15.1.2010 | 12:51
Lífvera mánaðarins
Einn alskemmtilegasti vísindapenni sem ég veit um er Olivia Judson. Af einhverri ástæðu finnur hún alltaf skemmtileg viðfangsefni, eða tekst að gera öll viðfangsefni skemmtileg.
Við höfum fylgst með skrifum hennar um nokkuð skeið.
Judson gat sér gott orð fyrir lipurlega og sprenghlægilega bók um kynlífsráðgjafa (Dr Tatiana) sem svarar erindum héðan og þaðan úr dýraríkinu (Dr Tatiana's Sex Advice to All Creation The definite guide to the evolutionary biology of sex.)
Sú bók er frábær. Ég geri henni betri skil í sérstökum pistli seinna, í dag er ég latur/upptekinn. Við höfum vitnað í nokkra pistla hennar í okkar skrifum, t.d Vongott skrímsli - skrímsli á von, Mörg andlit krabbameina og Vistkerfi í einum ananas.
Í sínum nýjasta pistli dáist hún að skoruþörungum, (dinoflagellate). Þegar maður heldur að maður viti nokkurn veginn allt sem vita þurfi í líffræði, er ágætt að líta til frumdýra eða baktería, sem brjóta allar reglur. Með orðum Olivíu:
They are the best of beings; they are the worst of beings. They are animals; they are plants. They are saviors; they are killers. They are predators; they are parasites.
Um þá er einnig fjallað á vísindavefnum.
Flottar myndir af skorþörungum á vef Jóns Baldurs Hlíðbergs (www.fauna.is).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.