8.10.2008 | 12:16
Ljómandi verðlaun
Sem líffræðingi finnst mér gaman að sjá nóbelsverðlaun í efnafræði vera veitta fyrir GFP*. Græna flúorljómandi prótín var einangrað úr marglyttu en síðan var sýnt fram á að það ljómar ef orkuríkum geislum er varpað á það. Þessi eiginleiki hefur verið nýttur í rannsóknum í líffræði og læknisfræði, til að skoða staðsetningu prótína, flutning, virkni og jafnvel lita heilar taugar.
Mynd fengin af vefsíðu Marc Zimmers við Connecticut college.
Oddur Vihelmsson gerði það sem mbl.is hefði átt að gera og útskýrði eiginleika prótínsins og notagildi (sjá einnig frétt BBC um verðlaunin).
Ég hélt að mbl.is gæti ekki gert Nóbelnum lítilfjörlegri skil en með frétt um verðlaunin í læknisfræði (frétt og athugasemd) en hér er markið sett enn lægra. T.d. eru einungis tveir verðlaunahafarnir bandaríkjamenn, sá þriðji Osamu Shimomura er japanskur. Þótt frétt vísis.is sé ekki ítarleg er hún þessu hálfkveðna vísubroti skárri. Í því samhengi er rétt að lyfta hatti fyrir fréttablaðinu fyrir ítarlega umfjöllun um Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í þriðjudagsblaðinu (því miður er sú umfjöllun ekki aðgengileg á netinu).
*Efnafræðingar eru örugglega bonsúrir fyrir þessa útvötnun á verðlaunum.
![]() |
Þrír Bandaríkjamenn fá efnafræðinóbelinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 8. október 2008
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó