19.2.2010 | 10:39
Ráðgáta
Næringarfræði er ein erfiðasta fræðigrein sem til er. Það er svo erfitt að framkvæma stýrðar tilraunir, það vita allir sem hafa reynt að telja baunir ofan í börnin sín. Mjög nákvæmar rannsóknir eru nauðsynlegar til að meta áhrif fæðuflokka, fæðubótaefna sem og lyfja.
Kosturinn við tilraunir á lyfjum er að fólk sér ekki á pilluni hvort hún sé með "virka" efnið eða ekki. Hins vegar lætur enginn heilvita maður/barn ljúga að sér að baunir séu í raun kókópuffs í Hulk búningi.
Samt sem áður er enginn hörgull á fólki sem talar af mikilli sannfæringu um rétt matarræði og töframeðlæti, hollar bökur og kraftaverka drykki.
Mér kemur í huga kvikmynd sem ég sá einhverju sinni um heilsufrumkvöðulinn John Harvey Kellogg sem rak "sanitarium" undir yfirskriftinni "Western Health Reform Institute" í upphafi tuttugusta aldar.
Altént, ég reyndi að leita uppi upprunalegu fréttina um tryptofan og þunglyndi á vefsíðu Berlingske tidende*.
Það eina sem ég fann þessu tengt var frétt um rannsókn á seratónin sveiflum í einstaklingum með ólíkar arfgerðir þeim hófsama titli Danskere løser vinterdepressionens gåde. Ekkert í þeirri frétt að finna um næringu og vetrarþunglyndi.
Greinin í BT vitnar í grein á videnskab.dk (Vinterdepression styret af gen) sem ræðir heldur ekki þessi næringartengsl. Reyndar var sú rannsókn bara unnina á 56 einstaklingum, en samt treysta fréttamennirnir sér til að segja að vetrarþunglyndi sé stýrt af geni.
Eftir að hafa gefist upp á BT leitaði ég á Pubmed. Þar fann ég nokkrar yfirlitsgreinar um tryptofan (tryptophan) og þunglyndi (depression). Úr einni þeirra:
A large number of studies appear to address the research questions, but few are of sufficient quality to be reliable. Available evidence does suggest these substances are better than placebo at alleviating depression. Further studies are needed to evaluate the efficacy and safety of 5-HTP and tryptophan before their widespread use can be recommended.
...
Of these, only two trials, involving a total of 64 patients, were of sufficient quality to meet inclusion criteria. The available evidence suggests these substances were better than placebo at alleviating depression (Peto Odds Ratio 4.10; 95% confidence interval 1.28-13.15; RD 0.36; NNT 2.78). However, the evidence was of insufficient quality to be conclusive.
Tryptophan and 5-hydroxytryptophan for depression. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Cochrane Database Syst Rev. 2001;(3):CD003198.
Þeir segja einnig í annari grein:
However, the small size of the studies, and the large number of inadmissible, poorly executed studies, casts doubt on the result from potential publication bias, and suggests that they are insufficiently evaluated to assess their effectiveness.
Publication bias er sú tilhneyging að birta bara jákvæðar niðurstöður. Sem er auðvitað svindl, því við verðum að vita um allar rannsóknir (jákvæðar og neikvæðar).
Greinarnar styðja sem sagt ekki staðhæfingarnar í frétt/bloggfærslu mbl.is.
Vitanlega skiptir máli að borða fjölbreytta og næringaríka fæðu. En við hljótum að gera kröfu um að leiðbeiningar fræðinga byggi á einhverjum fræðum.Þangað til getur maður haldið áfram að kneyfa smjörstykkin, raða svínarifjum í vömbina, þamba chilliblönduðu ólífuolíuna og sprauta sig með fljótandi níkótínbættu súkkulaði.
*Leitarorðin voru: Vinterdepression, depression og serotonin.
Grein dananna:
Yfirlitsgreinar
Tryptophan and 5-hydroxytryptophan for depression. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Cochrane Database Syst Rev. 2001;(3):CD003198.
Are tryptophan and 5-hydroxytryptophan effective treatments for depression? A meta-analysis. Shaw K, Turner J, Del Mar C. Aust N Z J Psychiatry. 2002 Aug;36(4):488-91.
Serotonin a la carte: supplementation with the serotonin precursor 5-hydroxytryptophan.
Turner EH, Loftis JM, Blackwell AD. Pharmacol Ther. 2006 Mar;109(3):325-38. Epub 2005 Jul 14. Review.
Matur gegn skammdegisdrunga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ef eitthvað væri að marka "næringarfræði" eins og hún kemur manni oftast fyrir sjónir, þá væri ég löngu dauður
Haraldur Rafn Ingvason, 19.2.2010 kl. 17:49
Það vantaði aðal Tryptophan sprengjuna í þennan lista í fréttini, Kalkúnn setur hálfan vestræna heimin í tryptophan vímu 2svar á ári. Thanksgiving í usa og svo í kringum jólin hjá evrópubúum.
Stebbi (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:28
Það er ekki meira tryptophan í kalkún en öðru kjöti.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.2.2010 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.