in the Reproduction of a Marine Pufferfish Scientific Reports 3, 2106 doi:10.1038/srep02106

Survival of the Beautiful by David Rothenberg

Arnar Pálsson | 18. mars 2010  Hin kenning Darwins


Grænar agnir á litlum bláum depli

Úr fjarska lítur jörðin út eins og blár depill. Voyager 1 tók mynd af jörðinni úr 6 milljarða kílómetra fjarlægð árið 1990. Þá er jörðin ekkert nema blár depill í órvídd geimsins. Myndin varð mjög þekkt þegar Carl Sagan (1934-1996) notaði hana sem útgangspunkt í bókinni Pale blue dot. til að ræða um mannkyn í geimnum, og til að skerpa á hugleiðingu um stöðu okkar í náttúrunni.

Úr minni fjarlægð sést að depillinn er ekki einsleitur, heldur skiptast á blátt og grænt, og síðan er síkvik hvít hula yfir öllu.

Nokkrir líffræðingar hafa nú tekið höndum saman og notað litla bláadepilinn (Pale blue dot) sem samnefnara fyrir skrif sín um jarðveg, gróður, náttúru og vernd. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði til að mynda um alþjóðlega landgræðsluráðstefnu sem haldin var hérlendi í fyrri viku, í pistlinum (Does soil make your heart beat?).

Ég skora á fólk til að kíkja á pistla þeirra. 

 


Dílaskarfurinn í flutningi Arnþórs og Jóns Einars

Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Ágrip erindis.

 

Dílaskarfurinn (Phalacrocorax carbo) er afar útbreidd tegund og nær frá Grænlandi og austurströnd N-Ameríku allt til Afríku, Asíu og Ástralíu. Hann er staðfugl hérlendis og heldur sig allt í kringum land að vetrinum en verpur í þéttum byggðum á hólmum og skerjum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Þar er mest af grunnsævi landsins og því mest fæðuframboð fyrir skarfana sem kafa yfirleitt ekki neðar en á 20 m dýpi. Fram eftir 20. öld voru dílaskarfabyggðir í sjávarhömrum á nokkrum stöðum utan núverandi útbreiðslusvæðis en þær eru nú horfnar. Þessi breyting á útbreiðslu tengist breytingu á lifnaðarháttum og útbreiðslu manna – dreifð byggð með ströndinni og nytjar úti um eyjar eru að mestu horfin.

 

Dílaskarfurinn á Íslandi hefur nokkra óvenjulega eiginleika sem henta til rannsókna á stofninum: Til dæmis er hægt að telja öll hreiðrin, meta viðkomu og kanna lífskilyrði kringum byggðirnar, meta hlutfall ungfugla í byrjun (september) og lok (febrúar) vetrar og hlutfall geldfugla í febrúar. Þannig fást samhliða lýðfræðilegar upplýsingar bæði fyrir einstakar byggðir og fyrir stofninn í heild.

dílaskarfar

Byrjað var að telja hreiður í dílaskarfsbyggðum með myndatöku úr lofti vorið 1975 og talið öðru hverju fram til 1990. Í fyrstu virtist stofninn standa nokkurn veginn í stað, alls um 3300 hreiður en talsverðar staðbundnar sveiflur t.d. í Faxaflóa. Árið 1994 var byrjað var að telja árlega en þá hafði hreiðrum fækkað og voru nú um 2400 talsins. Eftir það hófst hægfara fjölgun, 3,7% á ári, og varð fjöldinn mestur 5250 hreiður árið 2010. Á síðustu tveimur árum hefur fækkað nokkuð, auk þess sem útbreiðsla hefur aukist – ný byggð hefur myndast við Húnaflóa. Grunnsævið í Faxaflóa og Breiðafirði er að fyllast og fjöldinn þar getur varla vaxið meira. Í fyrstu jókst meðalstærð byggða jafnframt fjölguninni og náði hámarki árið 2001 en hefur stöðugt minnkað eftir það. Núna, vorið 2013, virðist ólíklegt að varpstofninn geti aukist meira nema til komi útbreiðsluaukning.

 

Frá því 1998 hefur verið fylgst með aldursamsetningu dílaskarfsins og nýlega hefur verið þróuð aðferð til að meta varpárangur í hverri byggð. Aldurssamsetning hefur verið nokkurn veginn stöðug en áætluð árleg líftala breytileg milli ára. Varpárangur er einnig mjög stöðugur, um 2,4 ungar á hreiður snemma sumars. Flest bendir til að dreifing og fjöldi varpstofnsins sé háð þéttleika og fari að mestu eftir staðbundnu fæðuframboði, viðkoman takmarki ekki stofninn ennþá, en efri mörk séu ákvörðuð af vetrarskilyrðum.

 

Mynd af dílaskörfum tekin af Arnþóri - picture copyright Arnthor Gardarsson.

 

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju náttúrfræðahúsi HÍ, milli kl. 12:30-13.10). Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Sjá einnig frétt á vef HÍ frá 2012 Dílaskarfurinn í sókn.


Þjónn, það er folabragð af ýsunni

Margir fiskistofnar eru ofnýttir, eða veiddir að þolmörkum. Samtök umhverfisverndarsinna og vísindamenn hafa bent á þetta, og lagt áherslu á að hægt sé að votta uppruna fisks.

Þetta er ósköp hliðstætt hrosskjötsmálinu, sem skók Evrópu fyrr á árinu. Þá voru tilbúnar kjötvörur seldar undir fölsku flaggi. Á umbúðunum stóð nautakjöt í pökkunum var hrossakjöt. Það er rangt að blekkja neytendur - en vitanlega er hrossakjöt alls ekki slæmur kostur sem prótíngjafi. Mér skilst meira að segja að sala á hrossakjöti hafi aukist í Evrópu í kjölfarið, því fólk áttaði sig á því að hross væru lostæti.

Í báðum tilfellum, er hægt að greina á milli tegunda með erfðaprófi. Það er hægt að finna út hvaða fiskur er á disknum, og hvaða spendýr í pylsunni.

Grundvöllurinn er sá að dýrategundir* eru með ólíkt erfðaefni. Með því að nota sértæka þreifara, er hægt að magna upp nokkur gen úr sýni og kanna hvort að þeim svipi til ýsu, ufsa eða hrúts.

cod1.jpgSömu tækni má nota til að greina mun á hópum innan tegundar, með því að fjölga genunum sem skoðuð eru og taka fleiri sýni. Þannig hefur verið hægt að kanna, t.d. erfðabreytileika í þorskstofninum á Norður Atlantshafi (Aðlögun að dýpi,
Mitochondrial cytochrome B DNA variation in the high-fecundity atlantic cod: trans-atlantic clines and shallow gene genealogy. Genetics. 2004 Apr;166(4):1871-85.).

Þetta skiptir máli fyrir nýtingu fiskistofna, þar sem uppskipting stofna eða andhverfa þess - mikið flakk á milli svæða - leiðir til ólíkrar stofngerðar og stofnmats. Nokkur verkefni á þessum nótum hafa verið unnin á undanförnum árum.

Föstudaginn 12. apríl 2013 mun Dr. Sarah Helyar, rannsóknarstjóri hjá Matís, fjalla um rannsóknir sínar á nokkrum nytjafiskum m.a. þorski og síld. Erindi heitir Fish and SNPs: genomics, evolution and conservation. Ágrip erindis:

Using state of the art genomic techniques my research aims to determine fundamental aspects of a species' biology. This covers a wide range of topics but I am particularly interested in key characteristics that affect the potential to adapt in the face of anthropogenically induced environmental stressors. These act at all levels, from individual variation in response to parasites or pollution, population processes such as dispersal and gene flow, and to evolutionary scale changes. One outcome of this work is that the knowledge can be combined with ecological and environment data for improved conservation prospects for species facing climate change, including better management and also provides a mechanism for traceability with which to combat illegal and unregulated fishing (IUU). 

Tvær af greinum Söru

Gene-associated markers provide tools for tackling illegal fishing and false eco-certification: http://www.nature.com/ncomms/journal/v3/n5/full/ncomms1845.html

Spatially explicit variation among candidate genes indicate complex environmental selection in a weakly structured marine fish, the Atlantic herring (Clupea harengus): http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-294X.2012.05639.x/abstract

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða kynnt á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á ensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

*og vitanlega allar aðrar tegundir. 

**Ég verð að afsaka titilinn, hann er út í hött, en mér þykir samt vænt um hann.


Fegurð og leyndardómar fiðrilda

Fiðrildi kveikja undarlegar tilfinningar hjá fólki. Fíngerð og formfögur, litrík með letilegan limaburð, höfða þau jafnt til barna sem stórskálda.

Reyndar eru íslensk fiðrildi og fetar harla dauf í útliti, en við miðbaug finnst stórkostlegur  fjölbreytileiki í litum og formum. Litamynstrin eru ekki tilviljanakennd, þau skreyta vængina samkvæmt ákveðnum reglum sem spretta úr þroskun fiðrildisins. Stoðæðar og taugar setja upp hnitakerfi í vængnum, sem síðan nýtist til að raða fallegum hringjum, litríkum rákum og fleira skrauti á vænginn.

En fjölbreytileika fiðrilda má einnig útskýra með  áhrifum umhverfis, í gegnum náttúrulegt val. Hér verður fjallað sérstaklega um hermun (mimicry). Í hermun verður vængmynstur einnar tegundar áþekkt mynstri annara tegundar á sama landsvæði. Tvær megin gerðir hermunar eru best þekktar, kenndar við náttúrufræðinganna Henry Walter Bates og Fritz Müller sem báðir störfuðu í frumskógum Amasón á nítjándu öld.

703px-batesplate_arm.jpg

Fiðrildamynd Bates er af wikimedia commons (Plate from Bates (1862) illustrating Batesian mimicry between Dismorphia species (top row, third row) and various Ithomiini (Nymphalidae) (second row, bottom row)).

Batsísk hermum (Batesian mimicry) gengur út á að stofn óeitraðra fiðrilda græðir á því að líkjast eitruðum fiðrildum af annari tegund. Í þessu tilfelli nýtir ein tegund sér þá staðreynd að önnur tegund er eitruð. Slík hermun finnst oft í náttúrunni, t.a.m. hjá snákum í Norður Ameríku.

Mullersk hermun (Mullerian mimicry) gengur út á að stofnar tveggja eitraðra fiðrilda sem búa á sama svæði hagnast á því að líkjast hvor öðrum. Ungir afræningjar, sem myndu óvart borða einstakling einnar tegundar myndu þá læra að forðast hina tegundina. Náttúrulegt val leiðir til þess að fiðrildategundirnar sameinist um litamynstur sem kennir afræningjum að forðast eitruð fiðrildi.

Erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt að genin sem byggja litamynstrin eru mörg hver þau sömu í ólíkum tegundum fiðrilda. Rannsókn Owen MacMillan við Smithsonian Tropical Research Institute og félaga hans, sýnir að genið optix er tengd sama rauða litarmynstri í nokkrum tegundum Heliconius fiðrilda.

Rannsóknir á litaerfðum fiðrilda sýna einnig að sum genin hafa flakkað á milli náskyldra tegunda, og að þau mynda stundum gengi gena sem starfa saman. Fræðimenn höfðu spáð fyrir um tilvist slíkra súpergena, en það skipti máli að skoða rétta eiginleika til að finna þau.

Þannig getur erfðafræðin kastað ljósi á gamlar ráðgátur í líffræði, og þekking á náttúrufræði fært erfðafræðina fram veginn.

Ítarefni:

Bates, H. W. (1861). "Contributions to an insect fauna of the Amazon valley. Lepidoptera: Heliconidae". Transactions of the Linnean Society 23: 495–566.; Reprint: Bates, Henry Walter (1981). "Contributions to an insect fauna of the Amazon valley (Lepidoptera: Heliconidae)". Biological Journal of the Linnean Society 16 (1): 41–54. doi:10.1111/j.1095-8312.1981.tb01842.x.

Robert D. Reed ofl. optix Drives the Repeated Convergent Evolution of Butterfly Wing Pattern Mimicry Science 2011 DOI: 10.1126/science.1208227

S.B. Carroll 2013 12. mars. New York Times Solving the Puzzles of Mimicry in Nature


Nýr prófessor og litlar RNA sameindir í bleikju

Tvö erindi um líffræði verða í HÍ í seinni hluta vikunnar.

Í dag flytur Guðmundur Ó. Hreggviðsson svokallaðan innsetningarfyrirlestur, af því tilefni að hann hefur verið skipaður prófessor við HÍ. Guðmundur starfar við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ og Matís. Rannsóknir hans hafa verið á mörgum sviðum örverufræði, sameindalíffræði og stofnvistfræði.

Erindið hefst kl. 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. 

Föstudaginn 1. mars heldur Kalina H. Kapralova erindi um tengsl miRNA sameinda við þroskun bleikju.

Erindið kallast Are miRNAs involved in the morphological diversity of Icelandic Arctic charr? Hluti ágrips:

The small non-coding micro-RNAs (miRNAs) have over the past decade emerged as a major class of developmental regulators. Although their sequences appear to be  highly conserved among taxa, miRNAs often exhibit temporal and spacial differences in expression between species. In this study we are looking into the differential miRNA expression during the development of two contrasting morphologies of Arctic charr (small bentic charr from lake Thingvallavatn and Arctic charr from a stable aquaculture line (Hólar)). We sampled each morph at several time points during development and selected four time points, based on key events in craniofacial development, for high-thoughoput small-RNA sequencing.

ac_370_2_0_7_1.jpgMynd af bleikjufóstri var tekin af Kalinu (picture copyright - Kalina H. Kapralova).

Kalina er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild og er leiðbeinandi hennar Sigurður S. Snorrason. Rannsóknarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að finna þroskunalegar ástæður fjölbreytileika íslenskra bleikjuafbrigða (developmental bases of morphological diversity in Icelandic Arctic).

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta


Fjölbreytileiki hryggdýra og síldarstofna

Menn hafa frá örófi alda velt fyrir sér mismun á ólíkum dýra, sveppa og plöntutegundum. Tilurð þessa mismunar var lengstum ráðgáta, þar til Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace komu fram með hugmyndina um þróun vegna náttúrulegs vals.

Kjarninn í hugmyndum þeirra er sá að breytileiki er á milli einstaklinga. Í hópi lífvera, t.d. síldarstofni, er munur á einstaklingum og ef munurinn er arfgengur að hluta, þá getur stofninn þróast.

Í þessari viku áttu að ver tvö erindi við líffræðistofu HÍ sem fjalla um breytileika milli einstaklinga og tegunda. Erindi Herbert H.T. Prins prófessor við Wageningen University í Hollandi (og gestaprófessor við Dept. Ecology and Evolutionary Biology,  Princeton University), The future of mammal diversity fellur niður.

--------------------

Lisa Anne Libungan, doktorsnemi hjá Snæbirni Pálssyni við Háskóla Íslands vinnur að verkefni í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Hún mun fjalla um aðgreiningu síldarstofna í NA-Atlantshafi (Stock identification of herring in the NE-Atlantic). Erindi hennar verður föstudaginn 22. febrúar kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju. Lisa fjallar um rannsókn sína á formi kvarna, sem hún hefur notað til að greina mun á milli undirstofna síldar í norður Atlantshafi. Úr ágripi:

Atlantic herring (Clupea harengus) may have the most complex stock structure of any marine fish species where stocks are defined based on where and when they spawn. Atlantic herring often share the same morphological body features regardless of origin, making it problematic to estimate the contribution of each stock in mixed fisheries.

Otoliths are earstones located in the inner ear of teleost fishes and their shape has been used for species and stock identification. The otolith shape is affected both by genetic factors and the characteristics of the area inhabited by the fish throughout its life. Using otoliths as a phenotypic marker is particularly practical because they are routinely collected for stock assessment purposes and therefore no additional sampling is needed.

kvarnir_i_r2.jpgMynd af kvörnum var tekin af Lísu Libungan - picture copyright Lisa Anne Libungan.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Leiðrétting. Pistillinn var lagfærður eftir að fyrirlestur Herberts Prins féll niður.


Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar

Snorri Sigurðsson mun fjalla um doktorsverkefni sitt í erindi Líffræðistofu HÍ, föstudaginn 15. febrúar (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar. (Recent developments in avian systematics: The Nightjars and their allies.)

Með sívaxandi framboði á sameindagögnum hefur flokkunarfræði (systematics) lífvera gengið undir miklar sviptingar á síðustu áratugum. Fuglar eru þar engin undatekning og hefur hin klassíska flokkun fugla á öllum stigum (ættbálkar, ættir, ættkvíslir, tegundir) tekið töluverðum breytingum með vaxandi vitneskju um skyldleikatengsl og þróunarsögu helstu fuglahópa. Það viðfangsefni sem hefur reynst hvað flóknast er að greiða úr tengslum milli ættbálka og jafnvel ætta Nýfugla (Neoaves) en til þeirra tilheyra allir núlifandi fuglar utan Strútfugla, Hænsnfugla og Andfugla. Með mikilli gagnasöfnun á síðustu árum hefur flokkunarfræðingum tekist að setja saman ágætlega burðug flokkunartré þó enn séu sumir hópar fugla til vandræða. Margt kemur á óvart á þessum nýju flokkunartrjám.

Einn hópur sem hefur verið nokkuð til vandræða eru svokallaðir Húmgapar (Caprimulgiformes) þar sem fyrirfinnast ættir náttfugla svo sem náttfarar (Caprimulgidae) og froskmunnar (Podargidae) auk fleiri hópa. Þær ættir sem tilheyra Húmgöpum eru frumstæðar og komu fram hratt og snemma í þróunarsögu Nýfugla eins og reyndar margar aðrar ættir núlifandi fugla. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að Svölungar (Apoidae) og Kólibrífuglar (Trochilidae) eru náskyldir Húmgöpum sem er athyglisvert því þar er ekki um náttfugla að ræða.

Fyrirlesarinn Snorri Sigurðsson hefur nýlokið doktorsnámi í Bandaríkjunum þar sem hann rannsakaði flokkunarfræði Húmgapa og nýtti sér öflugan safnkost og rannsóknaraðstöðu við American Museum of Natural History í New York. Meðal þess sem hann ræðir í erindi sínu er flokkunartré Húmgapa sem hann byggir á bæði sameindagögnum og gögnum byggðum á útlitseinkennum. Einnig sýnir hann niðurstöður úr rannsóknum sínum á flokkunarfræði Náttfara (Caprimulgidae) sem er ein tegundaauðugusta ættin í ættbálknum og hvernig hann nýtti flokkunartré byggð á sameindagögnum til að kanna uppruna, líflandafræði og sögu búsvæðavals Náttfara í Ameríku.

phylogenynightjars.pngMynd af þróunartré Náttfara var gerð af Snorra Sigurðssyni.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta


Erindi: af flugum og þorskum

Tveir framhaldsnemar í líffræði verja verkefni sín á næstunni.

Í dag 25. janúar 2013 mun Dagmar Ýr Arnardóttir verja ritgerð sína um breytileika í stjórnröðum ávaxtaflugunnar. Ritgerðin kallast "Testing for co-evolution between eve and hunchback in Drosophila melanogaster". Erindið er kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju. Í ágripi segir:

Stjórnraðir í erfðamenginu gegna hlutverkum við að kveikja og slökkva á genum á réttum stað og tíma, bæði í þroskun og yfir æviskeið fjölfruma lífvera. Rannsóknir sýna að stjórnraðir eru vel varðveittar í þróun, og jafnvel má finna samsvarandi raðir í fjarskyldum tegundum eins og manni og fiski. Sérstaklega eru bindiset innan stjórnraða vel varðveitt, en við þau bindast prótín sem stýra virkni gena. Oft bindast mörg mismunandi prótín á hverja stjórnröð og sem ræður tjáningu gensins, á vefjasérhæfðan hátt eða í þroskun.

Náttúrulegar stökkbreytingar í bindisetum stjórnraða eru sjaldgæfar, t.d. þegar bornir eru saman margir einstaklingar sömu tegundar. Enn er sjaldgæfara að finna úrfellingar í sömu stjórnröð, hvað þá tvær sem báðar fjarlægja skilgreind bindiset fyrir sama stjórnprótín. Vitað er um eitt slíkt tilfelli. Í einni stjórnröð even-skipped gensins í Drosophila melanogaster eru tvær náttúrulegar úrfellingar sem fjarlægja tvö bindiset fyrir Hunchback stjórnprótínið.

Rannsóknin miðaði að því að kanna hvort að þessar úrfellingar væru staðbundið fyrirbæri (einungis í þessu geni) eða hvort vísbendingar væru um fleiri áþekka atburði í genamengi ávaxtaflugunnar. Markmiðið var að prófa tilgátur um samþróun stjórnprótínsins Hunchback og stjórnraða. 

Prófdómari verður Albert V. Smith. Leiðbeinendur Arnar Pálsson og Zophonías O. Jónsson.

Þriðjudaginn 29. janúar ver Klara Björg Jakobsdóttir doktorsritgerð sína: Langtíma breytileiki í erfðasamsetningu þorsks (Gadus morhua) við Ísland (á ensku: Historical genetic variation in Atlantic cod (Gadus morhua) in Icelandic waters).

Nánari upplýsingar um verkefni Klöru má finna á vefsíðu Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors í fiskifræði (Marice).

Andmælendur eru  Svein-Erik Fevolden, prófessor við Háskólann í Tromsø, Noregi  og  Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum

Leiðbeinendur eru Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Daniel E. Ruzzante, prófessor við Dalhousie háskólann í Halifax, Kanada og Dr. Christophe Pampoulie, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni.


Nílarkarfi í Viktoríuvatni

Taabu A. Munyaho doktorsnemi við Líf og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir í fiskifræði með Guðrúnu Marteinsdóttur og félögum (www.marice.is).
 
Föstudaginn 16. nóv 2012 (12:30 til 13:10) mun Taabu fjalla um útbreiðslu og þéttleika þriggja fisktegunda (Lates niloticus, Rastrineobola argentea, og haplochromine) í Victoríuvatni í Austur Afríku.  Erindið heitir Variation in the distribution and density of pelagic fish species in Lake Victoria, (East Africa) og verður flutt á ensku. (Stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).

277px-lates_niloticus_2.jpgAðferðirnar byggjast á því að telja fiska með bergmálstækni og hefur slík talning farið fram 17 sinnum á árabilinu 1999 – 2011. Niðurstöður rannsókna Taabu leiða í ljós að L. noloticus hefur farið fækkandi meðan að hinum tveimur tegundunum hefur fjölgað. Bæði þéttleiki og útbreiðsla fiskanna er háð árstíðarsveiflum, lagskiptingu og árssveiflum, ásamt sveiflum í bráð. Niðurstöðurnar kalla á meiri vistfræði mælingar við spár á stofnstærð. Enskt ágrip rannsóknarinnar:

The distribution and densities of three pelagic fish taxa (Nile perch, Dagaa, and haplochromine) in Lake Victoria were estimated through 17 lake-wide acoustic surveys conducted bi-annually between August 1999 and September 2011. Nile perch densities were estimated through echo-counting while Dagaa and haplochromines by echo-integration. Mixed generalized linear models indicated up to 30% decline in Nile perch densities in the deep and coastal areas and up to 70% reduction in the shallow inshore areas. There was a twofold increase in Dagaa densities and a 10% increase in haplochromines. The distribution and densities were influenced by season, stratum and year of survey. In addition to fish exhibiting seasonal clustering in the upper layers of the water column, they also spread to shallow inshore waters. The Nyanza, Speke, and Emin Pasha Gulfs demonstrated localised predator (Nile perch)-prey (Dagaa and haplochromines) oscillations in abundance, and distribution which call for a need to include ecological and ecosystem considerations in stochastic models when predicting fish stocks.

Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Mynd af Nílarkarpa er fengin af vef wikimedia commons (http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Lates_niloticus_2.jpg).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband