4.2.2010 | 09:57
Æ, æ, æ og æ
Nokkur vandamál blasa við.
Í fyrsta lagi er sjaldgæft að fundur gens leiði til þróunar lyfs. Í gagnagrunnum eru nú til fleiri þúsund gen sem hafa áhrif, mismikil og fjölskrúðug, á hina og þessa sjúkdóma. En aðeins lítill hluti þeirra hefur leitt til nýrra lyfjameðferðar, sem samþykkt hefur verið af heilbrigðisyfirvöldum.
Í öðru lagi tekur það langan tíma að þróa lyf, jafnvel þótt að það sé vitað hvaða líffræðilega ferli sé úr garði gengið í viðkomandi sjúkdómi (lyf geta haft margvíslegar aukaverkanir eða ekki komist að markfrumum sínum og þess háttar, og gegn sumum sjúkdómum er bara ekki hægt að þróa lyf). Þess vegna er staðhæfing eins og þessi mjög óábyrg:
Líklega gætu fyrstu lyfin verið tilbúin til prófunar eftir um það bil 3 ár.
Við gætum allt eins haldið því fram að fyrsta nýlenda manna á sólinni gæti verið tilbúin eftir 15 ár (þ.e. ef tilraunir okkar til að slökkva á sólinni, snöggkæla hana og flytja nokkur hjólhýsi þangað ganga eftir).
Þetta tvennt á að vera öllum erfðafræðingum ljóst, þótt vissulega hafi sumum læknum og liffræðingum fundist í lagi að halda öðru fram, m.a. fyrirtækjum sínum til framdráttar (t.d. Íslensk erfðagreining - sjá lögmál erfðafræðinnar).
Í þriðja lagi er frétt mbl.is bara bein þýðing, málsgrein fyrir málsgrein, á frekar stuttaralegu skeyti á vefsíðu Sky. Sbr:
Sérfræðingar eru að gera tilraunir með lyf, sem kynnu að lengja líf fólks, að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Lyfið er sagt líkja eftir þremur genum, sem öll hafa áhrif á lífslíkur.
The drug, which could be ready for testing within three years, is designed to mimic the actions of three 'super genes' which all significantly increase the chances of living past 100.
Tvö þessara gena auka framleiðslu svonefnds góðs kólesteróls í líkamanum sem aftur dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Þriðja genið dregur úr hættu á sykursýki. Fólk, sem fæðist með þessa erfðavísa eru 20 sinnum líklegra en annað fólk að ná 100 ára aldri og 80% minni líkur eru á að það fái Alzheimer-sjúkdóm en fólk sem ekki er með þessa erfðavísa.
Two of the genes increase the production of so-called good cholesterol in the body, reducing the risk of heart disease and stroke, while the third helps to prevent diabetes.
People born with the genes are 20 times more likely to live past 100, and 80% less likely to develop Alzheimer's.
Ég er búinn að skrifa nokkra pistla á þessum nótum, þar sem litið er gagnrýnum augum á vísindaumfjöllun mbl.is. Þetta er dálítið eins og ætla að kenna hundi á ritvél, hann sýnir ágæt tilþrif annað slagið en síðan fer allt í sama, "naga lyklaborðið - slefa á pappírinn" farið. En jæja kraftaverkin gerast ekki af sjálfu sér.
Lyf í þróun til að lengja lífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erfðafræði | Breytt 17.2.2010 kl. 09:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Og hver er svo tilgangurinn með að lengja lífið ? Eru ekki nógu margir á jörðinni nú þegar ? Og þeir háöldruðu einstaklingar sem ég þekki segja flestir : Æ, þetta er nú alveg orðið ágætt....
Sem sagt : sóun á orku og aurum að stunda rannsóknir sem miða að því að lengja lífið. Nær að reyna að auka gæði lífs þeirra sem ná háum aldri á eðlilegan og náttúrulegan máta.
Kristín M Siggeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 11:41
Sæl Kristín
Takk fyrir ágætan punkt. Langlífi á ekki að vera markmiðið, heldur það að eldast vel.
Ef það er hægt að finna leiðir, hreyfingu, næringu, bætiefni, lyf (eða einhverja samsetningu þessara eða annara þátta) sem stuðla að því að fólk eldist "betur" en áður, þá finnst mér það í lagi.
Vitanlega eigum við ekki að eyða öllum peningunum í þetta samt. Það verður að setja aðra hverja krónu í sjóð til styrktar auralausum auðmönnum :)
Arnar Pálsson, 4.2.2010 kl. 16:02
Horfði einmitt á heimildarþátt í gær hér í breska sjónvarpinu (man ekki hvaða stöð) þar sem rætt var um þessar og fleiri rannsóknir á því hvað veldur öldrun. Það komu margir vísindamenn við sögu í þessum þætti, en það kom líka skýrt fram að flestir þessara vísindamanna, m.a. Dr. Barzilai, eru að reyna að leysa þau vandamál sem fylgja öldrun, ekki beint bara að reyna að lengja lífið. Þetta vantar í þessa frétt.
Staðreyndin er sú að fólk verður eldra í dag en áður og því fylgja öldrunarsjúkdómar. Það væri hægt að spara bæði peninga og þjáningu ef það væri hægt að finna lækningu við Alzheimer's og fleiri sjúkdómum öldrunar.
Hins vegar gat ég ekki annað en brosað út í annað þegar ég sá að genin sem um er að ræða hér eru einmitt gen sem koma við sögu í sykursýki og kólestrólmetabólisma! Semsagt, fólk sem er með genótýpu sem stuðlar að efnaskiptum sem auka magn góðs kólestróls og minnka líkurnar á sykursýki er líklegra til að lifa lengur... Við erum semsagt ekki mikið nær því að lifa að eilífu því ekki eru þetta beint róttækar uppgötvarnir, heldur erum við enn stödd nálægt byrjunarreit með sömu vandamálin og við vorum að leysa í gær... hvernig lækkum við kólestról og læknum sykursýki?
Reyndar var líka bara fyndið að í þættinum var rætt við vísindamann sem tók lyf sem átti að örva tjáningu telómerasa í somatic frumum líkamans. Þetta gerði hann til þess að reyna að öðlast eilífa æsku. Talandi um "reductionist" líffræði....
Erna Magnusdottir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 01:57
Takk Erna fyrir gott innlegg.
Eins og Linda Partridge talaði um á Darwin dögunum þá er margt sameiginlegt með þeim líffræðilegu og erfðafræðilegu ferlum sem lengja líf.
Stökkbreytingar í insulín-boðferli geta lengt líf, á meðan minni orkuneysla skilar svipuðum árangri. Reyndar er þetta allt saman töluvert flókið, samspil margra ferla, og það skiptir máli hvernig fæðan er samsett hvort samdráttur á orkuneyslu lengir líf.
Ég vissi ekki að fólk væri alvarlega að spá í að fikta í telomerösum sem meðferð. Á vísir.is var ein galsaleg frétt, um þetta einu sinni, sem ég (sem fyrr) fór að nöldra yfir.
Arnar Pálsson, 5.2.2010 kl. 09:35
Svona í ætt við innlegg Kristínar. Ég átti gamla frænku sem var orðin ansi þreytt á sínum efri árum. Í áttræðisafmæli hennar (sem ég held að ættingjarnir hafi hálf neytt hana til að halda upp á) kom fólk auðvitað og óskaði henni til hamingju með afmæli og viðkvæðið var iðullega það að "...það væri engin hamingja að vera orðin svona gamall". Konan lifði svo framyfir nírætt...
Baddi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.