Leita í fréttum mbl.is

Erindi: um rjúpur og botndýr

Í hádeginu í dag (28. janúar 2010) mun Ólafur K. Nielsen við Náttúrufræðistofnun Íslands ræða um rjúpnastofninn á Íslandi. Ólafur birti fyrr í mánuðinum grein ásamt samstarfsmönnum, um far kríunnar. Erindið verður á Keldum. Úr tilkynningu.

[F]yrirlestrinum verður fjallað stuttlega um sögu rjúpnarannsókna og síðan verður gerð nánari grein fyrir niðurstöðum rannsókna á samspili fálka og rjúpu og hugsanlegu hlutverki fálkans í stofnsveiflu rjúpunnar.

Á morgun (29 . janúar 2010, kl 16:00) mun Eric dos Santos fjalla um botndýr á hörðum sjávarbotni. Um er að ræða meistaraverkefni sem hann hefur unnið með Jörundi Svavarssyni og á Náttúrustofu suðurnesja. Erindið verður í stofu 132 í Öskju - náttúrufræðihúsi HÍ. Úr tilkynningu:

Á hörðum botni norðan Vestfjarða reyndist botninn einkennast af svömpum og skrápdýrum. Tegundasamsetningin var talsvert breytileg á milli sýnatökustaða og mótaðist aðallega af botngerðinni, auk þess sem hitastig og dýpi höfðu áhrif á tegundasamsetninguna. Á djúpslóðinni við Jan Mayen og á Mohn hrygg var botndýralífið ákaflega fjölbreytilegt og þar voru sæfíflar, marflækjur og sæliljur áberandi.

Eric er fyrirtaks ljósmyndari, ég vil benda ykkur sérstaklega á pöddur á flickr síðu hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband